Enski boltinn

Renato Sanches lánaður til Swansea

Dagur Lárusson skrifar
Renato Sanchez er farinn á lán til Swansea
Renato Sanchez er farinn á lán til Swansea Vísir/getty
Renato Sanchez er genginn til liðs við Swansea City á láni frá Bayern Munchen en félagið staðfesti þetta nú rétt í þessu.

Lánið gildir út þetta tímabil en Swansea var ekki eina félagið á eftir Sanchez en lið á borð við Juventus og PSG voru bæði talin hafa áhuga á ungstirninu.

Paul Clement, stjóri Swansea, á að hafa spilað stórt hluverk í því að sannfæra Bayern um að lána hann til félagsins en hann starfaði áður fyrir félagið sem aðstoðarmaður Carlo Ancelotti.

Eins og vitað er þá seldi Swansea Gylfa Þór Sigurðsson til Everton í síðustu viku en Sanchez er ætlað að fylla í skarð Gylfa.


Tengdar fréttir

Í beinni: Gluggadagur í Englandi

Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×