Enski boltinn

Keita til Liverpool næsta sumar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Naby Keita í leik með Leipzig
Naby Keita í leik með Leipzig vísir/getty
Liverpool hefur komist að samkomulagi við Leipzig í Þýskalandi um kaup á miðjumanninum Naby Keita. Félagaskiptin munu hins vegar ekki ganga í gegn fyrr en í júlí 2018.

Klásúla er í samningi Keita við Leipzig um að næsta sumar sé hægt að kaupa hann út á 48 milljónir punda, og mun Liverpool greiða það verð ásamt viðbótargreiðslum í forkaupsrétt á leikmanninum.

Keita verður því dýrasti leikmaður í sögu Liverpool, en núverandi met er 41 milljón króna kaupin á Christian Benteke sumarið 2016.

Leipzig hafði fyrr í sumar hafnað tilboðum frá Liverpool í leikmanninn upp á allt að 70 milljónir punda, en hafa samkvæmt heimildum fjölmiðla í Englandi samþykkt að Keita fari til Liverpool á lægra verði næsta sumar.






Tengdar fréttir

Carragher: Mané er mikilvægari en Coutinho

Sadio Mané er mikilvægari fyrir Liverpool en Philippe Coutinho. Þetta segir Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×