Leikkona sakar Ed Westwick um nauðgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2017 06:40 Ed Westwick er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í þáttunum Gossip Girl. Vísir/Getty Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort leikarinn Ed Westwick hafi nauðgað leikkonunni Kristinu Cohen á heimili sínu í febrúar árið 2014. Rannsóknin kemur í kjölfar Facebook-færslu Cohen, sem sjá má hér að neðan, þar sem hún lýsir því hvernig Gossip Girl-stjarnan hafi misnotað hana í gestaherbergi heimilis síns. Áður hafi Westwick verið mjög ýtinn á hún og þáverandi kærastinn hennar myndu öll sofa saman sem Cohen hafi þvertekið fyrir. Hún hafi, í ljósi þreytu, ákveðið að leggja sig um stund en þegar hún rankaði við sér aftur hafi Westwick verið ofan á henni. Hún hafi frosið er hann hélt henni niðri og þröngvaði vilja sínum upp á hana. Systir Cohen og vinkona hennar hafa báðar staðfest að leikonan hafi tjáð þeim frá nauðguninni fyrir um þremur árum síðan. Málið er nú til rannsóknar sem fyrr segir en Westwick hefur þvertekið fyrir ásakanir Cohen. Birti hann stutta yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist ekki þekkja Cohen. „Ég hef aldrei beitt valdi á nokkurn hátt, eða gegn konu. Ég hef svo sannarlega aldrei nauðgað.“ Yfirlýsingu hans má sjá hér að neðan. Frásögn Cohen kemur í kjölfar mikillar vitundarvakningar og þagnarrofs sem átt hefur sér stað vestanhafs undanfarnar vikur - allt frá því að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein tóku að hrannast upp. Framferði fleiri þungaviktarmanna í Hollywood hefur síðan verið dregið fram í sviðsljósið eins og fræðast má um með því að smella hér. A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) on Nov 7, 2017 at 8:46am PST MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spacey til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í London Lögreglan í Bretlandi hefur nú til rannsóknar ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey um kynferðisofbeldi. 3. nóvember 2017 14:11 Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort leikarinn Ed Westwick hafi nauðgað leikkonunni Kristinu Cohen á heimili sínu í febrúar árið 2014. Rannsóknin kemur í kjölfar Facebook-færslu Cohen, sem sjá má hér að neðan, þar sem hún lýsir því hvernig Gossip Girl-stjarnan hafi misnotað hana í gestaherbergi heimilis síns. Áður hafi Westwick verið mjög ýtinn á hún og þáverandi kærastinn hennar myndu öll sofa saman sem Cohen hafi þvertekið fyrir. Hún hafi, í ljósi þreytu, ákveðið að leggja sig um stund en þegar hún rankaði við sér aftur hafi Westwick verið ofan á henni. Hún hafi frosið er hann hélt henni niðri og þröngvaði vilja sínum upp á hana. Systir Cohen og vinkona hennar hafa báðar staðfest að leikonan hafi tjáð þeim frá nauðguninni fyrir um þremur árum síðan. Málið er nú til rannsóknar sem fyrr segir en Westwick hefur þvertekið fyrir ásakanir Cohen. Birti hann stutta yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist ekki þekkja Cohen. „Ég hef aldrei beitt valdi á nokkurn hátt, eða gegn konu. Ég hef svo sannarlega aldrei nauðgað.“ Yfirlýsingu hans má sjá hér að neðan. Frásögn Cohen kemur í kjölfar mikillar vitundarvakningar og þagnarrofs sem átt hefur sér stað vestanhafs undanfarnar vikur - allt frá því að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein tóku að hrannast upp. Framferði fleiri þungaviktarmanna í Hollywood hefur síðan verið dregið fram í sviðsljósið eins og fræðast má um með því að smella hér. A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) on Nov 7, 2017 at 8:46am PST
MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spacey til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í London Lögreglan í Bretlandi hefur nú til rannsóknar ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey um kynferðisofbeldi. 3. nóvember 2017 14:11 Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Spacey til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í London Lögreglan í Bretlandi hefur nú til rannsóknar ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey um kynferðisofbeldi. 3. nóvember 2017 14:11
Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41
Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. 7. nóvember 2017 14:24