Erlent

Bátur flóttamanna sökk á leiðinni til Bangladess

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill fólksflótti Rohingja hefur verið frá Rakhine-héraði í Mjanmar og yfir til Bangladess.
Mikill fólksflótti Rohingja hefur verið frá Rakhine-héraði í Mjanmar og yfir til Bangladess. Vísir/AFP
Að minnsta kosti tólf eru látnir, þar af tíu börn, og fjölmargra er saknað eftir að bátur sem var að ferja flóttamenn sökk á leið sinni frá Mjanmar til Bangladess.

BBC greinir frá því að óttast sé að allt að hundrað manns hafi verið um borð í yfirfullum bátnum en björgunarstörf eru enn í gangi.

Tugir Rohingja-múslima hafa þegar farist á þessari leið en fólkið er að flýja ofsóknir stjórnarhersins í Mjanmar sem á móti segist vera að berjast við hryðjuverkamenn.

Mikill fólksflótti Rohingja hefur verið frá Rakhine-héraði í Mjanmar og yfir til Bangladess og er áætlað að rúmlega hálf milljón manna hafi lagst á flótta. Flestir fara landleiðina en margir freista þess að sjóleiðina meðfram strandlengjunni.


Tengdar fréttir

Fresta heimsókn til Mjanmar um viku

Yfirvöld í Mjanmar hafa frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til Rakhine-héraðs. Frá þessu greindi talsmaður SÞ í Mjanmar í samtali við BBC í gær.

Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta

Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×