Kirkuk í höndum Íraka Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2017 19:57 Vísir/AFP Írakski herinn er nú með stjórn á borginni Kirkuk eftir sókn gegn Kúrdum sem hófst í gærkvöldi. Ekki er vitað hvort einhver hafi látið lífið og þá hve margir en yfirvöld í Baghdad segja að Peshmerga-sveitir og aðrar vopnaðar sveitir Kúrda hafi hörfað án átaka. Það er þó ljóst að til bardaga kom sunnan við borgina og munu einhverjir hafa fallið þar samkvæmt frétt Reuters.Undanhald Kúrda hefur leitt til deilna á milli tveggja helstu fylkinga þeirra í Írak, KDP og PUK. Yfirstjórn Peshmerga-sveitanna hefur samkvæmt BBC sakað PUK-liða um að hafa svikið íbúa Kúrdistan. PUK-liðar segja hins vegar að þeir hafi ekki fyrirskipað undanhald og að tugir meðlima þeirra hafi dáið og særst. Það hafi hins vegar enginn meðlimur Peshmerga-sveitanna gert.Kúrdar tóku yfir stjórn Kirkuk eftir að írakski herinn flúði undan skyndisókn Íslamska ríkisins sumarið 2014. Peshmerga-sveitir Kúrda ráku ISIS-liða svo frá borginni og nærliggjandi svæðum. Stórar olíulindir eru umhverfis borgina en tekjurnar þaðan hafa reynst Kúrdum mikilvægar á undanförnum árum. Ekki er vitað hvort og þá hvenær írakski herinn mun reyna að ná tökum á olíulindunum. Þrjár vikur eru síðan atkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Írak var haldin á sjálfstjórnarsvæði Kúrda og í Kirkuk. Leiðtogar Írak hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna. Þúsundir Kúrda flúðu frá Kirkuk í dag af ótta við hefndaraðgerðir. Bandaríkin hafa kallað eftir ró á svæðinu og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nú í kvöld að Bandaríkin væru hlutlaus en það væri ekki gott að til átaka hefðu komið þar sem Bandaríkin hafi átt í góðu samstarfi með báðum aðilum. Aðgerðir Íraka voru studdar af yfirvöldum í Tyrklandi og í Íran. Stórir hópar Kúrda búa í öllum ríkjunum auk Sýrlands.Án ríkis í hundrað árVið lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Kúrdar beittir þrýstingi Yfirvöld Írak, Tyrklandi og Íran vilja að Kúrdar felli niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstætt ríki Kúrda úr gildi. 29. september 2017 13:16 Írakar handtaka háttsetta Kúrda Dómstóll í Írak fyrirskipaði í gær handtökur embættismanna Kúrda sem skipulögðu kosningar um stofnun sjálfstæðs ríkis írakskra Kúrda í september. BBC segir um að ræða meðlimi kjörstjórnar. 12. október 2017 06:00 Niðurstöður kosninga um sjálfstæði verði gerðar ógildar Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fór í gær fram á að yfirvöld í Íraska Kúrdistan ógiltu niðurstöður nýafstaðinna kosninga um sjálfstæði svæðisins. Kosið var á mánudag og greiddu 92 prósent kjósenda með því að lýsa yfir sjálfstæði en kjörsókn var rúm sjötíu prósent. 28. september 2017 06:00 Írakska hernum og Kúrdum lýstur saman Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin. 16. október 2017 06:42 Abadi heitir því að ná tökum á Kúrdistan Írakska þingið hefur beðið forsætisráðherrann að senda hermenn til Kirkuk, sem er undir stjórn Kúrda. 27. september 2017 14:00 Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Írakski herinn er nú með stjórn á borginni Kirkuk eftir sókn gegn Kúrdum sem hófst í gærkvöldi. Ekki er vitað hvort einhver hafi látið lífið og þá hve margir en yfirvöld í Baghdad segja að Peshmerga-sveitir og aðrar vopnaðar sveitir Kúrda hafi hörfað án átaka. Það er þó ljóst að til bardaga kom sunnan við borgina og munu einhverjir hafa fallið þar samkvæmt frétt Reuters.Undanhald Kúrda hefur leitt til deilna á milli tveggja helstu fylkinga þeirra í Írak, KDP og PUK. Yfirstjórn Peshmerga-sveitanna hefur samkvæmt BBC sakað PUK-liða um að hafa svikið íbúa Kúrdistan. PUK-liðar segja hins vegar að þeir hafi ekki fyrirskipað undanhald og að tugir meðlima þeirra hafi dáið og særst. Það hafi hins vegar enginn meðlimur Peshmerga-sveitanna gert.Kúrdar tóku yfir stjórn Kirkuk eftir að írakski herinn flúði undan skyndisókn Íslamska ríkisins sumarið 2014. Peshmerga-sveitir Kúrda ráku ISIS-liða svo frá borginni og nærliggjandi svæðum. Stórar olíulindir eru umhverfis borgina en tekjurnar þaðan hafa reynst Kúrdum mikilvægar á undanförnum árum. Ekki er vitað hvort og þá hvenær írakski herinn mun reyna að ná tökum á olíulindunum. Þrjár vikur eru síðan atkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Írak var haldin á sjálfstjórnarsvæði Kúrda og í Kirkuk. Leiðtogar Írak hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna. Þúsundir Kúrda flúðu frá Kirkuk í dag af ótta við hefndaraðgerðir. Bandaríkin hafa kallað eftir ró á svæðinu og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nú í kvöld að Bandaríkin væru hlutlaus en það væri ekki gott að til átaka hefðu komið þar sem Bandaríkin hafi átt í góðu samstarfi með báðum aðilum. Aðgerðir Íraka voru studdar af yfirvöldum í Tyrklandi og í Íran. Stórir hópar Kúrda búa í öllum ríkjunum auk Sýrlands.Án ríkis í hundrað árVið lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrk landi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Kúrdar beittir þrýstingi Yfirvöld Írak, Tyrklandi og Íran vilja að Kúrdar felli niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstætt ríki Kúrda úr gildi. 29. september 2017 13:16 Írakar handtaka háttsetta Kúrda Dómstóll í Írak fyrirskipaði í gær handtökur embættismanna Kúrda sem skipulögðu kosningar um stofnun sjálfstæðs ríkis írakskra Kúrda í september. BBC segir um að ræða meðlimi kjörstjórnar. 12. október 2017 06:00 Niðurstöður kosninga um sjálfstæði verði gerðar ógildar Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fór í gær fram á að yfirvöld í Íraska Kúrdistan ógiltu niðurstöður nýafstaðinna kosninga um sjálfstæði svæðisins. Kosið var á mánudag og greiddu 92 prósent kjósenda með því að lýsa yfir sjálfstæði en kjörsókn var rúm sjötíu prósent. 28. september 2017 06:00 Írakska hernum og Kúrdum lýstur saman Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin. 16. október 2017 06:42 Abadi heitir því að ná tökum á Kúrdistan Írakska þingið hefur beðið forsætisráðherrann að senda hermenn til Kirkuk, sem er undir stjórn Kúrda. 27. september 2017 14:00 Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Kúrdar beittir þrýstingi Yfirvöld Írak, Tyrklandi og Íran vilja að Kúrdar felli niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstætt ríki Kúrda úr gildi. 29. september 2017 13:16
Írakar handtaka háttsetta Kúrda Dómstóll í Írak fyrirskipaði í gær handtökur embættismanna Kúrda sem skipulögðu kosningar um stofnun sjálfstæðs ríkis írakskra Kúrda í september. BBC segir um að ræða meðlimi kjörstjórnar. 12. október 2017 06:00
Niðurstöður kosninga um sjálfstæði verði gerðar ógildar Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, fór í gær fram á að yfirvöld í Íraska Kúrdistan ógiltu niðurstöður nýafstaðinna kosninga um sjálfstæði svæðisins. Kosið var á mánudag og greiddu 92 prósent kjósenda með því að lýsa yfir sjálfstæði en kjörsókn var rúm sjötíu prósent. 28. september 2017 06:00
Írakska hernum og Kúrdum lýstur saman Bardagar geisa nú í Kirkuk-héraði í Írak eftir að stjórnvöld í höfuðborginni Bagdad sendu herlið gegn Kúrdum sem hafa haft héraðið á valdi sínu síðustu misserin. 16. október 2017 06:42
Abadi heitir því að ná tökum á Kúrdistan Írakska þingið hefur beðið forsætisráðherrann að senda hermenn til Kirkuk, sem er undir stjórn Kúrda. 27. september 2017 14:00
Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00