Sorg í Finnlandi: Dóttir Silju varaði hana við árásinni í Turku Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 19. ágúst 2017 20:09 Talið er að hnífaárásin í Turku í Finnlandi í gær hafi verið beint sérstaklega að konum en tveir létust og minnst átta særðust þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Finnsk kona, sem búsett var hér á landi um árabil, segir að lögreglan hafi komið í veg fyrir frekari ódæðisverk - en að þjóðin sé í sárum vegna atburðanna. Árásin átti sér stað á Puutori markaðstorginu í miðbæ Turku um klukkan fjögur að staðartíma í Finnlandi í gær en torgið er vinsælt viðkomustaður ferða- og heimamanna.Hafði sótt um hæli Árásarmaðurinn er átján ára og innflytjandi í Finnlandi ættaður frá Marokkó réðst að fólki og stakk með hnífi en lögreglan náði honum á flótta skammt frá staðnum þar sem hann var skotinn í fætur. Þar var hann handtekinn. Árásarmaðurinn kom til landsins á síðasta ári og sótti um hæli. Tvær finnskar konur létust í árásinni, en átta aðrir sem slösuðust koma frá Bretlandi, Svíþjóð og Ítalíu og er aldur þeirra á bilinu 15 til 67 ára. Grunur leikur á að árásin hafi sérstaklega beinst að konum því sex af þeim átta sem urðu fyrir árás eru konur. Strax vaknaði grunur um að fleiri væru viðriðnir árásina og var viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka í Finnlandi hækkað. Lögreglan handtók fjóra í viðamiklum aðgerðum í nótt en talið er að þeir tengist árásinni á einn eða anna hátt. Lýst hefur verið eftir sjötta manninum sem talið er að hafi flúið land. Aðild þeirra að árásinni er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum.Óttast um ættingja og vini Finnsk kona sem búsett var hér á landi á níunda áratugnum býr í Turku, sem er friðsæll bær, svipaður að stærð og Reykjavík. Hún segir að fyrstu fréttir af atvikinu hafi verið óljósar. „Ég fékk að vita þetta frá dóttur minni, sem sendi mér sms og sagði: Í guðanna bænum ekki fara niður í bæ. Síðan hringdi ég í dóttur mína og hún var grátandi og sagði að það væri búið að stinga fólk með hníf niður í bæ,“ segir Silja Ketonen íbúi í Turku. Silja segir íbúa hafa óttast um ættingja sína og vini þegar fregnir bárust út. „Það eru allir mjög sorgmæddir og hafa verið hræddir um sitt eigið fólk,“ segir Silja og nefnir að fólk hafi lagt blóm og kerti við árásarstaðinn. Hún segir hryðjuverkin hafa vofað yfir en að lögreglan hafi náð að koma í veg fyrir fleiri árásir. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Talið er að hnífaárásin í Turku í Finnlandi í gær hafi verið beint sérstaklega að konum en tveir létust og minnst átta særðust þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Finnsk kona, sem búsett var hér á landi um árabil, segir að lögreglan hafi komið í veg fyrir frekari ódæðisverk - en að þjóðin sé í sárum vegna atburðanna. Árásin átti sér stað á Puutori markaðstorginu í miðbæ Turku um klukkan fjögur að staðartíma í Finnlandi í gær en torgið er vinsælt viðkomustaður ferða- og heimamanna.Hafði sótt um hæli Árásarmaðurinn er átján ára og innflytjandi í Finnlandi ættaður frá Marokkó réðst að fólki og stakk með hnífi en lögreglan náði honum á flótta skammt frá staðnum þar sem hann var skotinn í fætur. Þar var hann handtekinn. Árásarmaðurinn kom til landsins á síðasta ári og sótti um hæli. Tvær finnskar konur létust í árásinni, en átta aðrir sem slösuðust koma frá Bretlandi, Svíþjóð og Ítalíu og er aldur þeirra á bilinu 15 til 67 ára. Grunur leikur á að árásin hafi sérstaklega beinst að konum því sex af þeim átta sem urðu fyrir árás eru konur. Strax vaknaði grunur um að fleiri væru viðriðnir árásina og var viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka í Finnlandi hækkað. Lögreglan handtók fjóra í viðamiklum aðgerðum í nótt en talið er að þeir tengist árásinni á einn eða anna hátt. Lýst hefur verið eftir sjötta manninum sem talið er að hafi flúið land. Aðild þeirra að árásinni er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum.Óttast um ættingja og vini Finnsk kona sem búsett var hér á landi á níunda áratugnum býr í Turku, sem er friðsæll bær, svipaður að stærð og Reykjavík. Hún segir að fyrstu fréttir af atvikinu hafi verið óljósar. „Ég fékk að vita þetta frá dóttur minni, sem sendi mér sms og sagði: Í guðanna bænum ekki fara niður í bæ. Síðan hringdi ég í dóttur mína og hún var grátandi og sagði að það væri búið að stinga fólk með hníf niður í bæ,“ segir Silja Ketonen íbúi í Turku. Silja segir íbúa hafa óttast um ættingja sína og vini þegar fregnir bárust út. „Það eru allir mjög sorgmæddir og hafa verið hræddir um sitt eigið fólk,“ segir Silja og nefnir að fólk hafi lagt blóm og kerti við árásarstaðinn. Hún segir hryðjuverkin hafa vofað yfir en að lögreglan hafi náð að koma í veg fyrir fleiri árásir.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira