Enski boltinn

Wenger: Vorum á eftir Lemar og Mbappe

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger rólegur sem fyrr á hliðarlínunni.
Wenger rólegur sem fyrr á hliðarlínunni. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfestir að Thomas Lemar, leikmaður Monaco, neitaði að ganga i raðir Arsenal í sumar. Einnig staðfesti Wenger að þeir hefðu haft áhuga á samherja Lemar, Kylian Mbappe.

„Já. Við báðum 100 milljónir evra í Lemar, en leikmaðurinn vildi vera áfram hjá Monaco,” sagði Wenger í samtali við Telefoot. En mun Wenger fara aftur eftir Lemar?

„Já. Við munum fara aftur á eftir honum.”

Kylian Mbappe, sem var samherji Lemar hjá Monaco áður en hann gekk í raðir PSG fyrir 166 milljónir punda, var einnig orðaður við Arsenal í sumar.

Mbappe er einungis 18 ára gamall, en Wenger hefur miklar mætur á Mbappe.

„Mbappe gæti orðið næsti Pele. Það eru engin takmörk á því hversu langt hann getur farið. Við vildum fá hann, en 180 milljónir evra er of mikið fyrir okkur,” sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×