Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. október 2017 21:00 761 særðist í átökum í Katalóníu á Spáni í dag þegar fólk reyndi að kjósa um sjálfstæði héraðsins. Spænska lögreglan hefur gengið hart fram gegn kjósendum, skotið gúmmískotum og notað kylfur. Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. Varað er við myndefni sem fylgir þessari frétt. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þó ekki eins margir og til stóð því spænska ríkisstjórnin sendi þúsundir lögreglumanna til héraðsins til að reyna koma í veg fyrir kosninguna þar sem stjórnlagadómstóll Spánar hefur dæmt kosningarnar ólögmætar.Lokaði kjörstað forsetans Spænska lögreglan hefur lokað rúmlega 300 kjörstöðum og reynt að fjarlægja kjörgögn víða. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem forseti Katalóníu, Carles Puigdemont, átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa. Í allan dag hafa verið hörð átök milli lögreglunnar og fólks sem safnaðist saman við kjörstaði en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa gengið hart gegn kjósendum og til að mynda skotið gúmmískotum að þeim og barið þá með kylfum til að aftra för þeirra á kjörstað. Yfir 760 manns eru slasaðir að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum héraðsins.Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna.Vísir/LaufeyRíkisstjórnin kennir forsetanum um atburði dagsins Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, hefur fordæmt aðgerðir lögreglunnar í héraðinu og segir beitingu ofbeldis vera óréttlætanlega. Spænka ríkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins og segir þá óskiljanlega og hafa skorað á Katalóna að hætta við atkvæðagreiðsluna sem þeir kalla „farsa“. Þá hefur lögreglan sagt lögreglumenn vera að verjast ógnunum og áreiti á meðan þeir sinni störfum sínum og framfylgi lögum.„Við erum í áfalli“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna þar sem hörðustu átökin hafa verið. Hún er hluti af kosningaeftirliti héraðsstjórnar Katalóníu. „Við erum í áfalli yfir þeim bara rosalega ofsafengnu viðbrögðum lögreglunnar sem hefur verið að ráðast hér á gamalmenni, börn og varnarlaust fólk sem hefur hreinlega staðið með hendurnar uppi, sungið og bara vill fá að kjósa,“ segir Birgitta. Óttast er að spænska lögreglan geri fleiri kjörkassa upptæka þegar kosningunni lýkur í kvöld klukkan 21. „Það segja allir: Franco er genginn aftur og bara við sem þjóð og Evrópusambandið við eigum að fordæma þetta strax,“ segir Birgitta en þjóðarleiðtogar víða hafa fordæmt ofbeldið og hvatt spænsk stjórnvöld til að láta af því. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira
761 særðist í átökum í Katalóníu á Spáni í dag þegar fólk reyndi að kjósa um sjálfstæði héraðsins. Spænska lögreglan hefur gengið hart fram gegn kjósendum, skotið gúmmískotum og notað kylfur. Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. Varað er við myndefni sem fylgir þessari frétt. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þó ekki eins margir og til stóð því spænska ríkisstjórnin sendi þúsundir lögreglumanna til héraðsins til að reyna koma í veg fyrir kosninguna þar sem stjórnlagadómstóll Spánar hefur dæmt kosningarnar ólögmætar.Lokaði kjörstað forsetans Spænska lögreglan hefur lokað rúmlega 300 kjörstöðum og reynt að fjarlægja kjörgögn víða. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem forseti Katalóníu, Carles Puigdemont, átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa. Í allan dag hafa verið hörð átök milli lögreglunnar og fólks sem safnaðist saman við kjörstaði en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa gengið hart gegn kjósendum og til að mynda skotið gúmmískotum að þeim og barið þá með kylfum til að aftra för þeirra á kjörstað. Yfir 760 manns eru slasaðir að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum héraðsins.Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna.Vísir/LaufeyRíkisstjórnin kennir forsetanum um atburði dagsins Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, hefur fordæmt aðgerðir lögreglunnar í héraðinu og segir beitingu ofbeldis vera óréttlætanlega. Spænka ríkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins og segir þá óskiljanlega og hafa skorað á Katalóna að hætta við atkvæðagreiðsluna sem þeir kalla „farsa“. Þá hefur lögreglan sagt lögreglumenn vera að verjast ógnunum og áreiti á meðan þeir sinni störfum sínum og framfylgi lögum.„Við erum í áfalli“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna þar sem hörðustu átökin hafa verið. Hún er hluti af kosningaeftirliti héraðsstjórnar Katalóníu. „Við erum í áfalli yfir þeim bara rosalega ofsafengnu viðbrögðum lögreglunnar sem hefur verið að ráðast hér á gamalmenni, börn og varnarlaust fólk sem hefur hreinlega staðið með hendurnar uppi, sungið og bara vill fá að kjósa,“ segir Birgitta. Óttast er að spænska lögreglan geri fleiri kjörkassa upptæka þegar kosningunni lýkur í kvöld klukkan 21. „Það segja allir: Franco er genginn aftur og bara við sem þjóð og Evrópusambandið við eigum að fordæma þetta strax,“ segir Birgitta en þjóðarleiðtogar víða hafa fordæmt ofbeldið og hvatt spænsk stjórnvöld til að láta af því.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira
Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33
Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15
Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45