Kominn úr frystikistunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2017 06:30 Óvænta hetjan Oumar Niasse fagnar sigurmarki sínu gegn Bournemouth. Senegalinn skoraði bæði mörk Everton í leiknum. vísir/getty Eftir fjóra deildarleiki án sigurs og þrjá deildarleiki án marks án marks náði Everton í þrjú gríðarlega mikilvæg stig gegn Bournemouth á Goodison Park á laugardag. Hetja Everton kom úr óvæntri átt, í raun úr frystikistunni. Oumar Niasse kom inn á sem varamaður fyrir Wayne Rooney í upphafi seinni hálfleiks og á 77. mínútu jafnaði hann metin í 1-1 eftir sendingu frá öðrum varamanni, Tom Davies. Fimm mínútum síðar skoraði Niasse sigurmark Everton með skalla af stuttu færi. Ótrúleg innkoma hjá Senegalanum og þrátt fyrir að hafa aðeins spilað tvo leiki er hann annar af tveimur markahæstu leikmönnum Everton á tímabilinu. Það er kaldhæðni örlaganna að Niasse sé að bjarga andliti Ronalds Koeman sem vildi fyrir ekki svo löngu ekkert með hann hafa. „Staðan er allt önnur eftir sigurinn. Það eru lykilaugnablik á tímabili og þetta er stór sigur sem gefur öllum byr undir báða vængi. Ég vil hrósa leikmönnunum, Niasse og Davies. Þeir gerðu vel eftir erfiðan tíma,“ sagði Koeman eftir leikinn. Hollendingurinn virkaði hálf skömmustulegur í viðtölum eftir leikinn og var ekki tilbúinn að kvitta undir að Niasse væri kominn til að vera í leikmannahópi Everton. Bítlaborgarliðið keypti Niasse frá Lokomotiv Moskvu á 13,5 milljónir punda í byrjun síðasta árs. Senegalinn spilaði aðeins fimm leiki á fyrsta tímabilinu og staða hans þrengdist enn frekar þegar Koeman tók við. Eftir að hafa spilað einn hálfleik á undirbúningstímabilinu tjáði Koeman Niasse að hann hefði ekki not fyrir hann. Niasse fékk ekki treyjunúmer, var skipað að æfa með varaliðinu og var ekki einu sinni aðgang að skáp í búningsklefa þess. Niasse fór á láni til Hull City um mitt síðasta tímabil og gerði ágæta hluti. Sem kunnugt er byrjaði Everton þetta tímabil skelfilega og virtist fyrirmunað að skora. Koeman keypti fullt af leikmönnum í sumar en fyllti ekki skarðið sem Romelu Lukaku skildi eftir sig. Koeman var orðinn það örvæntingarfullur að hann kyngdi stoltinu og hóaði í Niasse sem þakkaði traustið með tveimur mörkum í 3-0 sigri á Sunderland í deildabikarnum á miðvikudaginn. Í stöðunni 0-1 í leiknum gegn Bournemouth veðjaði Koeman aftur á Niasse sem dró Everton-liðið að landi. Það skyldi aldrei vera að maðurinn sem var jaðarsettur og niðurlægður af Koeman bjargi starfi hans og keyri tímabilið hjá Everton í gang. Enski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira
Eftir fjóra deildarleiki án sigurs og þrjá deildarleiki án marks án marks náði Everton í þrjú gríðarlega mikilvæg stig gegn Bournemouth á Goodison Park á laugardag. Hetja Everton kom úr óvæntri átt, í raun úr frystikistunni. Oumar Niasse kom inn á sem varamaður fyrir Wayne Rooney í upphafi seinni hálfleiks og á 77. mínútu jafnaði hann metin í 1-1 eftir sendingu frá öðrum varamanni, Tom Davies. Fimm mínútum síðar skoraði Niasse sigurmark Everton með skalla af stuttu færi. Ótrúleg innkoma hjá Senegalanum og þrátt fyrir að hafa aðeins spilað tvo leiki er hann annar af tveimur markahæstu leikmönnum Everton á tímabilinu. Það er kaldhæðni örlaganna að Niasse sé að bjarga andliti Ronalds Koeman sem vildi fyrir ekki svo löngu ekkert með hann hafa. „Staðan er allt önnur eftir sigurinn. Það eru lykilaugnablik á tímabili og þetta er stór sigur sem gefur öllum byr undir báða vængi. Ég vil hrósa leikmönnunum, Niasse og Davies. Þeir gerðu vel eftir erfiðan tíma,“ sagði Koeman eftir leikinn. Hollendingurinn virkaði hálf skömmustulegur í viðtölum eftir leikinn og var ekki tilbúinn að kvitta undir að Niasse væri kominn til að vera í leikmannahópi Everton. Bítlaborgarliðið keypti Niasse frá Lokomotiv Moskvu á 13,5 milljónir punda í byrjun síðasta árs. Senegalinn spilaði aðeins fimm leiki á fyrsta tímabilinu og staða hans þrengdist enn frekar þegar Koeman tók við. Eftir að hafa spilað einn hálfleik á undirbúningstímabilinu tjáði Koeman Niasse að hann hefði ekki not fyrir hann. Niasse fékk ekki treyjunúmer, var skipað að æfa með varaliðinu og var ekki einu sinni aðgang að skáp í búningsklefa þess. Niasse fór á láni til Hull City um mitt síðasta tímabil og gerði ágæta hluti. Sem kunnugt er byrjaði Everton þetta tímabil skelfilega og virtist fyrirmunað að skora. Koeman keypti fullt af leikmönnum í sumar en fyllti ekki skarðið sem Romelu Lukaku skildi eftir sig. Koeman var orðinn það örvæntingarfullur að hann kyngdi stoltinu og hóaði í Niasse sem þakkaði traustið með tveimur mörkum í 3-0 sigri á Sunderland í deildabikarnum á miðvikudaginn. Í stöðunni 0-1 í leiknum gegn Bournemouth veðjaði Koeman aftur á Niasse sem dró Everton-liðið að landi. Það skyldi aldrei vera að maðurinn sem var jaðarsettur og niðurlægður af Koeman bjargi starfi hans og keyri tímabilið hjá Everton í gang.
Enski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Fleiri fréttir Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Sjá meira