Íslenskt Ali Dia-mál á Króknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2017 11:16 Stólarnir sitja í 7. sæti 2. deildar. mynd/facebook-síða tindastóls Lið Tindastóls í 2. deild karla í fótbolta var blekkt til að semja við leikmann rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði um síðustu mánaðarmót. Fótbolti.net greinir frá þessu sérkennilega máli í dag. Tindastóll samdi við leikmann að nafni Jonathan Ayotunde Olaleye en af myndböndunum sem Stólarnir fengu send að dæma virtist ýmislegt í hann spunnið. Fljótlega kom ljós að svo var ekki enda fengu Stólararnir send myndbönd af öðrum leikmanni en Jonathan. Þetta mál minnir óneitanlega á það þegar Southampton samdi við Senegalann Ali Dia árið 1996. Greame Souness, knattspyrnustjóri Dýrlinganna, fékk þá símtal frá manni sem þóttist vera George Weah og mælti með því að Southampton myndi semja við „frænda“ sinn. Souness grunaði ekki neitt og samdi við Dia. Hann lék einn leik fyrir Southampton þar sem það kom bersýnilega í ljós að maðurinn gat ekkert í fótbolta. Dia var svo leystur undan samningi við Southampton.Þurftu leikmenn eftir þjálfaraskipti Tindastóll skipti um þjálfara seinni partinn í júlí. Annar brottreknu þjálfaranna, Stephen Walmsley, var einnig leikmaður liðsins. Tindastóll missti tvo erlenda leikmenn til viðbótar. Stólarnir þurftu því að hafa hraðar hendur við að finna leikmenn áður en félagskiptaglugginn lokaði um mánaðarmótin. Tindastóll fékk þrjá nýja leikmenn fyrir lok félagskiptagluggans. Tveir þeirra hafa reynst liðinu vel en Jonathan reyndist ekki sá leikmaður sem Stólarnir töldu sig hafa fengið. „Við vorum með tölvupósta og myndbönd af fullt af leikmönnum og einn heillaði okkur meira og höfðum við samband við umboðsmann hans sem var búinn að senda okkur „profile“ af fleiri leikmönnum og trúðum því að hann væri 100%. Við heyrðum í leikmanninum í síma ásamt bréfaskrifum og lýsti hann sér sem þeim leikmanni sem stemmdi við videoið sem við vorum búnir að sjá. Þessi leikmaður var með írskt vegabréf en nafnið var afrískt,“ sagði Stefán Arnar Ómarsson, þjálfari Tindastóls, í samtali við Fótbolta.net. „Hann kom síðan til landsins frá London tveimur dögum seinna og síðan þegar fyrsta æfing var búin sáu allir sem voru á þeirri æfingu að þetta var ekki leikmaður sem myndi styrkja liðið, veikja það ef eitthvað væri.“Ekki sami leikmaður og í myndbandinu Fljótlega komust Stólarnir að því að það var maðkur í mysunni. „Við fengum síðan vísbendingu frá góðum manni að mögulega væri þessi leikmaður ekki sá sem hann segðist vera á myndbandinu. Fengum við sent myndband af öðrum leikmanni og í því voru sömu klippurnar og við höfðum séð hjá þeim sem við fengum til okkar. Við höfðum samband við þann leikmann og fengum við sönnur á það að það væri „rétti“ leikmaðurinn,“ sagði Stefán Arnar. „Þá kom líka í ljós að leikmaðurinn sem við höfðum fengið hafði tekið út ákveðna grafík úr upprunalega myndbandinu sem villti enn frekar fyrir okkur. Um leið og þetta svindl og persónuþjófnaður var uppgötvaður var maðurinn sendur heim með næstu vél.“ Að sögn Stefáns Arnars segist umboðsmaður Jonathans vera alsaklaus. Stólarnir séu hins vegar reynslunni ríkari eftir þetta mál. Umræddur Jonathan spilaði aðeins einn leik fyrir Tindastól. Hann kom inn á sem varamaður á 84. mínútu í 6-1 sigri á Hetti á laugardaginn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira
