Katalónar missa stjórn á sér Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2017 06:00 Inigo Mendez de Vigo, talsmaður ríkisstjórnar Spánar og ráðherra, hélt blaðamannafund í spænska þinghúsinu vegna málsins í gær. Nordicphotos/AFP Margítrekaðar hótanir spænsku ríkisstjórnarinnar verða að veruleika þegar 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar verður virkjuð og í kjölfarið mun Katalónía missa hluta sjálfsstjórnarréttinda eða jafnvel allan réttinn til sjálfsstjórnar. Til stendur að ferlið hefjist á morgun. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hafði gefið Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, frest til gærdagsins til þess að svara honum í eitt skipti fyrir öll um hvort Katalónía lýsti yfir sjálfstæði. Talið hafði verið að forsetinn hefði undirritað sjálfstæðisyfirlýsingu en frestað gildistöku hennar. Rajoy þótti það þó ekki nægilega skýrt. Puigdemont sendi forsætisráðherranum bréf í gærmorgun í þann mund sem fresturinn var að renna út. Sagði þar að gildistöku yfirlýsingarinnar hafi vissulega verið frestað en það gæti breyst. „Ef ríkisstjórnin heldur áfram að koma í veg fyrir viðræður, og heldur áfram að kúga okkur, gæti katalónska þingið kosið um formlega sjálfstæðisyfirlýsingu,“ skrifaði Puigdemont. Óljóst er hins vegar hvort af því gæti orðið þar sem héraðið mun að öllu óbreyttu missa sjálfsstjórnarréttindi sín. Það gæti þýtt að héraðsstjórnin myndi missa völd sín og að þing yrði rofið. Spænskir fjölmiðlar héldu því fram í gær að svo gæti jafnvel farið að Puigdemont haldi stöðu sinni en eingöngu að nafninu til. Völd hans myndu færast til Madrídar. Í yfirlýsingu sem spænska ríkisstjórnin sendi frá sér í gær segir að stjórnin muni halda áfram að taka þau skref sem stjórnarskráin krefst til þess að „endurreisa lög og reglu í stjórnarfari Katalóníu“. „Spænska ríkisstjórnin fordæmir þá viðleitni katalónskra stjórnvalda að sækjast eftir átökum þrátt fyrir þann alvarlega skaða sem það hefur nú þegar valdið samlífi okkar og efnahag Katalóníu. Ekki ber að efa að spænska ríkisstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að endurreisa lög og reglu í landinu,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. 155. greinin gerir yfirvöldum í Madríd kleift að taka stjórnina á spænsku landsvæði á óvissutímum en hún hefur aldrei verið virkjuð. Í greininni segir: „Ef sjálfsstjórnarsvæði uppfyllir ekki þær skyldur sem stjórnarskráin og önnur lög setja því, eða hefur á annan hátt slæm áhrif á almannahag má ríkisstjórnin beita öllum nauðsynlegum ráðum til þess að láta yfirvöld á svæðinu uppfylla umræddar skyldur eða verja fyrrnefndan almannahag.“ Eins og áður segir er óvíst hversu langt verður gengið í sviptingu sjálfsstjórnarréttinda Katalóníu. Á BBC kemur fram að það gæti verið allt frá því að taka yfir stjórn lögreglu og efnahagmála til þess að boða til nýrra þingkosninga í Katalóníu. Jafnframt kemur fram að sérfræðingar sem rætt var við líti ekki svo á að hægt sé að svipta héraðið sjálfsstjórnarrétti að fullu en það þyki þó ekki ljóst. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Margítrekaðar hótanir spænsku ríkisstjórnarinnar verða að veruleika þegar 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar verður virkjuð og í kjölfarið mun Katalónía missa hluta sjálfsstjórnarréttinda eða jafnvel allan réttinn til sjálfsstjórnar. Til stendur að ferlið hefjist á morgun. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hafði gefið Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, frest til gærdagsins til þess að svara honum í eitt skipti fyrir öll um hvort Katalónía lýsti yfir sjálfstæði. Talið hafði verið að forsetinn hefði undirritað sjálfstæðisyfirlýsingu en frestað gildistöku hennar. Rajoy þótti það þó ekki nægilega skýrt. Puigdemont sendi forsætisráðherranum bréf í gærmorgun í þann mund sem fresturinn var að renna út. Sagði þar að gildistöku yfirlýsingarinnar hafi vissulega verið frestað en það gæti breyst. „Ef ríkisstjórnin heldur áfram að koma í veg fyrir viðræður, og heldur áfram að kúga okkur, gæti katalónska þingið kosið um formlega sjálfstæðisyfirlýsingu,“ skrifaði Puigdemont. Óljóst er hins vegar hvort af því gæti orðið þar sem héraðið mun að öllu óbreyttu missa sjálfsstjórnarréttindi sín. Það gæti þýtt að héraðsstjórnin myndi missa völd sín og að þing yrði rofið. Spænskir fjölmiðlar héldu því fram í gær að svo gæti jafnvel farið að Puigdemont haldi stöðu sinni en eingöngu að nafninu til. Völd hans myndu færast til Madrídar. Í yfirlýsingu sem spænska ríkisstjórnin sendi frá sér í gær segir að stjórnin muni halda áfram að taka þau skref sem stjórnarskráin krefst til þess að „endurreisa lög og reglu í stjórnarfari Katalóníu“. „Spænska ríkisstjórnin fordæmir þá viðleitni katalónskra stjórnvalda að sækjast eftir átökum þrátt fyrir þann alvarlega skaða sem það hefur nú þegar valdið samlífi okkar og efnahag Katalóníu. Ekki ber að efa að spænska ríkisstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að endurreisa lög og reglu í landinu,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. 155. greinin gerir yfirvöldum í Madríd kleift að taka stjórnina á spænsku landsvæði á óvissutímum en hún hefur aldrei verið virkjuð. Í greininni segir: „Ef sjálfsstjórnarsvæði uppfyllir ekki þær skyldur sem stjórnarskráin og önnur lög setja því, eða hefur á annan hátt slæm áhrif á almannahag má ríkisstjórnin beita öllum nauðsynlegum ráðum til þess að láta yfirvöld á svæðinu uppfylla umræddar skyldur eða verja fyrrnefndan almannahag.“ Eins og áður segir er óvíst hversu langt verður gengið í sviptingu sjálfsstjórnarréttinda Katalóníu. Á BBC kemur fram að það gæti verið allt frá því að taka yfir stjórn lögreglu og efnahagmála til þess að boða til nýrra þingkosninga í Katalóníu. Jafnframt kemur fram að sérfræðingar sem rætt var við líti ekki svo á að hægt sé að svipta héraðið sjálfsstjórnarrétti að fullu en það þyki þó ekki ljóst.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira