Oxford-háskóli fjarlægir málverk af Aung San Suu Kyi Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 30. september 2017 16:52 Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar. vísir/getty Oxford-háskóli hefur fjarlægt málverk af Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma (nú Mjanmar), en verkið prýddi vegg í einni af byggingum skólans. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er aðgerðarleysi Aung San Suu Kyi gagnvart hörmulegri meðferð búrmískra hersins í garð Rohingja-múslima sem hafa í kjölfarið flúið í tugþúsundatali yfir landamærin til Bangladess. Afskiptaleysi Aung San Suu Kyi hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af alþjóðlegum mannréttindasamtökum. Sjá einnig: Tugir Rohingja hafa drukknað á flóttaAung San Suu Kyi var nemi við Oxford-háskóla á árunum 1964 til 1967 en hún lauk þaðan bakkalársgráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hún ruddi braut lýðræðissinna í Búrma á síðari hluta níunda áratugarins og leiddi stjórnmálaflokk sinn til sigurs í þingkosningum árið 1990. Suu Kyi var undir miklum áhrifum frá hugsjónum Mahatma Gandhi, fordæmdi ofbeldi og lagði áherslu á friðsamlegar lausnir í ágreiningsmálum. Suu Kyi sat í stofufangelsi í fimmtán ár og hlaut á því tímabili friðarverðlaun Nóbels. Stúdentablað Oxford-háskóla, The Swan, greindi frá því að málverkið af Aung San Suu Kyi hefði verið tekið niður á fimmtudaginn og að fyllt hefði verið upp í skarðið með málverki eftir Yoshihiro Takada. Að sögn Benjamin Jones, talsmanns háskólans, hefur málverkinu af Suu Kyi verið komið fyrir á öruggum stað og mun myndin eftir Takada prýða vegginn tímabundið. Tengdar fréttir Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Suu Kyi hvött til að grípa í taumana Tæp 90.000 manns sem tilheyra rohingjaættbálkinum hafa flúið ofsóknir í Búrma yfir landamærin til Bangladess. 4. september 2017 17:55 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Oxford-háskóli hefur fjarlægt málverk af Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma (nú Mjanmar), en verkið prýddi vegg í einni af byggingum skólans. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er aðgerðarleysi Aung San Suu Kyi gagnvart hörmulegri meðferð búrmískra hersins í garð Rohingja-múslima sem hafa í kjölfarið flúið í tugþúsundatali yfir landamærin til Bangladess. Afskiptaleysi Aung San Suu Kyi hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af alþjóðlegum mannréttindasamtökum. Sjá einnig: Tugir Rohingja hafa drukknað á flóttaAung San Suu Kyi var nemi við Oxford-háskóla á árunum 1964 til 1967 en hún lauk þaðan bakkalársgráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hún ruddi braut lýðræðissinna í Búrma á síðari hluta níunda áratugarins og leiddi stjórnmálaflokk sinn til sigurs í þingkosningum árið 1990. Suu Kyi var undir miklum áhrifum frá hugsjónum Mahatma Gandhi, fordæmdi ofbeldi og lagði áherslu á friðsamlegar lausnir í ágreiningsmálum. Suu Kyi sat í stofufangelsi í fimmtán ár og hlaut á því tímabili friðarverðlaun Nóbels. Stúdentablað Oxford-háskóla, The Swan, greindi frá því að málverkið af Aung San Suu Kyi hefði verið tekið niður á fimmtudaginn og að fyllt hefði verið upp í skarðið með málverki eftir Yoshihiro Takada. Að sögn Benjamin Jones, talsmanns háskólans, hefur málverkinu af Suu Kyi verið komið fyrir á öruggum stað og mun myndin eftir Takada prýða vegginn tímabundið.
Tengdar fréttir Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Suu Kyi hvött til að grípa í taumana Tæp 90.000 manns sem tilheyra rohingjaættbálkinum hafa flúið ofsóknir í Búrma yfir landamærin til Bangladess. 4. september 2017 17:55 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10
Suu Kyi hvött til að grípa í taumana Tæp 90.000 manns sem tilheyra rohingjaættbálkinum hafa flúið ofsóknir í Búrma yfir landamærin til Bangladess. 4. september 2017 17:55