Katalónska þingið samþykkir að lýsa yfir sjálfstæði Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2017 13:37 Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, skilar atkvæði sínu. Vísir/AFP Katalónska þingið hefur samþykkt ályktun um að Katalónía lýsi yfir sjálfstæði. Þetta er samþykkt á sama tíma og öldungadeild Spánarþings í Madríd ræði hvort að Spánarstjórn eigi að taka yfir stjórn héraðsins. Í leynilegri kosningu á katalónska þinginu greiddu sjötíu þingmenn með tillögunni, tíu gegn og tveir skiluðu auðu. Í frétt Reuters kemur fram að líklegt þyki að stjórnlagadómstóll Spánar dæmi atkvæðagreiðsluna ólöglega. El Pais greinir frá því að ríkisstjórn Spánar muni koma saman til neyðarfundar nú síðdegis vegna málsins. Þingmenn Sósíalistaflokksins, Þjóðarflokksins (PP) og Ciudadanos yfirgáfu þingsalinn í mótmælaskyni áður en atkvæðagreiðslan hófst. Alls eiga 135 þingmenn sæti í katalónska héraðsþinginu. Þegar búið var að lesa upp atkvæði þingmannanna stóðu þeir þingmenn sem eftir voru í salnum upp og sungu þjóðsöng Katalóníu, „Els segadors“ og hrópuðu svo „Visca Catalunya!“ – Lifi Katalónía!Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalóníu Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hvatti í morgun öldungadeildarþingmenn Spánarþings til að samþykkja tillögu um að Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalónu. Í ræðu sinni sagði Rajoy nauðsynlegt að koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. Nauðsynlegt væri að koma á lögum, lýðræði og stöðugleika í Katalóníu á nýjan leik. Mikil spenna hefur verið í samskiptum héraðsstjórnar Katalóníu og Spánarstjórnar í Madríd eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í upphafi mánaðar þar sem mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku greiddu atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði. Kosningaþátttakan var 43 prósent. Stjórnlagadómstóll Spánar hafi dæmt atkvæðagreiðsluna ógilda. Öldungadeild Spánarþings á enn eftir að greiða atkvæði um hvort beita skuli 155. Grein sæpnsku stjórnarskrárinnar sem myndi afturkalla sjálfstjórn héraðsins. Stjórn fjármála, lögreglu og fjölmiðla héraðsins myndi þá falla í skaut Spánarstjórnar. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Hvetur þingmenn til að samþykkja beina stjórn yfir Katalóníu Forsætisráðherra Spánar segist vilja koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. 27. október 2017 10:27 Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Katalónska þingið hefur samþykkt ályktun um að Katalónía lýsi yfir sjálfstæði. Þetta er samþykkt á sama tíma og öldungadeild Spánarþings í Madríd ræði hvort að Spánarstjórn eigi að taka yfir stjórn héraðsins. Í leynilegri kosningu á katalónska þinginu greiddu sjötíu þingmenn með tillögunni, tíu gegn og tveir skiluðu auðu. Í frétt Reuters kemur fram að líklegt þyki að stjórnlagadómstóll Spánar dæmi atkvæðagreiðsluna ólöglega. El Pais greinir frá því að ríkisstjórn Spánar muni koma saman til neyðarfundar nú síðdegis vegna málsins. Þingmenn Sósíalistaflokksins, Þjóðarflokksins (PP) og Ciudadanos yfirgáfu þingsalinn í mótmælaskyni áður en atkvæðagreiðslan hófst. Alls eiga 135 þingmenn sæti í katalónska héraðsþinginu. Þegar búið var að lesa upp atkvæði þingmannanna stóðu þeir þingmenn sem eftir voru í salnum upp og sungu þjóðsöng Katalóníu, „Els segadors“ og hrópuðu svo „Visca Catalunya!“ – Lifi Katalónía!Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalóníu Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hvatti í morgun öldungadeildarþingmenn Spánarþings til að samþykkja tillögu um að Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalónu. Í ræðu sinni sagði Rajoy nauðsynlegt að koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. Nauðsynlegt væri að koma á lögum, lýðræði og stöðugleika í Katalóníu á nýjan leik. Mikil spenna hefur verið í samskiptum héraðsstjórnar Katalóníu og Spánarstjórnar í Madríd eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í upphafi mánaðar þar sem mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku greiddu atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði. Kosningaþátttakan var 43 prósent. Stjórnlagadómstóll Spánar hafi dæmt atkvæðagreiðsluna ógilda. Öldungadeild Spánarþings á enn eftir að greiða atkvæði um hvort beita skuli 155. Grein sæpnsku stjórnarskrárinnar sem myndi afturkalla sjálfstjórn héraðsins. Stjórn fjármála, lögreglu og fjölmiðla héraðsins myndi þá falla í skaut Spánarstjórnar.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Hvetur þingmenn til að samþykkja beina stjórn yfir Katalóníu Forsætisráðherra Spánar segist vilja koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. 27. október 2017 10:27 Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Hvetur þingmenn til að samþykkja beina stjórn yfir Katalóníu Forsætisráðherra Spánar segist vilja koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. 27. október 2017 10:27
Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent