Borgarsjallar funda um leiðtogaprófkjör Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Valhöll. Vísir/Pjetur Skiptar skoðanir eru meðal Sjálfstæðismanna í borginni um ágæti boðaðs leiðtogakjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fyrirhugað er í október. Stjórn Varðar fundar í kvöld vegna málsins. Á fundi stjórnarinnar á miðvikudag í síðustu viku var samþykkt að boða til leiðtogakjörs. Áætlað er að það fari fram í 21. október næstkomandi. Kjörið færi þannig fram að oddviti listans yrði kjörinn en síðan tæki uppstillinganefnd við og myndi stilla upp í önnur sæti listans. Sambærileg tillaga var lögð til fyrir borgarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum en hún að lokum dregin til baka. Nú, líkt og þá, eru skiptar skoðanir meðal flokksmanna um ágæti leiðtogaprófkjörsins. Á síðustu dögum hefur Fréttablaðið átt samtöl við nokkra Sjálfstæðismenn sem eru andvígir þessari leið. Telja þeir meðal annars að dagsetningin, 21. október, sé óhentug og að mögulegir frambjóðendur muni veigra sér við að taka slaginn svo snemma. Þá þykir mörgum tillagan ekki nægilega lýðræðisleg. Allir báðust hins vegar undan viðtali. „Ég lagði fram þessa málamiðlunartillögu á stjórnarfundinum eftir að búið var að ræða ýmsar aðrar leiðir varðandi val á lista,“ segir Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði. Árni segir eðlilegt að innan flokksins heyrist ólíkar raddir enda flokkurinn í eðli sínu breiðfylking. Mikil og góð umræða hafi farið fram um tillöguna en eftir að hún var samþykkt hafi viðbrögðin verið jákvæð, meira að segja frá fólki sem styður ekki flokkinn. „Það er landsfundur í byrjun nóvember og við töldum heillavænlegast að oddviti og borgarstjóraefni lægi fyrir fyrir hann. Annars sé hætta á að landsfundurinn litist af þeim slag en ekki þeirri málefnavinnu sem þar á að fara fram,“ segir Árni. Í Fréttablaðinu í síðustu viku var sagt frá því að heimildir hermdu að tveir núverandi aðstoðarmenn ráðherra, Borgar Þór Einarsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir, væru að velta fyrir sér framboði. Sömu sögu væri að segja af þremur sitjandi borgarfulltrúum. „Með leiðtogaprófkjörinu ferðu í „allt eða ekkert“ slag. Fólk sem vill leiða listann, en hefur ekki endilega áhuga á að taka neðri sæti, er líklegra til að bjóða sig fram,“ segir Árni. „Uppstillingarnefndin sér síðan til þess að listinn verði ekki of einsleitur og endurspegli þá flóru sem býr í borginni.“ Tengdar fréttir Sjallar í borginni efna til leiðtogavals Sjálfstæðismenn í borginni munu velja sér oddvita fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með svokölluðu leiðtogakjöri. 10. ágúst 2017 06:00 Fundi lokið í Valhöll: Kosið milli tveggja tillaga á morgun Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur samþykkt að leggja fram tvær leiðir fyrir röðun á framboðslista í næstu borgarstjórnarkosningum. Kosið verður um leiðirnar tvær á morgun. 18. september 2013 14:51 Sjálfstæðismenn samþykktu að halda prófkjör Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með almennu prófkjöri sem fram fer 16. nóvember næstkomandi. 19. september 2013 23:37 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal Sjálfstæðismanna í borginni um ágæti boðaðs leiðtogakjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fyrirhugað er í október. Stjórn Varðar fundar í kvöld vegna málsins. Á fundi stjórnarinnar á miðvikudag í síðustu viku var samþykkt að boða til leiðtogakjörs. Áætlað er að það fari fram í 21. október næstkomandi. Kjörið færi þannig fram að oddviti listans yrði kjörinn en síðan tæki uppstillinganefnd við og myndi stilla upp í önnur sæti listans. Sambærileg tillaga var lögð til fyrir borgarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum en hún að lokum dregin til baka. Nú, líkt og þá, eru skiptar skoðanir meðal flokksmanna um ágæti leiðtogaprófkjörsins. Á síðustu dögum hefur Fréttablaðið átt samtöl við nokkra Sjálfstæðismenn sem eru andvígir þessari leið. Telja þeir meðal annars að dagsetningin, 21. október, sé óhentug og að mögulegir frambjóðendur muni veigra sér við að taka slaginn svo snemma. Þá þykir mörgum tillagan ekki nægilega lýðræðisleg. Allir báðust hins vegar undan viðtali. „Ég lagði fram þessa málamiðlunartillögu á stjórnarfundinum eftir að búið var að ræða ýmsar aðrar leiðir varðandi val á lista,“ segir Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði. Árni segir eðlilegt að innan flokksins heyrist ólíkar raddir enda flokkurinn í eðli sínu breiðfylking. Mikil og góð umræða hafi farið fram um tillöguna en eftir að hún var samþykkt hafi viðbrögðin verið jákvæð, meira að segja frá fólki sem styður ekki flokkinn. „Það er landsfundur í byrjun nóvember og við töldum heillavænlegast að oddviti og borgarstjóraefni lægi fyrir fyrir hann. Annars sé hætta á að landsfundurinn litist af þeim slag en ekki þeirri málefnavinnu sem þar á að fara fram,“ segir Árni. Í Fréttablaðinu í síðustu viku var sagt frá því að heimildir hermdu að tveir núverandi aðstoðarmenn ráðherra, Borgar Þór Einarsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir, væru að velta fyrir sér framboði. Sömu sögu væri að segja af þremur sitjandi borgarfulltrúum. „Með leiðtogaprófkjörinu ferðu í „allt eða ekkert“ slag. Fólk sem vill leiða listann, en hefur ekki endilega áhuga á að taka neðri sæti, er líklegra til að bjóða sig fram,“ segir Árni. „Uppstillingarnefndin sér síðan til þess að listinn verði ekki of einsleitur og endurspegli þá flóru sem býr í borginni.“
Tengdar fréttir Sjallar í borginni efna til leiðtogavals Sjálfstæðismenn í borginni munu velja sér oddvita fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með svokölluðu leiðtogakjöri. 10. ágúst 2017 06:00 Fundi lokið í Valhöll: Kosið milli tveggja tillaga á morgun Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur samþykkt að leggja fram tvær leiðir fyrir röðun á framboðslista í næstu borgarstjórnarkosningum. Kosið verður um leiðirnar tvær á morgun. 18. september 2013 14:51 Sjálfstæðismenn samþykktu að halda prófkjör Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með almennu prófkjöri sem fram fer 16. nóvember næstkomandi. 19. september 2013 23:37 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Sjallar í borginni efna til leiðtogavals Sjálfstæðismenn í borginni munu velja sér oddvita fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með svokölluðu leiðtogakjöri. 10. ágúst 2017 06:00
Fundi lokið í Valhöll: Kosið milli tveggja tillaga á morgun Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur samþykkt að leggja fram tvær leiðir fyrir röðun á framboðslista í næstu borgarstjórnarkosningum. Kosið verður um leiðirnar tvær á morgun. 18. september 2013 14:51
Sjálfstæðismenn samþykktu að halda prófkjör Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með almennu prófkjöri sem fram fer 16. nóvember næstkomandi. 19. september 2013 23:37