Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 15:20 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. Hún fagnar yfirlýsingum heilbrigðisráðherra um nýtt og betra regluverk um verkferla en undrast að ekki hafi verið ráðist í slíkt fyrr. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um sjálfsvíg ungs manns á geðdeild Landspítala og hafa aðstandendur annarra stigið fram og lýst sambærilegri reynslu. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Embætti landlæknis um fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum landsins en án árangurs. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, skrifar grein á Vísi sem ber heitið Sjálfsvíg á stofnunum enn í myrkrinu. Þar segir hún lagaumhverfi gera ráð fyrir að óvænt dauðsföll innan heilbrigðisstofnana séu tilkynnt til lögreglu og landlæknis og undrast hún að ekki sé hægt að fletta upp í skráningarkerfi landlæknis fjölda sjálfsvíga.Rétt á að vita umfang vandans Þórhildur segir að rót vandans sé falin á meðan fólk er ómeðvitað um stærð og umfang vandans, án upplýsinga og yfirsýnar. Fjölmiðlar og almenningur eigi rétt á að vita umfang vandans og svar landlæknis um að það feli í sér of mikla vinnu að taka saman gögn um fjölda sjálfsvíga á stofnunum - sé óásættanlegt. Því hefur þingmaðurinn sett saman skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem þessara upplýsinga er óskað.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum var rætt við Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sem lýsti því yfir að unnið verði að nýju og betra regluverki um verkferla í málum. Þingmaður Pírata segir yfirlýsingu ráðherra lofa góðu en veki upp spurningar um hvers vegna ekki hafi verið ráðist í aðgerðir strax þegar skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu lá fyrir í september 2015. Þar hafi komið fram að það vanti skýra verkferla í málum sem þessum og það vanti sameiginlegan gagnagrunn sem haldi utan um atvikin. Þingmaðurinn segir velferðarnefnd muni fjalla um þetta málefni á næstu vikum og leitast verði eftir að fá svör við ofangreindum spurningum. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Geðhjálpar: „Þarf að passa að öll herbergi séu sjálfsvígsheld“ "Það þarf að passa að öll herbergi sem sjúklingar fara inn í séu sjálfsvígsheld. Það sé ekkert þar inni sem fólk getur nýtt sér til að skaða sjálft sig," segir Anna. 14. ágúst 2017 20:00 Systur um sjálfsvíg móður sinnar: "Ábyrgðin sett á þann sem leitaði eftir hjálp“ Systur sem misstu móður sína fyrir ellefu árum var brugðið að sjá fréttir af ungum manni sem framdi sjálfsvíg inni á geðdeild Landspítalans. Þær héldu að tilfelli móður þeirra væri einsdæmi. 15. ágúst 2017 21:00 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. 17. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. Hún fagnar yfirlýsingum heilbrigðisráðherra um nýtt og betra regluverk um verkferla en undrast að ekki hafi verið ráðist í slíkt fyrr. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um sjálfsvíg ungs manns á geðdeild Landspítala og hafa aðstandendur annarra stigið fram og lýst sambærilegri reynslu. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Embætti landlæknis um fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum landsins en án árangurs. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, skrifar grein á Vísi sem ber heitið Sjálfsvíg á stofnunum enn í myrkrinu. Þar segir hún lagaumhverfi gera ráð fyrir að óvænt dauðsföll innan heilbrigðisstofnana séu tilkynnt til lögreglu og landlæknis og undrast hún að ekki sé hægt að fletta upp í skráningarkerfi landlæknis fjölda sjálfsvíga.Rétt á að vita umfang vandans Þórhildur segir að rót vandans sé falin á meðan fólk er ómeðvitað um stærð og umfang vandans, án upplýsinga og yfirsýnar. Fjölmiðlar og almenningur eigi rétt á að vita umfang vandans og svar landlæknis um að það feli í sér of mikla vinnu að taka saman gögn um fjölda sjálfsvíga á stofnunum - sé óásættanlegt. Því hefur þingmaðurinn sett saman skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem þessara upplýsinga er óskað.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum var rætt við Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sem lýsti því yfir að unnið verði að nýju og betra regluverki um verkferla í málum. Þingmaður Pírata segir yfirlýsingu ráðherra lofa góðu en veki upp spurningar um hvers vegna ekki hafi verið ráðist í aðgerðir strax þegar skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu lá fyrir í september 2015. Þar hafi komið fram að það vanti skýra verkferla í málum sem þessum og það vanti sameiginlegan gagnagrunn sem haldi utan um atvikin. Þingmaðurinn segir velferðarnefnd muni fjalla um þetta málefni á næstu vikum og leitast verði eftir að fá svör við ofangreindum spurningum.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Geðhjálpar: „Þarf að passa að öll herbergi séu sjálfsvígsheld“ "Það þarf að passa að öll herbergi sem sjúklingar fara inn í séu sjálfsvígsheld. Það sé ekkert þar inni sem fólk getur nýtt sér til að skaða sjálft sig," segir Anna. 14. ágúst 2017 20:00 Systur um sjálfsvíg móður sinnar: "Ábyrgðin sett á þann sem leitaði eftir hjálp“ Systur sem misstu móður sína fyrir ellefu árum var brugðið að sjá fréttir af ungum manni sem framdi sjálfsvíg inni á geðdeild Landspítalans. Þær héldu að tilfelli móður þeirra væri einsdæmi. 15. ágúst 2017 21:00 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. 17. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar: „Þarf að passa að öll herbergi séu sjálfsvígsheld“ "Það þarf að passa að öll herbergi sem sjúklingar fara inn í séu sjálfsvígsheld. Það sé ekkert þar inni sem fólk getur nýtt sér til að skaða sjálft sig," segir Anna. 14. ágúst 2017 20:00
Systur um sjálfsvíg móður sinnar: "Ábyrgðin sett á þann sem leitaði eftir hjálp“ Systur sem misstu móður sína fyrir ellefu árum var brugðið að sjá fréttir af ungum manni sem framdi sjálfsvíg inni á geðdeild Landspítalans. Þær héldu að tilfelli móður þeirra væri einsdæmi. 15. ágúst 2017 21:00
Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24
„Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30
Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. 17. ágúst 2017 20:00