Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Alger óþarfi hjá Valsmönnum að tefja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valur er í frábærri stöðu á toppi Pepsi-deildar karla eftir 3-2 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag. Valsmenn eru með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar en þeir komust í 3-0 forystu í leiknum í Eyjum.

Eins og Óskar Hrafn Þorvaldsson benti á í Pepsi-mörkunum fóru Valsmenn þá að tefja í leiknum, sér í lagi markvörðurinn Anton Ari Einarsson sem tók sér drjúgan tíma í að taka útspörk.

„Anton Ari byrjar á 64. mínútu og það fannst mér dæmi um að það væri stress og hræðsla í liði Vals sem var algerlega óþörf enda Valur með fullkomna stjórn á leiknum,“ sagði Óskar Hrafn í þættinum.

Anton Ari fékk að lokum gult spjald fyrir að tefja sem og Arnar Sveinn Geirsson þegar hann tók sér góðan tíma í að taka innkast á 90. mínútu leiksins.

Sjáðu innslagið hér efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×