Erlent

Fá Nóbelsverðlaunin fyrir að finna þyngdarbylgjur Einstein

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísindamaðurinn Kip Thorne er einn þeirra sem hlaut nóbelsverðlaunin í dag.
Vísindamaðurinn Kip Thorne er einn þeirra sem hlaut nóbelsverðlaunin í dag. Vísir/EPA

Bandarísku vísindamennirnir Rainer Weiss, Barry Barish og Kip Thorne hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði. Verðlaunin hljóta þeir fyrir framlag þeirra til smíði á mælitækjum sem námu þyngdarbylgjur sem og rannsókna á þeim.

Vísindamenn fundu í fyrsta sinn þyngdarbylgjur á síðasta ári. Markaði það tímamót í stjarnvísindum og áttu þremenningarnir stóran þátt í því að þyngdarbylgjurnar fundust en Albert Einstein spáði fyrstur fyrir um tilvist þyngdarbylgja fyrir um 100 árum síðan.

Sjá einnig: Vísindamenn finna þyngdarbylgjur sem markar tímamót í stjarnvísindum

Í rökstuðningi Nóbelnefndarinnar segir að uppgötvunin „opni nýja og óséða heima“ auk þess sem að „fjöldi uppgötvunina“ bíði þeirra sem haldi áfram rannsóknum á þyngdarbylgjum.Weiss, Barish og Thorne voru aðalsprauturnar í smíði á víxlunarnemum sem innihalda leysigeisla og voru þessi tæki nýtt til að nema þyngdarbylgjurnar.  Weiss fær helming verðlaunafésins, en þeir Barish og Thorne skipta því sem eftir er á milli sín. Verðlaunaféð er níu milljónir sænskra króna, um um 115 milljónir íslenskra króna.

Nánar má lesa um þyngdarbylgjur á Vísindavefnum auk þess sem að skýringarmyndband um mælitæki þau sem námu þyngdarbylgjurnar má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Gullöld á næsta leiti

Árið 2016 var glæsilegt í vísindasögunni og gullöld erfðavísinda á næsta leiti. Á árinu fæddist til að mynda drengur sem á þrjá foreldra. Hvað skyldi árið 2017 bera í skauti sér?

Námu þyngdarbylgjur frá samruna tveggja svarthola

Merk tímamót urðu í stjarnvísindum í gær þegar vísindamenn í Bandaríkjunum skýrðu frá því að þyngdarbylgjur hefðu greinst í fyrsta sinn. Albert Einstein spáði um tilvist þyngdarbylgja fyrir nærri hundrað árum.

Þyngdarbylgjur á mannamáli

Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnuáhugamaður útskýrði uppgötvun gærdagsins á mannamáli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.