Enski boltinn

Neville vill taka við Everton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neville á hliðarlínunni með Valencia.
Neville á hliðarlínunni með Valencia. vísir/getty
Það er búið að orða marga menn við stjórastarfið hjá Everton sem augljóslega er eftirsótt.

Nú hefur Phil Neville ákveðið að kasta sínu nafni í pottinn en hann hefur verið að bíða eftir tækifæri í bransanum.

Hinn fertugi Neville spilaði meira en 250 leiki fyrir Everton á þeim átta árum sem hann spilaði með félaginu eftir að hafa komið þangað frá Man. Utd.

Neville er ekki reynslumikill en var aðstoðarþjálfari hjá Valencia á sínum tíma. Þetta er í annað sinn sem Neville reynir að fá stjórastarfið hjá Everton en hann vildi taka við af David Moyes árið 2013.

Stjórastarfið er á lausu þar sem Ronald Koeman var rekinn í gær. David Unsworth, þjálfari U-23 ára liðs félagsins, mun stýra liðinu í deildabikarnum annað kvöld.


Tengdar fréttir

Everton búið að reka Koeman

Gylfi Þór Sigurðsson mun fá nýjan stjóra fljótlega því félag hans, Everton, rak stjóra félagsins, Ronald Koeman, nú í hádeginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×