Þingmaður grét þegar hann ræddi Puerto Rico Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2017 07:53 Erfiðlega hefur gengið að keyra birgðum um götur og vegi Puerto Rico vegna skemmda og braks. Vísir/AFP Þingmaðurinn Luis V. Gutiérrez, einn fjögurra þingmanna Bandaríkjanna sem fæddist í Puerto Rico, brast í grát í viðtali í gærkvöldi. Þar var hann að ræða ástandið í Puerto Rico eftir fellibylinn Maria og viðbrögð stjórnvalda og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann sagði stjórnvöld hafa staðið sig „skammarlega“ við að aðstoða þær 3,4 milljónir Bandaríkjamanna sem búa í Puerto Rico. Eyðileggingin er mikil eftir Mariu og eru innviði eyjunnar í rúst. Minnst sextán létu lífið. Eftir að borgarstjóri San Juan gagnrýndi Trump opinberlega veittist hann að henni og öllum íbúum Puerto Rico á Twitter í gær. Hann sagði hana hafa sýnt lélega leiðtogahæfileika og að íbúar Puerto Rico vildu fá allt upp í hendurnar.Sjá einnig: Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar.Gutiérrez, sem er repúblikani, sagði að átta dögum eftir Mariu hefðu viðbragðsaðilar verið að láta fimm manna fjölskyldur hafa eina flösku af vatni og eina máltíð. „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð,“ sagði Gutiérrez við CNN.Rep. Luis Gutierrez: U.S. work on the ground in Puerto Rico is "disgraceful," inadequate response is costing lives https://t.co/yE2txd0l6d— OutFrontCNN (@OutFrontCNN) September 29, 2017 Trump hefur orðið fyrir gagnrýni vegna viðbragða ríkisstjórnar hans. Fyrstu fjóra dagana eftir að Maria skall á Puerto Rico, þann 20. september, heyrðist lítið frá Hvíta húsinu samkvæmt frétt Washington Post (sem mögulega þarf að greiða aðgang fyrir).Íbúar eyjunnar sem CNN ræddi við sögðu viðbrögð stjórnvalda hafa verið allt önnur þegar fellibyljirnir Harvey og Irma fóru yfir Texas og Flórída.Rúmlega ellefu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú sagðir vera í Puerto Rico við hjálparstörf og viðgerðir. Yfirvöld hafa nú lofað að koma 1,7 milljón máltíða og 2,5 milljón lítrum af vatni til Puerto Rico. Það hefur þó reynst erfitt að koma vörum frá höfnum og flugvöllum Puerto Rico þar sem vegir og önnur innviði eru illa farnir. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Þingmaðurinn Luis V. Gutiérrez, einn fjögurra þingmanna Bandaríkjanna sem fæddist í Puerto Rico, brast í grát í viðtali í gærkvöldi. Þar var hann að ræða ástandið í Puerto Rico eftir fellibylinn Maria og viðbrögð stjórnvalda og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann sagði stjórnvöld hafa staðið sig „skammarlega“ við að aðstoða þær 3,4 milljónir Bandaríkjamanna sem búa í Puerto Rico. Eyðileggingin er mikil eftir Mariu og eru innviði eyjunnar í rúst. Minnst sextán létu lífið. Eftir að borgarstjóri San Juan gagnrýndi Trump opinberlega veittist hann að henni og öllum íbúum Puerto Rico á Twitter í gær. Hann sagði hana hafa sýnt lélega leiðtogahæfileika og að íbúar Puerto Rico vildu fá allt upp í hendurnar.Sjá einnig: Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar.Gutiérrez, sem er repúblikani, sagði að átta dögum eftir Mariu hefðu viðbragðsaðilar verið að láta fimm manna fjölskyldur hafa eina flösku af vatni og eina máltíð. „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð,“ sagði Gutiérrez við CNN.Rep. Luis Gutierrez: U.S. work on the ground in Puerto Rico is "disgraceful," inadequate response is costing lives https://t.co/yE2txd0l6d— OutFrontCNN (@OutFrontCNN) September 29, 2017 Trump hefur orðið fyrir gagnrýni vegna viðbragða ríkisstjórnar hans. Fyrstu fjóra dagana eftir að Maria skall á Puerto Rico, þann 20. september, heyrðist lítið frá Hvíta húsinu samkvæmt frétt Washington Post (sem mögulega þarf að greiða aðgang fyrir).Íbúar eyjunnar sem CNN ræddi við sögðu viðbrögð stjórnvalda hafa verið allt önnur þegar fellibyljirnir Harvey og Irma fóru yfir Texas og Flórída.Rúmlega ellefu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú sagðir vera í Puerto Rico við hjálparstörf og viðgerðir. Yfirvöld hafa nú lofað að koma 1,7 milljón máltíða og 2,5 milljón lítrum af vatni til Puerto Rico. Það hefur þó reynst erfitt að koma vörum frá höfnum og flugvöllum Puerto Rico þar sem vegir og önnur innviði eru illa farnir.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira