Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 11:50 Miller hefur mátt þola hótanir og ofsóknir eftir að hún höfðaði mál gegn ríkisstjórninni til að tryggja að breska þingið fengi að taka afstöðu til Brexit. Vísir/AFP Gina Miller, bresk kona sem vann mál fyrir dómstólum sem neyddi ríkisstjórnina til að leggja Brexit fyrir þingið, segist hafa fengið hótanir um sýruárásir um margra mánaða skeið. Hún sé hrædd við að fara út úr húsi og íhugar að yfirgefa Bretland. „Ég hef fengið hótanir um sýru verði skvett í andlitið á mér í marga mánuði. Þegar ég sé einhvern ganga á móti mér úti á götu með vatnsflösku eða eithvað þá fer ég yfir um,“ segir Miller við fréttavefinn Verdict og The Guardian hefur eftir. Hæstiréttur Bretlands staðfesti í janúar að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra yrði að leggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir breska þingið.Verðlaun boðin þeim sem æki yfir hanaMiller höfðaði málið upphaflega og hefur hún orðið skotspónn æstra stuðningsmanna Brexit fyrir vikið. Hún er eigandi fyrirtækis og er ættuð frá Bresku Gvæjana. Nýlega var fimmtugur karlmaður dæmdur í tólf vikna fangelsis fyrir kynþáttaníð gegn Miller á samfélagsmiðlum. Sami maður bauð verðlaun fyrir hvern þann sem æki á Miller rétt eftir dóm Hæstaréttar. Öryggisverðir gæta Miller nú allan sólahringinn og heldur fjölskylda hennar sig nú heima við um helgar til að forðast uppnám ef hún lætur sjá sig úti við. „Ef þetta verður einhvern tímann of mikið út frá öryggissjónarmiðum, ef ég settist niður með lögreglusveitunum og okkur fyndist þetta vera virkilega alvarleg hótun, þá þyrfti ég að íhuga alvarlega að yfirgefa Bretland,“ segir hún. Brexit Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Gina Miller, bresk kona sem vann mál fyrir dómstólum sem neyddi ríkisstjórnina til að leggja Brexit fyrir þingið, segist hafa fengið hótanir um sýruárásir um margra mánaða skeið. Hún sé hrædd við að fara út úr húsi og íhugar að yfirgefa Bretland. „Ég hef fengið hótanir um sýru verði skvett í andlitið á mér í marga mánuði. Þegar ég sé einhvern ganga á móti mér úti á götu með vatnsflösku eða eithvað þá fer ég yfir um,“ segir Miller við fréttavefinn Verdict og The Guardian hefur eftir. Hæstiréttur Bretlands staðfesti í janúar að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra yrði að leggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir breska þingið.Verðlaun boðin þeim sem æki yfir hanaMiller höfðaði málið upphaflega og hefur hún orðið skotspónn æstra stuðningsmanna Brexit fyrir vikið. Hún er eigandi fyrirtækis og er ættuð frá Bresku Gvæjana. Nýlega var fimmtugur karlmaður dæmdur í tólf vikna fangelsis fyrir kynþáttaníð gegn Miller á samfélagsmiðlum. Sami maður bauð verðlaun fyrir hvern þann sem æki á Miller rétt eftir dóm Hæstaréttar. Öryggisverðir gæta Miller nú allan sólahringinn og heldur fjölskylda hennar sig nú heima við um helgar til að forðast uppnám ef hún lætur sjá sig úti við. „Ef þetta verður einhvern tímann of mikið út frá öryggissjónarmiðum, ef ég settist niður með lögreglusveitunum og okkur fyndist þetta vera virkilega alvarleg hótun, þá þyrfti ég að íhuga alvarlega að yfirgefa Bretland,“ segir hún.
Brexit Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira