Erlent

Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag til að bregðast við vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Sessions tilkynnti þetta í bréfi til öldungadeildaþingmannsins Richard Shelby.

Hann sagði að ákvörðunin kæmi „í kjölfar vitnisburðar Comey.“

Donald Trump bandaríkjaforseti leysti Comey frá störfum í maí síðastliðnum þegar hann var að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust.

Comey kom fyrir þingnefndina á fimmtudag og þar sakaði hann Hvíta húsið um að ljúga um störf FBI. Hann sagði meðal annars að Sessions hafi óskað eftir því að komið yrði í veg fyrir öll bein samskipti milli hans og forsetans. Hann undraðist einnig á misvísandi útskýringum á brottrekstrinum.

Sessions lýsti því yfir í byrjun mars að hann myndi ekki koma nálægt rannsóknum er beindust að afskiptum Rússa eftir að greint var frá samskiptum hans við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak, í aðdraganda kosninganna.

Í vitnisburði sínum sagðist Comey ekki vita hvernig dómsmálaráðuneytið fari að því að tryggja að Sessions komi ekki nálægt rannsókninni.

„Það er mikilvægt að ég fái tækifæri á að ræða þessi málefni á viðeigandi vettvangi,“ sagði Sessions í bréfi sínu.


Tengdar fréttir

Sessions mun víkja frá rannsóknum á Rússum

Jeff Sessions er sagður hafa logið að öldungadeildarþingmönnum. Hann hitti sendiherra Rússa tvisvar á meðan kosningabarátta Trumps stóð yfir. Sessions neitar sök og segist aldrei hafa rætt við Rússa um kosningabaráttuna. Demókratar vilj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×