Markmannsbransinn getur verið helvíti harður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. ágúst 2017 06:00 Anton Ari hleypir ekki mörgum mörkum í netið. vísir/stefán Anton Ari Einarsson átti afar góðan leik í marki Vals þegar liðið lagði Grindavík að velli, 2-0, í 16. umferð Pepsi-deildar karla á mánudaginn. Með sigrinum héldu Valsmenn fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar. „Við spiluðum ekki nóg vel og Grindavíkurliðið er líka gríðarlega sterkt. Fyrri hálfleikurinn var agalega dapur en við skerptum á hlutunum í hálfleik,“ sagði Anton í samtali við Fréttablaðið í gær. Mosfellingurinn, sem fagnar 23 ára afmæli sínu á föstudaginn, hefur spilað betur og betur eftir því sem liðið hefur á tímabilið og haldið fjórum sinnum hreinu í síðustu sex deildarleikjum Vals. Raunar hafa Valsmenn aðeins fengið á sig 12 mörk í Pepsi-deildinni, fæst allra liða. Valur er jafnan mikið með boltann í leikjum sínum og því hefur Anton ekki alltaf mikið að gera milli stanganna. Hann segir það kúnst að halda einbeitingu í svona aðstæðum.Talar til að halda sér á tánum „Þetta hefur gengið þokkalega í sumar. En það er oft erfitt þegar maður er búinn að standa lengi á meðan liðið er með boltann. Það er meira kveikt á manni þegar þetta er akkúrat öfugt. Helsta bragðið sem ég beiti er að tala allan leikinn. Þegar við erum með boltann tala ég alltaf með og segi mönnum hvort þeir hafi tíma með boltann. Þannig heldur maður sér á tánum,“ sagði Anton. Þótt hann þurfi oft ekki að verja mörg skot í leikjum hefur Anton mikilvægu hlutverki að gegna í uppspili Valsmanna; að hefja sóknir og koma boltanum í spil. „Með auknu sjálfstrausti og meiri spilatíma verður allt svona betra. Maður kemst í betri takt. Ég hef alltaf verið þokkalegur með boltann á löppunum. Í hitteðfyrra sendi Rajko [Stanisic] markmannsþjálfari mig í battaþjálfun. Ég vann mikið í þessum grunnþáttum allan veturinn og það skilaði sér,“ sagði Anton.vísir/stefánGreip tækifærið Mosfellingurinn kom til Vals vorið 2014 en það var ekki fyrr en tveimur árum seinna sem hann vann sér fast sæti í byrjunarliði Valsmanna. Anton var lánaður til Grindavíkur vorið 2016 en Valur kallaði hann til baka eftir aðeins einn leik vegna meiðsla Ingvars Þórs Kale. Anton greip tækifærið báðum höndum og hefur ekki litið um öxl síðan. „Þetta breyttist fljótt í fyrra. Ég gekk út frá því að taka sumarið með Grindavík en ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið með Val. Við urðum bikarmeistarar, ég spilaði mikið og öðlaðist mikla reynslu,“ sagði Anton. En finnst honum hann vera mikið betri markmaður en í fyrra? „Mér finnst ég ekki vera mikið betri markvörður sem slíkur. En með auknum spilatíma eykst sjálfstraustið. Ég hef bætt mig eitthvað og er í töluvert betra formi en í fyrra. Ég minnkaði við mig í vinnu í vetur og æfði af meiri krafti,“ sagði Anton sem starfar í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Þrátt fyrir gott gengi Vals undanfarin tvö ár hefur Anton á köflum fengið talsverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Þjálfarateymi Vals hefur hins vegar staðið þétt við bakið á honum sem hann segir mikilvægt.Harður markmannsbransi „Það er gott að vita að þjálfararnir og fólkið sem ræður þarna hafi trú á manni. Það munar um það,“ sagði Anton sem tekur gagnrýninni með jafnaðargeði. „Markmannsbransinn getur verið helvíti harður inn á milli. Ef það klikkar eitthvað hjá þér er það yfirleitt bara mark. Maður er ekki með fleiri aftar á vellinum til að bakka sig upp. Hvað gagnrýnina varðar finnst mér þægilegast að spá sem minnst í henni og fylgjast lítið með umræðunni.“ Anton kom óvænt inn í íslenska landsliðshópinn sem mætti Mexíkó í vináttulandsleik í Las Vegas í vetur. Hann segir það hafa gefið sér mikið að vera valinn í landsliðið. „Ingvar [Jónsson] veiktist og ég var kallaður til og stökk út með þeim. Þetta var alveg frábært og hvatti mann áfram. Þetta var góð reynsla og gaman að sjá hvernig umhverfið þarna er,“ sagði Anton Ari. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira
Anton Ari Einarsson átti afar góðan leik í marki Vals þegar liðið lagði Grindavík að velli, 2-0, í 16. umferð Pepsi-deildar karla á mánudaginn. Með sigrinum héldu Valsmenn fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar. „Við spiluðum ekki nóg vel og Grindavíkurliðið er líka gríðarlega sterkt. Fyrri hálfleikurinn var agalega dapur en við skerptum á hlutunum í hálfleik,“ sagði Anton í samtali við Fréttablaðið í gær. Mosfellingurinn, sem fagnar 23 ára afmæli sínu á föstudaginn, hefur spilað betur og betur eftir því sem liðið hefur á tímabilið og haldið fjórum sinnum hreinu í síðustu sex deildarleikjum Vals. Raunar hafa Valsmenn aðeins fengið á sig 12 mörk í Pepsi-deildinni, fæst allra liða. Valur er jafnan mikið með boltann í leikjum sínum og því hefur Anton ekki alltaf mikið að gera milli stanganna. Hann segir það kúnst að halda einbeitingu í svona aðstæðum.Talar til að halda sér á tánum „Þetta hefur gengið þokkalega í sumar. En það er oft erfitt þegar maður er búinn að standa lengi á meðan liðið er með boltann. Það er meira kveikt á manni þegar þetta er akkúrat öfugt. Helsta bragðið sem ég beiti er að tala allan leikinn. Þegar við erum með boltann tala ég alltaf með og segi mönnum hvort þeir hafi tíma með boltann. Þannig heldur maður sér á tánum,“ sagði Anton. Þótt hann þurfi oft ekki að verja mörg skot í leikjum hefur Anton mikilvægu hlutverki að gegna í uppspili Valsmanna; að hefja sóknir og koma boltanum í spil. „Með auknu sjálfstrausti og meiri spilatíma verður allt svona betra. Maður kemst í betri takt. Ég hef alltaf verið þokkalegur með boltann á löppunum. Í hitteðfyrra sendi Rajko [Stanisic] markmannsþjálfari mig í battaþjálfun. Ég vann mikið í þessum grunnþáttum allan veturinn og það skilaði sér,“ sagði Anton.vísir/stefánGreip tækifærið Mosfellingurinn kom til Vals vorið 2014 en það var ekki fyrr en tveimur árum seinna sem hann vann sér fast sæti í byrjunarliði Valsmanna. Anton var lánaður til Grindavíkur vorið 2016 en Valur kallaði hann til baka eftir aðeins einn leik vegna meiðsla Ingvars Þórs Kale. Anton greip tækifærið báðum höndum og hefur ekki litið um öxl síðan. „Þetta breyttist fljótt í fyrra. Ég gekk út frá því að taka sumarið með Grindavík en ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið með Val. Við urðum bikarmeistarar, ég spilaði mikið og öðlaðist mikla reynslu,“ sagði Anton. En finnst honum hann vera mikið betri markmaður en í fyrra? „Mér finnst ég ekki vera mikið betri markvörður sem slíkur. En með auknum spilatíma eykst sjálfstraustið. Ég hef bætt mig eitthvað og er í töluvert betra formi en í fyrra. Ég minnkaði við mig í vinnu í vetur og æfði af meiri krafti,“ sagði Anton sem starfar í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Þrátt fyrir gott gengi Vals undanfarin tvö ár hefur Anton á köflum fengið talsverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Þjálfarateymi Vals hefur hins vegar staðið þétt við bakið á honum sem hann segir mikilvægt.Harður markmannsbransi „Það er gott að vita að þjálfararnir og fólkið sem ræður þarna hafi trú á manni. Það munar um það,“ sagði Anton sem tekur gagnrýninni með jafnaðargeði. „Markmannsbransinn getur verið helvíti harður inn á milli. Ef það klikkar eitthvað hjá þér er það yfirleitt bara mark. Maður er ekki með fleiri aftar á vellinum til að bakka sig upp. Hvað gagnrýnina varðar finnst mér þægilegast að spá sem minnst í henni og fylgjast lítið með umræðunni.“ Anton kom óvænt inn í íslenska landsliðshópinn sem mætti Mexíkó í vináttulandsleik í Las Vegas í vetur. Hann segir það hafa gefið sér mikið að vera valinn í landsliðið. „Ingvar [Jónsson] veiktist og ég var kallaður til og stökk út með þeim. Þetta var alveg frábært og hvatti mann áfram. Þetta var góð reynsla og gaman að sjá hvernig umhverfið þarna er,“ sagði Anton Ari.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira