Hryðjuverk í Turku: Mechkah hefur viðurkennt ódæðið Atli Ísleifsson skrifar 22. ágúst 2017 10:13 Hinn átján ára Mechkah dvelur nú á sjúkrahúsi eftir að hafa verið skotinn í fótinn af lögreglu. Vísir/AFP Marokkómaðurinn Abderrahman Mechkah hefur viðurkennt að hafa borið ábyrgð á árásinni í finnsku borginni Turku á föstudag. Hann neitar þó að hafa gerst sekur um morð. Dómstóll í Finnlandi úrskurðaði Mechkah í tveggja mánaða gæsluvarðhald fyrr í dag. Auk Mechkah hefur lögregla farið fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum til viðbótar sem grunaðir eru um aðild að árásinni. Þá er fimmti maðurinn einnig grunaður um að hafa aðstoðað mennina. Allir eru þeir marokkóskir ríkisborgarar. Hinn átján ára Mechkah dvelur nú á sjúkrahúsi eftir að hafa verið skotinn í fótinn af lögreglu og gaf hann skýrslu í gegnum myndsíma. Tveir létu lífið og átta særðust í árásinni sem varð á Markaðstoginu í Turku á föstudaginn. Málið er rannsakað af lögreglu sem hryðjuverkaárás, en hún beindist sérstaklega að konum. Mechkah hafði sótt um hæli í Finnlandi en umsókninni hafði verið hafnað. Samkvæmt finnska innanríkisráðuneytinu hafði maðurinn áfrýjað niðurstöðinni og var niðurstöðu þar beðið. Lögregla í Suðvestur-Finnlandi hafði áður fengið ábendingu um að Mechkah hafi snúist til öfgabyggju og hafði komið málinu áfram til leyniþjónustu landsins (Skypo). Ekki var þó talin stafa sérstök hætta af Mechkah og var hann ekki á lista Skypo yfir 350 grunaða hryðjuverkamenn. Þýska blaðið Deutsche Welle greinir frá því að maðurinn hafi komið til Finnlands frá Þýskalandi þar sem hann var grunaður um fjölda brota. Á hann að hafa notast við fjölda falsaðra persónuskilríkja þegar hann dvaldi í Þýskalandi. Lögregla í Þýskalandi var sömuleiðis með tvo til viðbótar í hópi hinna grunuðu á skrá. Tengdar fréttir Sorg í Finnlandi: Dóttir Silju varaði hana við árásinni í Turku Silja segir íbúa hafa óttast um ættingja sína og vini þegar fregnir bárust út. 19. ágúst 2017 20:09 Árásin í Turku: Tveggja mánaða gæsluvarðhalds krafist Tveir létu lífið og átta særðust í árás Abderrahman Mechkah, átján ára manns frá Marokkó, þegar hann stakk gangandi vegfarendur með hníf í miðborg Turku á föstudag. 21. ágúst 2017 10:15 Tveir látnir og átta særðir eftir hnífaárás í Finnlandi Lögreglan í Finnlandi segist hafa skotið mann sem grunaður er um að hafa stungið fjölda fólks í borginni Turku í suðvesturhluta landsins. 18. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Marokkómaðurinn Abderrahman Mechkah hefur viðurkennt að hafa borið ábyrgð á árásinni í finnsku borginni Turku á föstudag. Hann neitar þó að hafa gerst sekur um morð. Dómstóll í Finnlandi úrskurðaði Mechkah í tveggja mánaða gæsluvarðhald fyrr í dag. Auk Mechkah hefur lögregla farið fram á gæsluvarðhald yfir þremur mönnum til viðbótar sem grunaðir eru um aðild að árásinni. Þá er fimmti maðurinn einnig grunaður um að hafa aðstoðað mennina. Allir eru þeir marokkóskir ríkisborgarar. Hinn átján ára Mechkah dvelur nú á sjúkrahúsi eftir að hafa verið skotinn í fótinn af lögreglu og gaf hann skýrslu í gegnum myndsíma. Tveir létu lífið og átta særðust í árásinni sem varð á Markaðstoginu í Turku á föstudaginn. Málið er rannsakað af lögreglu sem hryðjuverkaárás, en hún beindist sérstaklega að konum. Mechkah hafði sótt um hæli í Finnlandi en umsókninni hafði verið hafnað. Samkvæmt finnska innanríkisráðuneytinu hafði maðurinn áfrýjað niðurstöðinni og var niðurstöðu þar beðið. Lögregla í Suðvestur-Finnlandi hafði áður fengið ábendingu um að Mechkah hafi snúist til öfgabyggju og hafði komið málinu áfram til leyniþjónustu landsins (Skypo). Ekki var þó talin stafa sérstök hætta af Mechkah og var hann ekki á lista Skypo yfir 350 grunaða hryðjuverkamenn. Þýska blaðið Deutsche Welle greinir frá því að maðurinn hafi komið til Finnlands frá Þýskalandi þar sem hann var grunaður um fjölda brota. Á hann að hafa notast við fjölda falsaðra persónuskilríkja þegar hann dvaldi í Þýskalandi. Lögregla í Þýskalandi var sömuleiðis með tvo til viðbótar í hópi hinna grunuðu á skrá.
Tengdar fréttir Sorg í Finnlandi: Dóttir Silju varaði hana við árásinni í Turku Silja segir íbúa hafa óttast um ættingja sína og vini þegar fregnir bárust út. 19. ágúst 2017 20:09 Árásin í Turku: Tveggja mánaða gæsluvarðhalds krafist Tveir létu lífið og átta særðust í árás Abderrahman Mechkah, átján ára manns frá Marokkó, þegar hann stakk gangandi vegfarendur með hníf í miðborg Turku á föstudag. 21. ágúst 2017 10:15 Tveir látnir og átta særðir eftir hnífaárás í Finnlandi Lögreglan í Finnlandi segist hafa skotið mann sem grunaður er um að hafa stungið fjölda fólks í borginni Turku í suðvesturhluta landsins. 18. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Sorg í Finnlandi: Dóttir Silju varaði hana við árásinni í Turku Silja segir íbúa hafa óttast um ættingja sína og vini þegar fregnir bárust út. 19. ágúst 2017 20:09
Árásin í Turku: Tveggja mánaða gæsluvarðhalds krafist Tveir létu lífið og átta særðust í árás Abderrahman Mechkah, átján ára manns frá Marokkó, þegar hann stakk gangandi vegfarendur með hníf í miðborg Turku á föstudag. 21. ágúst 2017 10:15
Tveir látnir og átta særðir eftir hnífaárás í Finnlandi Lögreglan í Finnlandi segist hafa skotið mann sem grunaður er um að hafa stungið fjölda fólks í borginni Turku í suðvesturhluta landsins. 18. ágúst 2017 14:15