Innlent

Sjálfstæðismenn samþykktu að halda prófkjör

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Kjartan Gunnarsson, Illugi Gunnarsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir voru á fundi Varðar í kvöld.
Kjartan Gunnarsson, Illugi Gunnarsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir voru á fundi Varðar í kvöld. Mynd/Vilhelm
Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með almennu prófkjöri sem fram fer 16. nóvember næstkomandi. Þetta var ákveðið á fundi sem Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðismanna í Reykjavík, stóð fyrir í Valhöll í kvöld.

Það var þétt setið í Valhöll í kvöld. Kosið var um tillögu Varðar um að almennt prófkjör yrði haldið í nóvember og var það samþykkt. Horfið var frá þeim hugmyndum að halda leiðtogaprófkjör eins og stefnt var upphaflega að í stjórn Varðar. Mikil andstaða var við að raðað yrði á lista Sjálfstæðismanna með leiðtogaprófkjöri og því varð úr að lögð var fram tillaga um að almennt prófkjör færi fram. Sú tillaga var samþykkt með miklum meirihluta greiddra atkvæða

Aðeins fullgildir meðlimir Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík munu geta tekið þátt í prófkjörinu í nóvember.

Mynd/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×