Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2017 12:15 Donald Trump stendur á bakvið þá Mitch McConnell og þingmanninn Pat Roberts. Vísir/Getty Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur frestað atkvæðagreiðslu um umdeilt heilbrigðisfrumvarp vegna andstöðu flokksmanna sinna við frumvarpið. Útlit var fyrir að frumvarpinu hefði verið hafnað, hefði verið kosið um það nú í vikunni eins og til stóð. McConnell mun því nota tímann sem hann vann sér inn til að þjappa þingmönnum sínum saman. Til stendur að kjósa um frumvarpið eftir 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. „Við munum ekki kjósa um frumvarpið í þessari viku, en við erum enn að vinna að því að ná minnst 50 manns á þægilegan stað,“ er haft eftir McConnell á vef New York Times. Öldungaþingmenn repúblikana eru 52 á móti 48 þingmönnum demókrata. Samkvæmt hinni óháðu stofnun Congressional Budget Office, mun frumvarpið leiða til þess að 22 milljónir manna muni missa tryggingar sínar fyrir árið 2026. Þá er talið að frumvarpið muni koma verulega niður á öldruðu, veiku og fátæku fólki.Sjá einnig: Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Samkvæmt niðurstöðum CBO yrðu alls 49 milljónir manna án tryggingar í Bandaríkjunum árið 2026. Miðað við núverandi lög er áætlað að sú tala verði 28 milljónir. Úttektin leiddi til þess að einhverjir þingmönnum fannst niðurskurðurinn í frumvarpinu of mikill og aðrir neituðu að styðja það þar sem ekki væri gengið nægilega langt í niðurskurði. Minnst fimm þingmenn repúblikana lýstu yfir andstöðu sinni við frumvarpið.McConnell fundaði um stöðuna með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og öðrum þingmönnum í gær. Eftir fundinn sagði hann blaðamönnum að ef honum tækist ekki að þjappa sínu fólki saman, þyrfti hann að semja við Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans. „Þessu lýkur með tveimur mögulegum leiðum. Annað hvort munu repúblikanar vera sammála og breyta stöðunni, eða markaðirnir munu halda áfram að hrynja og við munum neyðast til að setja niður með Schumer. Mig grunar að allar viðræður við demókrata muni ekki innihalda þær breytingar sem við viljum gera.“Repúblikanar hafa barist gegn núverandi lögum um heilbrigðiskerfi og sjúkratryggingar Bandaríkjanna í um sjö ár. Fulltrúadeild þingsins samdi frumvarp og samþykkti naumlega fyrr á árinu, en repúblikanar í öldungadeildinni hafa breytt því mjög mikið og í raun skrifað nýtt. Það var opinberað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnt. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að hann myndi breyta kerfinu á fyrsta degi. Bæði frumvörpin sem hafa litið dagsins ljós síðan þá, eru ekki í samræmi við loforð forsetans. Eftir fundinn í gær sagði Trump að þingmennirnir væru mjög nærri því að tryggja þau atkvæði sem væru nauðsynleg. „Þetta verður frábært ef okkur tekst það,“ sagði Trump, samkvæmt Washington Post. „Ef okkur tekst það ekki, verður þetta eitthvað sem við munum ekki kunna vel við og það er í lagi. Ég skil það mjög vel.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur frestað atkvæðagreiðslu um umdeilt heilbrigðisfrumvarp vegna andstöðu flokksmanna sinna við frumvarpið. Útlit var fyrir að frumvarpinu hefði verið hafnað, hefði verið kosið um það nú í vikunni eins og til stóð. McConnell mun því nota tímann sem hann vann sér inn til að þjappa þingmönnum sínum saman. Til stendur að kjósa um frumvarpið eftir 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. „Við munum ekki kjósa um frumvarpið í þessari viku, en við erum enn að vinna að því að ná minnst 50 manns á þægilegan stað,“ er haft eftir McConnell á vef New York Times. Öldungaþingmenn repúblikana eru 52 á móti 48 þingmönnum demókrata. Samkvæmt hinni óháðu stofnun Congressional Budget Office, mun frumvarpið leiða til þess að 22 milljónir manna muni missa tryggingar sínar fyrir árið 2026. Þá er talið að frumvarpið muni koma verulega niður á öldruðu, veiku og fátæku fólki.Sjá einnig: Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Samkvæmt niðurstöðum CBO yrðu alls 49 milljónir manna án tryggingar í Bandaríkjunum árið 2026. Miðað við núverandi lög er áætlað að sú tala verði 28 milljónir. Úttektin leiddi til þess að einhverjir þingmönnum fannst niðurskurðurinn í frumvarpinu of mikill og aðrir neituðu að styðja það þar sem ekki væri gengið nægilega langt í niðurskurði. Minnst fimm þingmenn repúblikana lýstu yfir andstöðu sinni við frumvarpið.McConnell fundaði um stöðuna með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og öðrum þingmönnum í gær. Eftir fundinn sagði hann blaðamönnum að ef honum tækist ekki að þjappa sínu fólki saman, þyrfti hann að semja við Chuck Schumer, leiðtoga minnihlutans. „Þessu lýkur með tveimur mögulegum leiðum. Annað hvort munu repúblikanar vera sammála og breyta stöðunni, eða markaðirnir munu halda áfram að hrynja og við munum neyðast til að setja niður með Schumer. Mig grunar að allar viðræður við demókrata muni ekki innihalda þær breytingar sem við viljum gera.“Repúblikanar hafa barist gegn núverandi lögum um heilbrigðiskerfi og sjúkratryggingar Bandaríkjanna í um sjö ár. Fulltrúadeild þingsins samdi frumvarp og samþykkti naumlega fyrr á árinu, en repúblikanar í öldungadeildinni hafa breytt því mjög mikið og í raun skrifað nýtt. Það var opinberað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnt. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að hann myndi breyta kerfinu á fyrsta degi. Bæði frumvörpin sem hafa litið dagsins ljós síðan þá, eru ekki í samræmi við loforð forsetans. Eftir fundinn í gær sagði Trump að þingmennirnir væru mjög nærri því að tryggja þau atkvæði sem væru nauðsynleg. „Þetta verður frábært ef okkur tekst það,“ sagði Trump, samkvæmt Washington Post. „Ef okkur tekst það ekki, verður þetta eitthvað sem við munum ekki kunna vel við og það er í lagi. Ég skil það mjög vel.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira