Segja son sinn hafa spangólað og gefið frá sér ómanneskjuleg hljóð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2017 08:43 Otto Warmbier var í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu í sautján mánuði. vísir/epa Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. Þau segja Norður-Kóreumenn vera hryðjuverkamenn en Warmbier var handtekinn í janúar 2016 fyrir að stela skilti á hóteli. Warmbier var látinn laus úr haldi í júní síðastliðnum. Nokkrum dögum eftir að hann kom heim til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu lést hann en hann hafði verið í dái síðan í mars á þessu ári. Norður-Kóreumenn hafa alltaf þvertekið fyrir að hafa pyntað Warmbier. Yfirvöld í landinu segja að hann hafi orðið fyrir bótúlíneitrun en læknar hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun.Sjá einnig:Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Foreldrar Warmbier komu í sitt fyrsta viðtal eftir að sonur þeirra lést á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Þau sögðu að tími væri kominn til að segja sannleikann um ástandið sem Warmbier var í þegar hann kom heim frá Norður-Kóreu. Þau sögðu ekki sanngjarnt að segja að hann hafi verið í dái. „Hann hreyfði sig og sveiflaðist kröftuglega til á meðan hann spangólaði og gaf frá sér ómanneskjuleg hljóð,“ sagði faðir Warmbier.Blindur og heyrnarlaus með afmyndaða fætur Það var búið að raka af syni þeirra allt hárið, hann var blindur og heyrnarlaus, fætur hans voru orðnir afmyndaðir auk þess sem hann var með stórt ör á öðrum fótleggnum. „Síðan var eins og einhver hefði tekið tvær tangir og endurraðað tönnunum í neðri góm hans. [...] Otto var skipulega pyntaður og særður af ásettu ráði af Kim og stjórn hans. Þetta var ekkert slys,“ sagði faðir hans. Móðir Warmbier sagði að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sent hann heim því þau vildu ekki að hann myndi deyja þar. Þá kvaðst hún hafa synjað því að krufning færi fram á líki Warmbier því hún og faðir hans töldu að sonur þeirra hefði þurft að ganga í gegnum nóg. Þá vildi hún ekki sleppa honum úr augsýn. Í umfjöllun BBC um viðtalið kemur fram að dagblaðið The Cincinnati Enquirer hafi rætt við dánardómstjóri Warmbier í kjölfar viðtalsins við foreldra hans.Blaðið vitnar í skýrslu dómstjórans þar sem kemur fram að við skoðun á líkinu hafi fundist nokkur ör á líkamanum en ekkert sem benti til pyntinga. Þá segir dómstjórinn að tennur Warmbier hafi verið í góðu lagi og að hann hafi dáið af völdum súrefnisskorts til heilans. Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. Þau segja Norður-Kóreumenn vera hryðjuverkamenn en Warmbier var handtekinn í janúar 2016 fyrir að stela skilti á hóteli. Warmbier var látinn laus úr haldi í júní síðastliðnum. Nokkrum dögum eftir að hann kom heim til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu lést hann en hann hafði verið í dái síðan í mars á þessu ári. Norður-Kóreumenn hafa alltaf þvertekið fyrir að hafa pyntað Warmbier. Yfirvöld í landinu segja að hann hafi orðið fyrir bótúlíneitrun en læknar hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun.Sjá einnig:Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Foreldrar Warmbier komu í sitt fyrsta viðtal eftir að sonur þeirra lést á sjónvarpsstöðinni Fox í gær. Þau sögðu að tími væri kominn til að segja sannleikann um ástandið sem Warmbier var í þegar hann kom heim frá Norður-Kóreu. Þau sögðu ekki sanngjarnt að segja að hann hafi verið í dái. „Hann hreyfði sig og sveiflaðist kröftuglega til á meðan hann spangólaði og gaf frá sér ómanneskjuleg hljóð,“ sagði faðir Warmbier.Blindur og heyrnarlaus með afmyndaða fætur Það var búið að raka af syni þeirra allt hárið, hann var blindur og heyrnarlaus, fætur hans voru orðnir afmyndaðir auk þess sem hann var með stórt ör á öðrum fótleggnum. „Síðan var eins og einhver hefði tekið tvær tangir og endurraðað tönnunum í neðri góm hans. [...] Otto var skipulega pyntaður og særður af ásettu ráði af Kim og stjórn hans. Þetta var ekkert slys,“ sagði faðir hans. Móðir Warmbier sagði að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sent hann heim því þau vildu ekki að hann myndi deyja þar. Þá kvaðst hún hafa synjað því að krufning færi fram á líki Warmbier því hún og faðir hans töldu að sonur þeirra hefði þurft að ganga í gegnum nóg. Þá vildi hún ekki sleppa honum úr augsýn. Í umfjöllun BBC um viðtalið kemur fram að dagblaðið The Cincinnati Enquirer hafi rætt við dánardómstjóri Warmbier í kjölfar viðtalsins við foreldra hans.Blaðið vitnar í skýrslu dómstjórans þar sem kemur fram að við skoðun á líkinu hafi fundist nokkur ör á líkamanum en ekkert sem benti til pyntinga. Þá segir dómstjórinn að tennur Warmbier hafi verið í góðu lagi og að hann hafi dáið af völdum súrefnisskorts til heilans.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15
Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18
Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44