Enski boltinn

Leikmenn Everton vilja að Unsworth taki við liðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Unsworth á bekknum hjá Everton.
Unsworth á bekknum hjá Everton. vísir/getty
David Unsworth mun stýra liði Everton annað kvöld í deildabikarnum gegn Chelsea. Hann ætlar að sækja það fast að fá stjórastarfið til frambúðar.

Þessi Everton-goðsögn er þjálfari U-23 ára liðs Everton og er sagður vera afar vinsæll hjá leikmönnum. Þeir vilja að hann taki við af Ronald Koeman að því er heimildir Sky Sports herma.

„Hver myndi ekki vilja þetta stjórastarf? Ég vil vera knattspyrnustjóri og þetta er frábært félag til þess að stýra. Ég ætla ekkert að fara í felur með það,“ sagði Unsworth sem lék 188 leiki fyrir félagið á sínum tíma.

Unsworth stýrði liðinu líka tímabundið í fyrra er Roberto Martinez var rekinn.

„Stjórnarformaðurinn leyfir mér vonandi að fá nokkra leiki þar sem ég get sannað að ég sé rétti maðurinn í starfið. Leikmennirnir brugðust vel við mér á fyrstu æfingu og ég er afar spenntur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×