Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2017 06:00 Íraskur Kúrdi slappar af daginn eftir kjördag. Mögulegt er að hann hafi kosið með sjálfstæði á mánudag líkt og 90 prósent Kúrda. vísir/afp Kosningarnar um sjálfstæði íraskra Kúrda sem haldnar voru á mánudag eru svik og gætu orðið til þess að þjóðflokkurinn svelti. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Kosningarnar voru haldnar í óþökk Íraksstjórnar sem og flestra bandamanna hennar í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, þar með talin eru Bandaríkin og Tyrkland. Einungis höfðu um tíu prósent atkvæða verið talin í gær. Þá benti allt til yfirgnæfandi sigurs sjálfstæðissinna enda var hakað við já á 93,29 prósentum talinna kjörseðla. Kjörsókn er sögð um 72 prósent. Passar það ágætlega við yfirlýsta stefnu flokka á héraðsþingi Íraska Kúrdistan. Þar hafa tveir flokkar lagst gegn sjálfstæði með samanlagt þrjá þingmenn. Hins vegar styðja tólf flokkar sjálfstæði með samanlagt 105 þingmenn. Fjöldi Kúrda býr einnig í Tyrklandi og hafa þeir lengi deilt við yfirvöld í Tyrklandi. Erdogan var því harðorður í garð íraskra Kúrda í gær. Sagði hann að allar mögulegar aðgerðir, hernaðarlegar jafnt sem efnahagslegar, kæmu til greina til að tryggja öryggi Tyrkja.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.vísir/epaTyrklandsforseti hafði áður hótað því að koma í veg fyrir olíuflutninga Kúrda sem og að skera á alla birgðaflutninga til Íraska Kúrdistan frá Tyrklandi. Það gæti leitt til þess að íraskir Kúrdar myndu svelta. „Ákvörðunin um að halda þessar kosningar, sem var tekin án samráðs, telst til svika,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í forsetahöllinni í Ankara í gær. Leiðtogar íraskra Kúrda hafa þó sagt að þótt meirihluti kjósi með sjálfstæði myndi það ekki þýða tafarlausa sjálfstæðisyfirlýsingu. Það myndi einungis veita umræddum leiðtogum umboð til að hefja viðræður við yfirvöld í Írak og nærliggjandi ríkjum. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, hefur hins vegar útilokað möguleikann á slíkum viðræðum. „Við erum ekki tilbúin til að ræða um niðurstöður þessara kosninga af því þær standast ekki stjórnarskrána,“ sagði forsætisráðherrann á mánudagskvöld. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Kosningarnar um sjálfstæði íraskra Kúrda sem haldnar voru á mánudag eru svik og gætu orðið til þess að þjóðflokkurinn svelti. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Kosningarnar voru haldnar í óþökk Íraksstjórnar sem og flestra bandamanna hennar í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, þar með talin eru Bandaríkin og Tyrkland. Einungis höfðu um tíu prósent atkvæða verið talin í gær. Þá benti allt til yfirgnæfandi sigurs sjálfstæðissinna enda var hakað við já á 93,29 prósentum talinna kjörseðla. Kjörsókn er sögð um 72 prósent. Passar það ágætlega við yfirlýsta stefnu flokka á héraðsþingi Íraska Kúrdistan. Þar hafa tveir flokkar lagst gegn sjálfstæði með samanlagt þrjá þingmenn. Hins vegar styðja tólf flokkar sjálfstæði með samanlagt 105 þingmenn. Fjöldi Kúrda býr einnig í Tyrklandi og hafa þeir lengi deilt við yfirvöld í Tyrklandi. Erdogan var því harðorður í garð íraskra Kúrda í gær. Sagði hann að allar mögulegar aðgerðir, hernaðarlegar jafnt sem efnahagslegar, kæmu til greina til að tryggja öryggi Tyrkja.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.vísir/epaTyrklandsforseti hafði áður hótað því að koma í veg fyrir olíuflutninga Kúrda sem og að skera á alla birgðaflutninga til Íraska Kúrdistan frá Tyrklandi. Það gæti leitt til þess að íraskir Kúrdar myndu svelta. „Ákvörðunin um að halda þessar kosningar, sem var tekin án samráðs, telst til svika,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í forsetahöllinni í Ankara í gær. Leiðtogar íraskra Kúrda hafa þó sagt að þótt meirihluti kjósi með sjálfstæði myndi það ekki þýða tafarlausa sjálfstæðisyfirlýsingu. Það myndi einungis veita umræddum leiðtogum umboð til að hefja viðræður við yfirvöld í Írak og nærliggjandi ríkjum. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, hefur hins vegar útilokað möguleikann á slíkum viðræðum. „Við erum ekki tilbúin til að ræða um niðurstöður þessara kosninga af því þær standast ekki stjórnarskrána,“ sagði forsætisráðherrann á mánudagskvöld.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira