Óhætt er að segja að umdeilt atvik hafi átt sér stað á Víkingsvellinum á sunnudaginn í jafntefli Víkings og Stjörnunnar.
Gestirnir úr Garðabænum voru mjög ósáttir við að síðara mark Víkings í leiknum fékk að standa. Töldu þeir brotið á markverðinum, Haraldi Björnssyni.
„Það er ekki hægt annað en að dæma á þetta og mistök hjá Gunnari Jarli í þessu atviki,“ sagði Hjörvar Hafliðason um markið.
Stjörnumenn jöfnuðu metin í lokin 2-2 en misstu af dýrmætum stigum í toppbaráttunni.
Umræðuna um markið, og markið sjálft, má sjá í spilaranum að ofan.
Pepsi-mörkin: Klárlega brotið á Haraldi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mest lesið



„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn



Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti

„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti
