Innlent

Sjallar í borginni efna til leiðtogavals

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Halldór Halldórsson er núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Halldór Halldórsson er núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Vísir
Sjálfstæðismenn í borginni munu velja sér oddvita fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með svokölluðu leiðtogakjöri. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.

Fundur fór fram hjá stjórn Varðar – fulltrúaráði Reykjavíkur í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var tillagan samþykkt þar. Í henni felst að kosið verður um efsta sæti listans en önnur sæti hans verða valin af uppstillingarnefnd.

„Ég get staðfest að stjórn Varðar hittist í gærkvöldi og ræddi fyrirkomulag um val á lista,“ segir Gísli Kr. Björnsson, formaður Varðar. Hann vildi hins vegar ekki staðfesta eða neita hvaða leið varð fyrir valinu. Tillagan eigi eftir að fara fyrir fund framkvæmdarstjórnar og fulltrúaráðsfund og því sé ekki tímabært að ræða niðurstöðuna strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×