Repúblikanar óttast komandi ósigra Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2017 15:45 Mikil spenna hefur verið á milli þingmanna Repúblikanaflokksins og Donald Trump og hafa fjölmargir þingmenn á báðum deildum þingsins ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér. Vísir/AFP Í kjölfar mikivægra sigra Demókrataflokksins í kosningum sem fóru víða fram í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar eru repúblikanar farnir að óttast um mikla ósigra í kosningunum á næsta ári. Jafnvel óttast forsvarsmenn flokksins að þeir gætu misst sterka stöðu sína á fulltrúadeild þingsins, ríkisstjórum og þingum einstakra ríkja. Meðal þess sem repúblikanar eru sagðir óttast er hvort að Donald Trump sé að koma niður á fylgi þeirra. Greinendur segja að niðurstöðurnar í ríkisstjórnakosningunum í Virginíu séu skírt merki um vandræði fyrir Repúblikanaflokkinn.Hausinn á kanarífuglinum sprakk Í samtali við Washington Post, segir greinandinn Mike Murphy að Trump sé ankeri á flokknum og haldi þeim niðri. „Við fengum þau skilaboð hátt og snjallt í Virginíu. Það leið ekki bara yfir kanarífuglinn í kolanámunni. Hausinn á honum sprakk.“ Skilaboðin þykja hvað skýrust í úthverfum þar sem Ed Gillespie, frambjóðanda Repbúblikanaflokksins í Virgínu, var hafnað með afgerandi hætti. Samkvæmt greiningu Politico gekk Trump illa í úthverfum Virginíu, en Gillespie gekk þó mun verr. „Ef þetta hefði bara verið í Virginíu hefðum við getað sett þetta á starfsmenn ríkisins og verktaka en þetta gerðist einnig í Pennsylvaníu og víðar. Ef þú ert þingmaður Repúblikanaflokksins í umdæmi þar mikið er um úthverfi og háskólamenntað fólk, þá held ég að þú hafir áhyggjur og það væru réttmætar áhyggjur,“ skrifaði greinandinn Chris Wilson til Politico. Á móti kom að Gillespie fékk fleiri atkvæði en Trump á meðal íbúa í dreifbýlum og meðal fólks með minni menntun. Það var þó dropi í hafið miðað við atkvæðin sem hann tapaði í samanburði við Trump. Kosningar til þings Virginíu fylgdu svipuðum línum.Reiðin virki ekki til langs tíma Öldungadeildarþingmaðurinn John Kasich sagði að kosningarnar á þriðjudaginn væru til merkis um að flokkurinn gæti ekki haldið áfram að einbeita sér að íhaldssömustu kjósendum flokksins. Það fældi hófsama kjósendur frá Repúblikanaflokknum. Í stað þess að senda eingöngu frá sér skilaboð sem ganga út á að skamma og kenna öðrum um þurfi flokkurinn að snúa sér að því að byggja upp von og snúa sér að málum eins og efnahagi landsins og heilbrigðiskerfi. „Þetta er höfnun þröngra stjórnmála. Pólitík reiðarinnar virkar kannski til skamms tíma en hún endist ekki, guði sé lof.“Alls ekki sammála um stöðuna Einhverjir repúblikanar segja þó að ekki sé hægt að draga of miklar ályktanir frá kosningunum í svo fáum ríkjum eins og Virginíu og Pennsylvaníu. Hillary Clinton vann bæði ríkin í forsetakosningunum í fyrra. Formaður flokksins í Norður-Karólínu sagði Washington Post að Trump væri mjög vinsæll víða og að loforð hans um að þurrka upp mýrina næði enn til fjölda kjósenda. Ríkisstjóri Tennessee, Bill Haslam, sagði einnig að þetta hafi einunigs verið eitt kosningakvöld og að þeir sem sitji í Hvíta húsinu þurfi ávalt að eiga við mótvind. Vinsældartölur Donald Trump eru mjög lágar en hann er enn mjög vinsæll meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Frambjóðendur flokksins standa nú frammi fyrir því vali hvort þeir eigi að reyna að slíta sig frá Trump fyrir komandi kosningar eða taka honum fagnandi og tjóðra framboð sín við Hvíta húsið.Samkvæmt Politico eru ráðgjafar flokksins alls ekki sammála um hvort sé betra fyrir frambjóðendurna. Mikil spenna hefur verið á milli þingmanna Repúblikanaflokksins og Donald Trump og hafa fjölmargir þingmenn á báðum deildum þingsins ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér. Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Senda Trump skýr skilaboð Demókratar unnu stórsigra í fjölmörgum kosningum á þriðjudag. Einna mesta athygli vekur sigur trans konu á Repúblikana sem kallaði sjálfan sig aðalhommahatarann. 9. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Í kjölfar mikivægra sigra Demókrataflokksins í kosningum sem fóru víða fram í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar eru repúblikanar farnir að óttast um mikla ósigra í kosningunum á næsta ári. Jafnvel óttast forsvarsmenn flokksins að þeir gætu misst sterka stöðu sína á fulltrúadeild þingsins, ríkisstjórum og þingum einstakra ríkja. Meðal þess sem repúblikanar eru sagðir óttast er hvort að Donald Trump sé að koma niður á fylgi þeirra. Greinendur segja að niðurstöðurnar í ríkisstjórnakosningunum í Virginíu séu skírt merki um vandræði fyrir Repúblikanaflokkinn.Hausinn á kanarífuglinum sprakk Í samtali við Washington Post, segir greinandinn Mike Murphy að Trump sé ankeri á flokknum og haldi þeim niðri. „Við fengum þau skilaboð hátt og snjallt í Virginíu. Það leið ekki bara yfir kanarífuglinn í kolanámunni. Hausinn á honum sprakk.“ Skilaboðin þykja hvað skýrust í úthverfum þar sem Ed Gillespie, frambjóðanda Repbúblikanaflokksins í Virgínu, var hafnað með afgerandi hætti. Samkvæmt greiningu Politico gekk Trump illa í úthverfum Virginíu, en Gillespie gekk þó mun verr. „Ef þetta hefði bara verið í Virginíu hefðum við getað sett þetta á starfsmenn ríkisins og verktaka en þetta gerðist einnig í Pennsylvaníu og víðar. Ef þú ert þingmaður Repúblikanaflokksins í umdæmi þar mikið er um úthverfi og háskólamenntað fólk, þá held ég að þú hafir áhyggjur og það væru réttmætar áhyggjur,“ skrifaði greinandinn Chris Wilson til Politico. Á móti kom að Gillespie fékk fleiri atkvæði en Trump á meðal íbúa í dreifbýlum og meðal fólks með minni menntun. Það var þó dropi í hafið miðað við atkvæðin sem hann tapaði í samanburði við Trump. Kosningar til þings Virginíu fylgdu svipuðum línum.Reiðin virki ekki til langs tíma Öldungadeildarþingmaðurinn John Kasich sagði að kosningarnar á þriðjudaginn væru til merkis um að flokkurinn gæti ekki haldið áfram að einbeita sér að íhaldssömustu kjósendum flokksins. Það fældi hófsama kjósendur frá Repúblikanaflokknum. Í stað þess að senda eingöngu frá sér skilaboð sem ganga út á að skamma og kenna öðrum um þurfi flokkurinn að snúa sér að því að byggja upp von og snúa sér að málum eins og efnahagi landsins og heilbrigðiskerfi. „Þetta er höfnun þröngra stjórnmála. Pólitík reiðarinnar virkar kannski til skamms tíma en hún endist ekki, guði sé lof.“Alls ekki sammála um stöðuna Einhverjir repúblikanar segja þó að ekki sé hægt að draga of miklar ályktanir frá kosningunum í svo fáum ríkjum eins og Virginíu og Pennsylvaníu. Hillary Clinton vann bæði ríkin í forsetakosningunum í fyrra. Formaður flokksins í Norður-Karólínu sagði Washington Post að Trump væri mjög vinsæll víða og að loforð hans um að þurrka upp mýrina næði enn til fjölda kjósenda. Ríkisstjóri Tennessee, Bill Haslam, sagði einnig að þetta hafi einunigs verið eitt kosningakvöld og að þeir sem sitji í Hvíta húsinu þurfi ávalt að eiga við mótvind. Vinsældartölur Donald Trump eru mjög lágar en hann er enn mjög vinsæll meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Frambjóðendur flokksins standa nú frammi fyrir því vali hvort þeir eigi að reyna að slíta sig frá Trump fyrir komandi kosningar eða taka honum fagnandi og tjóðra framboð sín við Hvíta húsið.Samkvæmt Politico eru ráðgjafar flokksins alls ekki sammála um hvort sé betra fyrir frambjóðendurna. Mikil spenna hefur verið á milli þingmanna Repúblikanaflokksins og Donald Trump og hafa fjölmargir þingmenn á báðum deildum þingsins ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Senda Trump skýr skilaboð Demókratar unnu stórsigra í fjölmörgum kosningum á þriðjudag. Einna mesta athygli vekur sigur trans konu á Repúblikana sem kallaði sjálfan sig aðalhommahatarann. 9. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Senda Trump skýr skilaboð Demókratar unnu stórsigra í fjölmörgum kosningum á þriðjudag. Einna mesta athygli vekur sigur trans konu á Repúblikana sem kallaði sjálfan sig aðalhommahatarann. 9. nóvember 2017 07:00