Trump jós Xi Jinping lofi Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2017 12:00 Donald Trump og Xi Jinping. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, jós Xi Jinping, forseta Kína, lofi í nótt. Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. Í nótt gagnrýndi hann Kína og sagði viðskiptasamband ríkjanna vera ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Hann sagðist hins vegar ekki geta kennt Kína um það. „Hver getur kennt ríki um að nota sér annað ríki í þágu eigin þegna? Kína á hrós skilið,“ sagði Trump á fundi með leiðtogum viðskiptalífsins í Kína og Xi. Í kosningabaráttunni talaði Trump ítrekað um viðskiptahallan og sakaði hann Kína meðal annars um að „nauðga“ efnahagi Bandaríkjanna og að halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum og að skattleggja vörur frá Bandaríkjunum úr hófi.Í stað þess að kenna Kína um viðskiptahallann og þjófnað hugverka, vara og höfundaréttarvarins efnis, kenndi hann fyrrverandi stjórnendum Bandaríkjanna um. Trump sagði að hann og Xi myndu laga þetta og gera samband ríkjanna sanngjarnt. „Við gerum þetta sanngjarnt og það verður frábært fyrir okkur báða. Mér líkar mjög vel við þig. Við eigum frábært samband. Við munum gera stórkostlega hluti, Kína og Bandaríkin,“ sagði Trump. Trump þakkaði Xi einnig fyrir að bjóða honum og Melaniu Trump til kvöldverðar. Hann sagði að kvöldverðurinn hefði bara átt að vera um hálftíma langur, vegna þess hve þreyttur Trump hefði verið eftir ferðalög sín. Hins vegar hefði kvöldverðurinn staðið yfir í rúma tvo tíma. „Ég naut hverrar mínútu,“ sagði Trump. Skömmu seinna sagði Trump við Xi að hann væri „mjög sérstakur“ maður. Xi hét því að opna markaði Kína frekar og gera bandarískum fyrirtækjum auðveldara að koma sér fyrir þar. Eins og AP fréttaveitan bendir á hafa slík loforð hins vegar verið gefin áður, án þess að staðið hafi verið við þau. Sömuleiðis ræddi Xi samstarf ríkjanna, en ekki á jafn persónulegum nótum. Hann nefndi til dæmis ekki samband forsetanna tveggja. Hvorugur þeirra svaraði spurningum fjölmiðla, sem Washington Post segir að hafa verið ákveðinn sigur fyrir Xi Jinping. Hann stjórni ríki þar sem hart hefur verið farið fram gegn tjáningarfrelsi og frjálsum fjölmiðlum. Í grein Politico segir að tónn Trump gagnvart Jinping eigi líklegast eftir að fara öfugt ofan í marga íhaldssama stuðningsmenn hans. Þar á meðal Stephen Bannon, sem hafi ítrekað kallað eftir því að Bandaríkin taki upp strangari stefnu varðandi Kína. Donald Trump Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, jós Xi Jinping, forseta Kína, lofi í nótt. Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. Í nótt gagnrýndi hann Kína og sagði viðskiptasamband ríkjanna vera ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Hann sagðist hins vegar ekki geta kennt Kína um það. „Hver getur kennt ríki um að nota sér annað ríki í þágu eigin þegna? Kína á hrós skilið,“ sagði Trump á fundi með leiðtogum viðskiptalífsins í Kína og Xi. Í kosningabaráttunni talaði Trump ítrekað um viðskiptahallan og sakaði hann Kína meðal annars um að „nauðga“ efnahagi Bandaríkjanna og að halda gjaldmiðli sínum niðri til að bæta samkeppnishæfni sína gagnvart Bandaríkjunum og að skattleggja vörur frá Bandaríkjunum úr hófi.Í stað þess að kenna Kína um viðskiptahallann og þjófnað hugverka, vara og höfundaréttarvarins efnis, kenndi hann fyrrverandi stjórnendum Bandaríkjanna um. Trump sagði að hann og Xi myndu laga þetta og gera samband ríkjanna sanngjarnt. „Við gerum þetta sanngjarnt og það verður frábært fyrir okkur báða. Mér líkar mjög vel við þig. Við eigum frábært samband. Við munum gera stórkostlega hluti, Kína og Bandaríkin,“ sagði Trump. Trump þakkaði Xi einnig fyrir að bjóða honum og Melaniu Trump til kvöldverðar. Hann sagði að kvöldverðurinn hefði bara átt að vera um hálftíma langur, vegna þess hve þreyttur Trump hefði verið eftir ferðalög sín. Hins vegar hefði kvöldverðurinn staðið yfir í rúma tvo tíma. „Ég naut hverrar mínútu,“ sagði Trump. Skömmu seinna sagði Trump við Xi að hann væri „mjög sérstakur“ maður. Xi hét því að opna markaði Kína frekar og gera bandarískum fyrirtækjum auðveldara að koma sér fyrir þar. Eins og AP fréttaveitan bendir á hafa slík loforð hins vegar verið gefin áður, án þess að staðið hafi verið við þau. Sömuleiðis ræddi Xi samstarf ríkjanna, en ekki á jafn persónulegum nótum. Hann nefndi til dæmis ekki samband forsetanna tveggja. Hvorugur þeirra svaraði spurningum fjölmiðla, sem Washington Post segir að hafa verið ákveðinn sigur fyrir Xi Jinping. Hann stjórni ríki þar sem hart hefur verið farið fram gegn tjáningarfrelsi og frjálsum fjölmiðlum. Í grein Politico segir að tónn Trump gagnvart Jinping eigi líklegast eftir að fara öfugt ofan í marga íhaldssama stuðningsmenn hans. Þar á meðal Stephen Bannon, sem hafi ítrekað kallað eftir því að Bandaríkin taki upp strangari stefnu varðandi Kína.
Donald Trump Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna