Einn besti erlendi leikmaðurinn í Pepsi deildinni vill verða Íslendingur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2017 12:00 Cloe Lacasse fagnar bikarmeistaratitlinum með félögum sínum í ÍBV-liðinu. Vísir/Ernir Cloe Lacasse hefur spilað frábærlega með ÍBV liðinu undanfarin þrjú tímabil og hjálpaði Eyjaliðinu að vinna bikarinn í sumar. Nú vill einn besti leikmaðurinn í Pepsi deildinni verða Íslendingur. Cloe sagðist í viðtali vefsíðuna fotbolti.net hafa áhuga á að sækja um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef verið að skoða þann möguleika að sækja um Íslenskan ríkisborgararétt, það hafa mörg skref verið tekin en þetta er langt og flókið ferli. Ég vil byrja á umsóknarferlinu sem fyrst og ég vona að á næsta ári að möguleikinn á að verða Íslendingur verði að veruleika," sagði Cloe við Fótbolta.net. Cloe Lacasse er með 13 mörk í 15 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hefur alls skorað 33 mörk fyrir ÍBV í efstu deild á þessum þremur tímabilum. Þegar ÍBV vann bikarinn á dögunum þá skoraði hún og lagði upp mark í úrslitaleiknum. ÍBV skoraði síðan sigurmarkið úr vítaspyrnu sem hún fiskaði. Cloe segist elska að vera á Íslandi og hún hefur verið dugleg að ferðast um landið. Hún segir vera orðin Eyjakona. „Fólk heldur að það sé erfitt fyrir útlending að aðlagast lífinu í Vestmannaeyjum því hún er lítil og einangruð. Hinsvegar hefur tíminn minn þar verið ótrúlegur, þú byrjar smátt og smátt að þekkja heimamennina og áður en þú veist af ertu orðinn ein af þeim, ég alla vega lít á mig sem eina af þeim," segir Cloe í fyrrnefndu viðtali. Cloe segir ennfremur að það yrði mikill heiður fyrir sig að fá tækifæri að spila með íslenska landsliðinu fái hún íslenskan ríkisborgararétt. Það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Cloe Lacasse hefur spilað frábærlega með ÍBV liðinu undanfarin þrjú tímabil og hjálpaði Eyjaliðinu að vinna bikarinn í sumar. Nú vill einn besti leikmaðurinn í Pepsi deildinni verða Íslendingur. Cloe sagðist í viðtali vefsíðuna fotbolti.net hafa áhuga á að sækja um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef verið að skoða þann möguleika að sækja um Íslenskan ríkisborgararétt, það hafa mörg skref verið tekin en þetta er langt og flókið ferli. Ég vil byrja á umsóknarferlinu sem fyrst og ég vona að á næsta ári að möguleikinn á að verða Íslendingur verði að veruleika," sagði Cloe við Fótbolta.net. Cloe Lacasse er með 13 mörk í 15 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hefur alls skorað 33 mörk fyrir ÍBV í efstu deild á þessum þremur tímabilum. Þegar ÍBV vann bikarinn á dögunum þá skoraði hún og lagði upp mark í úrslitaleiknum. ÍBV skoraði síðan sigurmarkið úr vítaspyrnu sem hún fiskaði. Cloe segist elska að vera á Íslandi og hún hefur verið dugleg að ferðast um landið. Hún segir vera orðin Eyjakona. „Fólk heldur að það sé erfitt fyrir útlending að aðlagast lífinu í Vestmannaeyjum því hún er lítil og einangruð. Hinsvegar hefur tíminn minn þar verið ótrúlegur, þú byrjar smátt og smátt að þekkja heimamennina og áður en þú veist af ertu orðinn ein af þeim, ég alla vega lít á mig sem eina af þeim," segir Cloe í fyrrnefndu viðtali. Cloe segir ennfremur að það yrði mikill heiður fyrir sig að fá tækifæri að spila með íslenska landsliðinu fái hún íslenskan ríkisborgararétt. Það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira