Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2017 11:12 Nýnasistar, öfgahægrimenn og aðrir hvítir þjóðernissinnar komu saman í hundruða tali í gær. Vísir/AFP Hundruð hvítra þjóðernissinna gengu fylktu liði við Háskólann í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mótmæltu þeir áformum um að fjarlægja styttu af herforingja gömlu Suðurríkjanna. Fólkið hélt á kyndlum og hrópaði slagorð á borð við „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi“ og „hvít líf skipta máli“ þegar það gekk um háskólasvæðið í borginni Charlottesville, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Til stendur að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, foringja herdeilda Suðurríkjanna í Þrælastríðinu. Lee var frá Charlottesville. Hvítu þjóðernissinnarnir gengu til að mótmæla því að styttan yrði tekin niður. Jason Kessler, skipuleggjandi mótmælanna, hefur sakað borgina um hatur á hvítu fólki. Hann lýsti mótmælunum sem „ótrúlegri stund fyrir hvítt fólk sem er komið með meira en nóg og sættir sig ekki við meira“. Göngumenn eru ennfremur sagðir hafa hrópað „ein þjóð, eitt land, stöðvið innflutning fólks“.Kyndlarnir sem göngumennirnir báru vöktu óþægilegar minningar hjá mörgum um Ku Klux Klan.Vísir/AFPTrúa því að hvítir sæti ofsóknum í BandaríkjunumWashington Post segir að til átaka hafi komið á milli hvítu þjóðernissinnanna og hóps fólks sem mótmælti þeim. Einn mótmælenda þeirra hafi sprautað óþekktu efni í augu nokkurra göngumanna. Blaðið segir að göngumennirnir hafi verið nær eingöngu karlmenn á þrítugs og fertugsaldri. Borgarbúar eru sagðir uggandi yfir öðrum viðburði hægriöfgamanna þar í dag sem á að vera enn stærri. Þar koma saman hvítir þjóðernissinnar sem telja sig sæta ofsóknum vegna þess að þeir eru hvítir og að verið sé að eyða sögu hvítra manna í Bandaríkjunum. Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira
Hundruð hvítra þjóðernissinna gengu fylktu liði við Háskólann í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mótmæltu þeir áformum um að fjarlægja styttu af herforingja gömlu Suðurríkjanna. Fólkið hélt á kyndlum og hrópaði slagorð á borð við „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi“ og „hvít líf skipta máli“ þegar það gekk um háskólasvæðið í borginni Charlottesville, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Til stendur að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, foringja herdeilda Suðurríkjanna í Þrælastríðinu. Lee var frá Charlottesville. Hvítu þjóðernissinnarnir gengu til að mótmæla því að styttan yrði tekin niður. Jason Kessler, skipuleggjandi mótmælanna, hefur sakað borgina um hatur á hvítu fólki. Hann lýsti mótmælunum sem „ótrúlegri stund fyrir hvítt fólk sem er komið með meira en nóg og sættir sig ekki við meira“. Göngumenn eru ennfremur sagðir hafa hrópað „ein þjóð, eitt land, stöðvið innflutning fólks“.Kyndlarnir sem göngumennirnir báru vöktu óþægilegar minningar hjá mörgum um Ku Klux Klan.Vísir/AFPTrúa því að hvítir sæti ofsóknum í BandaríkjunumWashington Post segir að til átaka hafi komið á milli hvítu þjóðernissinnanna og hóps fólks sem mótmælti þeim. Einn mótmælenda þeirra hafi sprautað óþekktu efni í augu nokkurra göngumanna. Blaðið segir að göngumennirnir hafi verið nær eingöngu karlmenn á þrítugs og fertugsaldri. Borgarbúar eru sagðir uggandi yfir öðrum viðburði hægriöfgamanna þar í dag sem á að vera enn stærri. Þar koma saman hvítir þjóðernissinnar sem telja sig sæta ofsóknum vegna þess að þeir eru hvítir og að verið sé að eyða sögu hvítra manna í Bandaríkjunum.
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Sjá meira