Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2017 11:12 Nýnasistar, öfgahægrimenn og aðrir hvítir þjóðernissinnar komu saman í hundruða tali í gær. Vísir/AFP Hundruð hvítra þjóðernissinna gengu fylktu liði við Háskólann í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mótmæltu þeir áformum um að fjarlægja styttu af herforingja gömlu Suðurríkjanna. Fólkið hélt á kyndlum og hrópaði slagorð á borð við „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi“ og „hvít líf skipta máli“ þegar það gekk um háskólasvæðið í borginni Charlottesville, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Til stendur að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, foringja herdeilda Suðurríkjanna í Þrælastríðinu. Lee var frá Charlottesville. Hvítu þjóðernissinnarnir gengu til að mótmæla því að styttan yrði tekin niður. Jason Kessler, skipuleggjandi mótmælanna, hefur sakað borgina um hatur á hvítu fólki. Hann lýsti mótmælunum sem „ótrúlegri stund fyrir hvítt fólk sem er komið með meira en nóg og sættir sig ekki við meira“. Göngumenn eru ennfremur sagðir hafa hrópað „ein þjóð, eitt land, stöðvið innflutning fólks“.Kyndlarnir sem göngumennirnir báru vöktu óþægilegar minningar hjá mörgum um Ku Klux Klan.Vísir/AFPTrúa því að hvítir sæti ofsóknum í BandaríkjunumWashington Post segir að til átaka hafi komið á milli hvítu þjóðernissinnanna og hóps fólks sem mótmælti þeim. Einn mótmælenda þeirra hafi sprautað óþekktu efni í augu nokkurra göngumanna. Blaðið segir að göngumennirnir hafi verið nær eingöngu karlmenn á þrítugs og fertugsaldri. Borgarbúar eru sagðir uggandi yfir öðrum viðburði hægriöfgamanna þar í dag sem á að vera enn stærri. Þar koma saman hvítir þjóðernissinnar sem telja sig sæta ofsóknum vegna þess að þeir eru hvítir og að verið sé að eyða sögu hvítra manna í Bandaríkjunum. Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðssstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira
Hundruð hvítra þjóðernissinna gengu fylktu liði við Háskólann í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mótmæltu þeir áformum um að fjarlægja styttu af herforingja gömlu Suðurríkjanna. Fólkið hélt á kyndlum og hrópaði slagorð á borð við „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi“ og „hvít líf skipta máli“ þegar það gekk um háskólasvæðið í borginni Charlottesville, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Til stendur að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, foringja herdeilda Suðurríkjanna í Þrælastríðinu. Lee var frá Charlottesville. Hvítu þjóðernissinnarnir gengu til að mótmæla því að styttan yrði tekin niður. Jason Kessler, skipuleggjandi mótmælanna, hefur sakað borgina um hatur á hvítu fólki. Hann lýsti mótmælunum sem „ótrúlegri stund fyrir hvítt fólk sem er komið með meira en nóg og sættir sig ekki við meira“. Göngumenn eru ennfremur sagðir hafa hrópað „ein þjóð, eitt land, stöðvið innflutning fólks“.Kyndlarnir sem göngumennirnir báru vöktu óþægilegar minningar hjá mörgum um Ku Klux Klan.Vísir/AFPTrúa því að hvítir sæti ofsóknum í BandaríkjunumWashington Post segir að til átaka hafi komið á milli hvítu þjóðernissinnanna og hóps fólks sem mótmælti þeim. Einn mótmælenda þeirra hafi sprautað óþekktu efni í augu nokkurra göngumanna. Blaðið segir að göngumennirnir hafi verið nær eingöngu karlmenn á þrítugs og fertugsaldri. Borgarbúar eru sagðir uggandi yfir öðrum viðburði hægriöfgamanna þar í dag sem á að vera enn stærri. Þar koma saman hvítir þjóðernissinnar sem telja sig sæta ofsóknum vegna þess að þeir eru hvítir og að verið sé að eyða sögu hvítra manna í Bandaríkjunum.
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðssstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira