Söguleg hamfaraflóð í Houston Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 14:23 Borgin Rockport hefur orðið einna verst úti af völdum Harvey en flóð þjaka nú stóran hluta strandsvæða Texas. Vísir/Getty Veðurfræðingar spá því að söguleg hamfaraflóð sem nú ganga yfir í Houston í Texas eigi aðeins eftir að versna. Búið að bjarga yfir þúsund manns undan vatsnelgnum í borginni. Óhemjumikil úrkoma hefur fylgt hitabeltisstorminum Harvey sem gekk á land í Texas sem sterkur fellibylur á föstudagskvöld. Í Houston mældist sólahringsúrkoman rúmlega 60 sentímetrar kl. 7 í morgun að staðartíma, að sögn Washington Post. Um allt stórborgarsvæðið og víðar á strandsvæðum Texas er viðvörun í gildi vegna hættu á mannskæðum skyndiflóðum og hefur fólk verið eindregið hvatt til þess að halda kyrru fyrir enda ferðalög ómöguleg.Harvey hefur valdið gríðarlegu tjóni nú þegar. Þótt dregið hafi úr styrk stormsins stafar mesta hættan af áframhaldandi úrhelli.Vísir/GettyBreska ríkisútvarpið BBC segir að greint hafi verið frá fimm dauðsföllum af völdum stormsins í Houston en fram að þessu hafa aðeins tvö verið staðfest. „Búist er við að hamafaraflóðin á Houston-stórborgarsvæðinu versni,“ sagði Veðurstofa Bandaríkjanna í morgun.Á myndinni sem fylgir tístinu hér fyrir neðan sést hvernig vatnselgurinn í Houston nær um það bil upp í umferðarskilti yfir hraðbraut sem bílar aka undir við venjulegar aðstæður.This image and the forecast of what is still to fall.... This is surreal. #HoustonFlood #Harvey pic.twitter.com/zK9WojsMAH— Matthew Sitkowski (@MattSitkowski) August 27, 2017 Flóðin eru engu að síður nú þegar sögð þau verstu í sögu Houston sem er fjórða fjölmennasta borg Bandaríkjanna. Veðustofan segir að ágúst sé nú úrkomusamasti mánuðurinn frá því að mælingar hófust vegna Harvey. Vatnsstaðan í flestum ám og bjúgvötnum er sú hæsta sem sögur fara af og sums staðar hefur vatnshæðin farið þremur metrum fram úr fyrri metum. Ekkert lát á heldur að verða á úrkomunni í bráð. Spáð er 38-63 sentímetrum til viðbótar við strendur Texas næstu dagana. „Þetta eru hamfarir sem fara í sögubækurnar. Þetta er stormur sem Bandaríkin hafa ekki orðið vitni að áður,“ sagði Brock Long, forstjóri Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA), við CNN í dag.Fjölskylda veður úti á götu í Galveston, ekki fjarri Houston.Vísir/AFP Tengdar fréttir Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39 Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31 Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Hitabeltisstormurinn Harvey er öflugasti stormurinn sem hefur gengið yfir Texas í hálfa öld. 27. ágúst 2017 07:21 Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Veðurfræðingar spá því að söguleg hamfaraflóð sem nú ganga yfir í Houston í Texas eigi aðeins eftir að versna. Búið að bjarga yfir þúsund manns undan vatsnelgnum í borginni. Óhemjumikil úrkoma hefur fylgt hitabeltisstorminum Harvey sem gekk á land í Texas sem sterkur fellibylur á föstudagskvöld. Í Houston mældist sólahringsúrkoman rúmlega 60 sentímetrar kl. 7 í morgun að staðartíma, að sögn Washington Post. Um allt stórborgarsvæðið og víðar á strandsvæðum Texas er viðvörun í gildi vegna hættu á mannskæðum skyndiflóðum og hefur fólk verið eindregið hvatt til þess að halda kyrru fyrir enda ferðalög ómöguleg.Harvey hefur valdið gríðarlegu tjóni nú þegar. Þótt dregið hafi úr styrk stormsins stafar mesta hættan af áframhaldandi úrhelli.Vísir/GettyBreska ríkisútvarpið BBC segir að greint hafi verið frá fimm dauðsföllum af völdum stormsins í Houston en fram að þessu hafa aðeins tvö verið staðfest. „Búist er við að hamafaraflóðin á Houston-stórborgarsvæðinu versni,“ sagði Veðurstofa Bandaríkjanna í morgun.Á myndinni sem fylgir tístinu hér fyrir neðan sést hvernig vatnselgurinn í Houston nær um það bil upp í umferðarskilti yfir hraðbraut sem bílar aka undir við venjulegar aðstæður.This image and the forecast of what is still to fall.... This is surreal. #HoustonFlood #Harvey pic.twitter.com/zK9WojsMAH— Matthew Sitkowski (@MattSitkowski) August 27, 2017 Flóðin eru engu að síður nú þegar sögð þau verstu í sögu Houston sem er fjórða fjölmennasta borg Bandaríkjanna. Veðustofan segir að ágúst sé nú úrkomusamasti mánuðurinn frá því að mælingar hófust vegna Harvey. Vatnsstaðan í flestum ám og bjúgvötnum er sú hæsta sem sögur fara af og sums staðar hefur vatnshæðin farið þremur metrum fram úr fyrri metum. Ekkert lát á heldur að verða á úrkomunni í bráð. Spáð er 38-63 sentímetrum til viðbótar við strendur Texas næstu dagana. „Þetta eru hamfarir sem fara í sögubækurnar. Þetta er stormur sem Bandaríkin hafa ekki orðið vitni að áður,“ sagði Brock Long, forstjóri Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA), við CNN í dag.Fjölskylda veður úti á götu í Galveston, ekki fjarri Houston.Vísir/AFP
Tengdar fréttir Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39 Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31 Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Hitabeltisstormurinn Harvey er öflugasti stormurinn sem hefur gengið yfir Texas í hálfa öld. 27. ágúst 2017 07:21 Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39
Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19
Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31
Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Hitabeltisstormurinn Harvey er öflugasti stormurinn sem hefur gengið yfir Texas í hálfa öld. 27. ágúst 2017 07:21
Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent