Erlent

Leikkona sakar Ed Westwick um nauðgun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ed Westwick er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í þáttunum Gossip Girl.
Ed Westwick er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í þáttunum Gossip Girl. Vísir/Getty

Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort leikarinn Ed Westwick hafi nauðgað leikkonunni Kristinu Cohen á heimili sínu í febrúar árið 2014.



Rannsóknin kemur í kjölfar Facebook-færslu Cohen, sem sjá má hér að neðan, þar sem hún lýsir því hvernig Gossip Girl-stjarnan hafi misnotað hana í gestaherbergi heimilis síns.

Áður hafi Westwick verið mjög ýtinn á hún og þáverandi kærastinn hennar myndu öll sofa saman sem Cohen hafi þvertekið fyrir. Hún hafi, í ljósi þreytu, ákveðið að leggja sig um stund en þegar hún rankaði við sér aftur hafi Westwick verið ofan á henni. Hún hafi frosið er hann hélt henni niðri og þröngvaði vilja sínum upp á hana.



Systir Cohen og vinkona hennar hafa báðar staðfest að leikonan hafi tjáð þeim frá nauðguninni fyrir um þremur árum síðan.



Málið er nú til rannsóknar sem fyrr segir en Westwick hefur þvertekið fyrir ásakanir Cohen. Birti hann stutta yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist ekki þekkja Cohen. „Ég hef aldrei beitt valdi á nokkurn hátt, eða gegn konu. Ég hef svo sannarlega aldrei nauðgað.“ Yfirlýsingu hans má sjá hér að neðan.



Frásögn Cohen kemur í kjölfar mikillar vitundarvakningar og þagnarrofs sem átt hefur sér stað vestanhafs undanfarnar vikur - allt frá því að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein tóku að hrannast upp. 



Framferði fleiri þungaviktarmanna í Hollywood hefur síðan verið dregið fram í sviðsljósið eins og fræðast má um með því að smella hér. 

A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) on


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×