Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2017 13:45 Bill Cassidy, Dean Heller, Lindsey Graham og Ron Johnson kynntu frumvarpið í síðustu viku. Vísir/Getty Önnur tilraun öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare, stendur nú yfir. Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Hægt er að segja að fyrri heilbrigðisfrumvörp repúblikana hafi dáið á skurðarborðinu þegar John McCain kaus gegn því helsta, á eftirminnilegan hátt.Sjá einnig: Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef. Frumvarpið sem er nú til umræðu var samið af þeim Lindsey Graham og Bill Cassidy. Það felur í sér að veita einstökum ríkjum mikið frelsi um hvernig fjármunum frá alríkinu yrði varið. Þá myndi frumvarpið meðal annars fella niður tryggingakerfi sem gengur undir nafninu Medicaid og snýr að því að tryggja aldraða, fatlaða og fátæka. Þar að auki myndi frumvarpið færa fjármuni frá þeim ríkjum sem notast frekar við Obamacare til ríkja sem notast lítið við kerfið. Í grunninn myndi frumvarpið taka peninga frá ríkjum þar sem demókratar eru við völd og færa þá til ríkja þar sem repúblikanar eru við völd. Það er ein af helstu ástæðunum fyrir því að þingmaðurinn Rand Paul er á móti frumvarpinu. „Ég held að þetta sé bara leikur þar sem repúblikanar taka peninga frá ríkjum demókrata. Hvað gerist ef demókratar komast svo til valda,“ sagði Paul.Nokkrir þingmenn eru, samkvæmt frétt Politico, ekki tilbúnir til að lýsa yfir stuðningi við frumvarpið og eru óákveðnir. Einungis tvær vikur eru til stefnu, þar sem þingreglur segja til um að ekki verði hægt að leggja fram frumvörp sem snúa að sköttum og fjárlögum ríkisins.Kjósa ekki fyrr en atkvæðin eru komin í hús Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans, segir þó að atkvæðagreiðsla fari ekki fram fyrr en búið sé að tryggja þau 50 atkvæði sem til þarf. Færi atkvæðagreiðslan 50-50 myndi Mike Pence, varaforseti, ráða úrslitum. Hann hefur lýst yfir stuðningi við allar tilraunir til að fella niður Obamacare, samkvæmt frétt Washington Post. Þegar flokknum mistókst að ganga frá Obamacare í júlí þótti það mjög vandræðalegt. Þingmenn flokksins og Donald Trump, forseti, hafa margsinnis lýst því yfir á undanförnum árum að nauðsynlegt væri að koma Obamacare fyrir kattarnef. Þá myndaðist ákveðin gjá á milli þingmanna og forsetans sem kenndi þingheiminum um hvernig fór.Skapar mikla óvissu Demókratar segja frumvarpið vera verra en fyrri tilraunir repúblikana til að fella niður Obamacare og hafa samtök lækna, sjúkrahúsa og sjúklinga nánast einróma lýst því yfir að þau séu á móti frumvarpinu og að það myndi leiða til þess að milljónir manna myndu missa sjúkratryggingar sínar.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, segir hin sjálfstæða stofnun Congressional Budget Office, sem er nokkurs konar ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, að ekki verði hægt að ljúka við mat á áhrifum frumvarpsins fyrir 30. september. Því er ljóst að mikil óvissa fylgir frumvarpinu og segja demókratar að það væri óeðlilegt að kjósa um frumvarpið áður en matsgerðinni lýkur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Önnur tilraun öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare, stendur nú yfir. Útlit er fyrir að John McCain muni mögulega aftur greiða úrslitaatkvæðið, en einungis tveir af 52 þingmönnum flokksins hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Hægt er að segja að fyrri heilbrigðisfrumvörp repúblikana hafi dáið á skurðarborðinu þegar John McCain kaus gegn því helsta, á eftirminnilegan hátt.Sjá einnig: Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef. Frumvarpið sem er nú til umræðu var samið af þeim Lindsey Graham og Bill Cassidy. Það felur í sér að veita einstökum ríkjum mikið frelsi um hvernig fjármunum frá alríkinu yrði varið. Þá myndi frumvarpið meðal annars fella niður tryggingakerfi sem gengur undir nafninu Medicaid og snýr að því að tryggja aldraða, fatlaða og fátæka. Þar að auki myndi frumvarpið færa fjármuni frá þeim ríkjum sem notast frekar við Obamacare til ríkja sem notast lítið við kerfið. Í grunninn myndi frumvarpið taka peninga frá ríkjum þar sem demókratar eru við völd og færa þá til ríkja þar sem repúblikanar eru við völd. Það er ein af helstu ástæðunum fyrir því að þingmaðurinn Rand Paul er á móti frumvarpinu. „Ég held að þetta sé bara leikur þar sem repúblikanar taka peninga frá ríkjum demókrata. Hvað gerist ef demókratar komast svo til valda,“ sagði Paul.Nokkrir þingmenn eru, samkvæmt frétt Politico, ekki tilbúnir til að lýsa yfir stuðningi við frumvarpið og eru óákveðnir. Einungis tvær vikur eru til stefnu, þar sem þingreglur segja til um að ekki verði hægt að leggja fram frumvörp sem snúa að sköttum og fjárlögum ríkisins.Kjósa ekki fyrr en atkvæðin eru komin í hús Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans, segir þó að atkvæðagreiðsla fari ekki fram fyrr en búið sé að tryggja þau 50 atkvæði sem til þarf. Færi atkvæðagreiðslan 50-50 myndi Mike Pence, varaforseti, ráða úrslitum. Hann hefur lýst yfir stuðningi við allar tilraunir til að fella niður Obamacare, samkvæmt frétt Washington Post. Þegar flokknum mistókst að ganga frá Obamacare í júlí þótti það mjög vandræðalegt. Þingmenn flokksins og Donald Trump, forseti, hafa margsinnis lýst því yfir á undanförnum árum að nauðsynlegt væri að koma Obamacare fyrir kattarnef. Þá myndaðist ákveðin gjá á milli þingmanna og forsetans sem kenndi þingheiminum um hvernig fór.Skapar mikla óvissu Demókratar segja frumvarpið vera verra en fyrri tilraunir repúblikana til að fella niður Obamacare og hafa samtök lækna, sjúkrahúsa og sjúklinga nánast einróma lýst því yfir að þau séu á móti frumvarpinu og að það myndi leiða til þess að milljónir manna myndu missa sjúkratryggingar sínar.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, segir hin sjálfstæða stofnun Congressional Budget Office, sem er nokkurs konar ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, að ekki verði hægt að ljúka við mat á áhrifum frumvarpsins fyrir 30. september. Því er ljóst að mikil óvissa fylgir frumvarpinu og segja demókratar að það væri óeðlilegt að kjósa um frumvarpið áður en matsgerðinni lýkur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45
Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59
Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00