Saka Norðmenn um að leika tveimur skjöldum í loftslagsbaráttunni Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 11:16 Telji menn olíu- og gasútflutning Norðmanna með eru þeir einhverjir mestu losendur gróðurhúsalofttegunda á byggðu bóli. Vísir/AFP Olía og gas í Barentshafi sem norsk stjórnvöld hafa gefið út rannsóknarleyfi fyrir gæti bætt tólf milljörðum tonna kolefnis út í lofthjúp jarðar næstu fimmtíu árin. Samtök sem stór alþjóðleg náttúruverndarsamtök standa að baki segja þetta grafa undan markmiðum Parísarsamkomulagsins. Í skýrslu samtakanna Oil Change International sem stór náttúruverndasamtök eins og World Wildlife Fund og Grænfriðungar standa að baki er bent á misræmið á milli öflugra loftslagsaðgerða Norðmanna heima fyrir og stöðu Noregs sem stærsta útflytjanda jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Norsk stjórnvöld hafa aldrei gefið út fleiri rannsóknarleyfi fyrir olíu- og gasleit í Barentshafi en á þessu ári. Alls hafa leyfi verið gefin út fyrir 93 svæði, að því er kemur fram í skýrslunni. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst innan við 1,5°C til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Menn losa nú rúma þrjátíu milljarða tonna koltvísýringsígilda árlega.Segja Norðmenn sjöundu stærstu losendur heimsLosun gróðurhúsalofttegunda sem gæti hlotist af olíunni og gasinu þar gæti verið helmingi meiri en sú sem kemur frá borpöllum sem Norðmenn eiga núna og eru með í smíðum, að því er segir í frétt The Guardian um skýrsluna. „Noregur getur ekki verið leiðtogi í loftslagsmálum á sama tíma og landið reiðir sig á nýja olíu- og gasframleiðslu,“ segir Hannah McKinnon frá Oil Change International. Norsk stjórnvöld hafna þeim málflutningi á þeim forsendum að hefð sé fyrir því að líta svo á að ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda liggi hjá þeim sem neyta jarðefnaeldsneytis frekar en hjá þeim sem vinna það. Höfundar skýrslunnar benda aftur á móti að Norðmenn flytja út tíu sinnum meira kolefni en þeir brenna sjálfir. Sé útflutningurinn tekinn með í reikninginn eru Norðmenn sjöundu stærstu losendur heims þrátt fyrir að vera tiltölulega fámenn þjóð. Loftslagsmál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Olía og gas í Barentshafi sem norsk stjórnvöld hafa gefið út rannsóknarleyfi fyrir gæti bætt tólf milljörðum tonna kolefnis út í lofthjúp jarðar næstu fimmtíu árin. Samtök sem stór alþjóðleg náttúruverndarsamtök standa að baki segja þetta grafa undan markmiðum Parísarsamkomulagsins. Í skýrslu samtakanna Oil Change International sem stór náttúruverndasamtök eins og World Wildlife Fund og Grænfriðungar standa að baki er bent á misræmið á milli öflugra loftslagsaðgerða Norðmanna heima fyrir og stöðu Noregs sem stærsta útflytjanda jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Norsk stjórnvöld hafa aldrei gefið út fleiri rannsóknarleyfi fyrir olíu- og gasleit í Barentshafi en á þessu ári. Alls hafa leyfi verið gefin út fyrir 93 svæði, að því er kemur fram í skýrslunni. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst innan við 1,5°C til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Menn losa nú rúma þrjátíu milljarða tonna koltvísýringsígilda árlega.Segja Norðmenn sjöundu stærstu losendur heimsLosun gróðurhúsalofttegunda sem gæti hlotist af olíunni og gasinu þar gæti verið helmingi meiri en sú sem kemur frá borpöllum sem Norðmenn eiga núna og eru með í smíðum, að því er segir í frétt The Guardian um skýrsluna. „Noregur getur ekki verið leiðtogi í loftslagsmálum á sama tíma og landið reiðir sig á nýja olíu- og gasframleiðslu,“ segir Hannah McKinnon frá Oil Change International. Norsk stjórnvöld hafna þeim málflutningi á þeim forsendum að hefð sé fyrir því að líta svo á að ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda liggi hjá þeim sem neyta jarðefnaeldsneytis frekar en hjá þeim sem vinna það. Höfundar skýrslunnar benda aftur á móti að Norðmenn flytja út tíu sinnum meira kolefni en þeir brenna sjálfir. Sé útflutningurinn tekinn með í reikninginn eru Norðmenn sjöundu stærstu losendur heims þrátt fyrir að vera tiltölulega fámenn þjóð.
Loftslagsmál Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira