Vodkaframleiðandi notfærir sér tengsl Trump við Rússland Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2017 15:43 Donald Trump Bandaríkjaforseti í garðinum fyrir utan Hvíta húsið í gær. Vísir/getty Vodkaframleiðandinn Smirnoff notfærir sér nú meint tengsl Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, við Rússland í nýrri auglýsingaherferð. Herferðin hefur aðeins verið gangsett í Bandaríkjunum en í henni sjást myndir af vodkaflösku frá fyrirtækinu ásamt textanum „Framleitt í Ameríku en við myndum glöð ræða tengsl okkar við Rússland, eiðsvarin.“Smirnoff's new ad campaign pic.twitter.com/IPEwbLJFlq— Robbie Gramer (@RobbieGramer) June 11, 2017 Smirnoff var stofnað í Moskvu, höfuðborg Rússlands, árið 1864 og er einn vinsælasti áfengisframleiðandi í heimi. Auglýsingin er vísun í rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og þingnefndum á tengslum forsetans við Rússa. Nýlega mætti fyrrverandi forstjóri FBI, James Comey, frammi fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar og lýsti þar samskiptum sínum við Trump eiðsvarinn. Samkvæmt Comey á forsetinn að hafa sagst vonast til að Comey myndi hætta rannsókn á tengslum Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, við Rússa. Comey varð ekki við þeirri beiðni og var rekinn skömmu síðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar öllum ásökunum Comey. Þá sagðist Trump í síðustu viku vera sjálfur tilbúinn til að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við Comey. Ljóst er að þessi atburðarás hefur veitt markaðsdeild vodkaframleiðandans Smirnoff innblástur. Donald Trump Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01 Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38 Trump segist tilbúinn að ræða samskipti sín við Comey eiðsvarinn Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist tilbúinn að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 9. júní 2017 20:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Vodkaframleiðandinn Smirnoff notfærir sér nú meint tengsl Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, við Rússland í nýrri auglýsingaherferð. Herferðin hefur aðeins verið gangsett í Bandaríkjunum en í henni sjást myndir af vodkaflösku frá fyrirtækinu ásamt textanum „Framleitt í Ameríku en við myndum glöð ræða tengsl okkar við Rússland, eiðsvarin.“Smirnoff's new ad campaign pic.twitter.com/IPEwbLJFlq— Robbie Gramer (@RobbieGramer) June 11, 2017 Smirnoff var stofnað í Moskvu, höfuðborg Rússlands, árið 1864 og er einn vinsælasti áfengisframleiðandi í heimi. Auglýsingin er vísun í rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og þingnefndum á tengslum forsetans við Rússa. Nýlega mætti fyrrverandi forstjóri FBI, James Comey, frammi fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar og lýsti þar samskiptum sínum við Trump eiðsvarinn. Samkvæmt Comey á forsetinn að hafa sagst vonast til að Comey myndi hætta rannsókn á tengslum Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, við Rússa. Comey varð ekki við þeirri beiðni og var rekinn skömmu síðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar öllum ásökunum Comey. Þá sagðist Trump í síðustu viku vera sjálfur tilbúinn til að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við Comey. Ljóst er að þessi atburðarás hefur veitt markaðsdeild vodkaframleiðandans Smirnoff innblástur.
Donald Trump Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01 Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38 Trump segist tilbúinn að ræða samskipti sín við Comey eiðsvarinn Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist tilbúinn að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 9. júní 2017 20:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32
Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01
Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. 13. júní 2017 12:38
Trump segist tilbúinn að ræða samskipti sín við Comey eiðsvarinn Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist tilbúinn að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 9. júní 2017 20:00