Lið Tindastóls í 2. deild karla í fótbolta var blekkt til að semja við leikmann rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði um síðustu mánaðarmót. Fótbolti.net greinir frá þessu sérkennilega máli í dag. Tindastóll samdi við leikmann að nafni Jonathan Ayotunde Olaleye en af myndböndunum sem Stólarnir fengu send að dæma virtist ýmislegt í hann spunnið. Fljótlega kom ljós að svo var ekki enda fengu Stólararnir send myndbönd af öðrum leikmanni en Jonathan. Þetta mál minnir óneitanlega á það þegar Southampton samdi við Senegalann Ali Dia árið 1996. Greame Souness, knattspyrnustjóri Dýrlinganna, fékk þá símtal frá manni sem þóttist vera George Weah og mælti með því að Southampton myndi semja við „frænda“ sinn. Souness grunaði ekki neitt og samdi við Dia. Hann lék einn leik fyrir Southampton þar sem það kom bersýnilega í ljós að maðurinn gat ekkert í fótbolta. Dia var svo leystur undan samningi við Southampton.Þurftu leikmenn eftir þjálfaraskipti Tindastóll skipti um þjálfara seinni partinn í júlí. Annar brottreknu þjálfaranna, Stephen Walmsley, var einnig leikmaður liðsins. Tindastóll missti tvo erlenda leikmenn til viðbótar. Stólarnir þurftu því að hafa hraðar hendur við að finna leikmenn áður en félagskiptaglugginn lokaði um mánaðarmótin. Tindastóll fékk þrjá nýja leikmenn fyrir lok félagskiptagluggans. Tveir þeirra hafa reynst liðinu vel en Jonathan reyndist ekki sá leikmaður sem Stólarnir töldu sig hafa fengið. „Við vorum með tölvupósta og myndbönd af fullt af leikmönnum og einn heillaði okkur meira og höfðum við samband við umboðsmann hans sem var búinn að senda okkur „profile“ af fleiri leikmönnum og trúðum því að hann væri 100%. Við heyrðum í leikmanninum í síma ásamt bréfaskrifum og lýsti hann sér sem þeim leikmanni sem stemmdi við videoið sem við vorum búnir að sjá. Þessi leikmaður var með írskt vegabréf en nafnið var afrískt,“ sagði Stefán Arnar Ómarsson, þjálfari Tindastóls, í samtali við Fótbolta.net. „Hann kom síðan til landsins frá London tveimur dögum seinna og síðan þegar fyrsta æfing var búin sáu allir sem voru á þeirri æfingu að þetta var ekki leikmaður sem myndi styrkja liðið, veikja það ef eitthvað væri.“Ekki sami leikmaður og í myndbandinu Fljótlega komust Stólarnir að því að það var maðkur í mysunni. „Við fengum síðan vísbendingu frá góðum manni að mögulega væri þessi leikmaður ekki sá sem hann segðist vera á myndbandinu. Fengum við sent myndband af öðrum leikmanni og í því voru sömu klippurnar og við höfðum séð hjá þeim sem við fengum til okkar. Við höfðum samband við þann leikmann og fengum við sönnur á það að það væri „rétti“ leikmaðurinn,“ sagði Stefán Arnar. „Þá kom líka í ljós að leikmaðurinn sem við höfðum fengið hafði tekið út ákveðna grafík úr upprunalega myndbandinu sem villti enn frekar fyrir okkur. Um leið og þetta svindl og persónuþjófnaður var uppgötvaður var maðurinn sendur heim með næstu vél.“ Að sögn Stefáns Arnars segist umboðsmaður Jonathans vera alsaklaus. Stólarnir séu hins vegar reynslunni ríkari eftir þetta mál. Umræddur Jonathan spilaði aðeins einn leik fyrir Tindastól. Hann kom inn á sem varamaður á 84. mínútu í 6-1 sigri á Hetti á laugardaginn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti