Erlent

Baghdadi stappar stálinu í vígamenn sína

Samúel Karl Ólason skrifar
Abu Bakr Al-Baghdadi í Mosul árið 2014.
Abu Bakr Al-Baghdadi í Mosul árið 2014. Vísir/AFP
Íslamska ríkið birti í dag hljóðupptöku af leiðtoga samtakanna Abu Bakr Al-Baghdadi. Þetta er í fyrsta sinn sem eitthvað heyrist í leiðtoganum í tæpt ár en ekki kemur fram hvenær hún var tekin upp. Þó nefnir hann hótanir Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna og Japan. Baghdadi er talinn vera í felum í eyðimörkinni á milli Sýrlands og Írak.

Fregnir hafa ítrekað borist af því að hann hafi verið felldur í loftárásum á undanförnu ári.



Síðast þegar heyrðist frá Baghdadi var sóknin gegn Mosul ný hafin og hvatti hann vígamenn sína til að berjast til hins síðasta gegn hinum vantrúuðu. Síðan þá hefur Mosul fallið í hendur stjórnarhers Írak og er ISIS á undanhaldi á fjölmörgum vígstöðvum.

Sjá einnig: Komið að endalokum kalífadæmisins



Í nýjustu upptöku Baghdadi stappar hann stálinu í vígamenn sína og segir tap landsvæðis ekki vera til marks um fall hryðjuverkasamtakanna. Hann segist viss um að blóðsúthellingar ISIS muni leiða til „falls harðstjóranna“.



Baghdadi endaði ræðu sína á því að baráttunni væri ekki lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×