Borgarsjallar funda um leiðtogaprófkjör Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Valhöll. Vísir/Pjetur Skiptar skoðanir eru meðal Sjálfstæðismanna í borginni um ágæti boðaðs leiðtogakjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fyrirhugað er í október. Stjórn Varðar fundar í kvöld vegna málsins. Á fundi stjórnarinnar á miðvikudag í síðustu viku var samþykkt að boða til leiðtogakjörs. Áætlað er að það fari fram í 21. október næstkomandi. Kjörið færi þannig fram að oddviti listans yrði kjörinn en síðan tæki uppstillinganefnd við og myndi stilla upp í önnur sæti listans. Sambærileg tillaga var lögð til fyrir borgarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum en hún að lokum dregin til baka. Nú, líkt og þá, eru skiptar skoðanir meðal flokksmanna um ágæti leiðtogaprófkjörsins. Á síðustu dögum hefur Fréttablaðið átt samtöl við nokkra Sjálfstæðismenn sem eru andvígir þessari leið. Telja þeir meðal annars að dagsetningin, 21. október, sé óhentug og að mögulegir frambjóðendur muni veigra sér við að taka slaginn svo snemma. Þá þykir mörgum tillagan ekki nægilega lýðræðisleg. Allir báðust hins vegar undan viðtali. „Ég lagði fram þessa málamiðlunartillögu á stjórnarfundinum eftir að búið var að ræða ýmsar aðrar leiðir varðandi val á lista,“ segir Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði. Árni segir eðlilegt að innan flokksins heyrist ólíkar raddir enda flokkurinn í eðli sínu breiðfylking. Mikil og góð umræða hafi farið fram um tillöguna en eftir að hún var samþykkt hafi viðbrögðin verið jákvæð, meira að segja frá fólki sem styður ekki flokkinn. „Það er landsfundur í byrjun nóvember og við töldum heillavænlegast að oddviti og borgarstjóraefni lægi fyrir fyrir hann. Annars sé hætta á að landsfundurinn litist af þeim slag en ekki þeirri málefnavinnu sem þar á að fara fram,“ segir Árni. Í Fréttablaðinu í síðustu viku var sagt frá því að heimildir hermdu að tveir núverandi aðstoðarmenn ráðherra, Borgar Þór Einarsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir, væru að velta fyrir sér framboði. Sömu sögu væri að segja af þremur sitjandi borgarfulltrúum. „Með leiðtogaprófkjörinu ferðu í „allt eða ekkert“ slag. Fólk sem vill leiða listann, en hefur ekki endilega áhuga á að taka neðri sæti, er líklegra til að bjóða sig fram,“ segir Árni. „Uppstillingarnefndin sér síðan til þess að listinn verði ekki of einsleitur og endurspegli þá flóru sem býr í borginni.“ Tengdar fréttir Sjallar í borginni efna til leiðtogavals Sjálfstæðismenn í borginni munu velja sér oddvita fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með svokölluðu leiðtogakjöri. 10. ágúst 2017 06:00 Fundi lokið í Valhöll: Kosið milli tveggja tillaga á morgun Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur samþykkt að leggja fram tvær leiðir fyrir röðun á framboðslista í næstu borgarstjórnarkosningum. Kosið verður um leiðirnar tvær á morgun. 18. september 2013 14:51 Sjálfstæðismenn samþykktu að halda prófkjör Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með almennu prófkjöri sem fram fer 16. nóvember næstkomandi. 19. september 2013 23:37 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal Sjálfstæðismanna í borginni um ágæti boðaðs leiðtogakjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fyrirhugað er í október. Stjórn Varðar fundar í kvöld vegna málsins. Á fundi stjórnarinnar á miðvikudag í síðustu viku var samþykkt að boða til leiðtogakjörs. Áætlað er að það fari fram í 21. október næstkomandi. Kjörið færi þannig fram að oddviti listans yrði kjörinn en síðan tæki uppstillinganefnd við og myndi stilla upp í önnur sæti listans. Sambærileg tillaga var lögð til fyrir borgarstjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum en hún að lokum dregin til baka. Nú, líkt og þá, eru skiptar skoðanir meðal flokksmanna um ágæti leiðtogaprófkjörsins. Á síðustu dögum hefur Fréttablaðið átt samtöl við nokkra Sjálfstæðismenn sem eru andvígir þessari leið. Telja þeir meðal annars að dagsetningin, 21. október, sé óhentug og að mögulegir frambjóðendur muni veigra sér við að taka slaginn svo snemma. Þá þykir mörgum tillagan ekki nægilega lýðræðisleg. Allir báðust hins vegar undan viðtali. „Ég lagði fram þessa málamiðlunartillögu á stjórnarfundinum eftir að búið var að ræða ýmsar aðrar leiðir varðandi val á lista,“ segir Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði. Árni segir eðlilegt að innan flokksins heyrist ólíkar raddir enda flokkurinn í eðli sínu breiðfylking. Mikil og góð umræða hafi farið fram um tillöguna en eftir að hún var samþykkt hafi viðbrögðin verið jákvæð, meira að segja frá fólki sem styður ekki flokkinn. „Það er landsfundur í byrjun nóvember og við töldum heillavænlegast að oddviti og borgarstjóraefni lægi fyrir fyrir hann. Annars sé hætta á að landsfundurinn litist af þeim slag en ekki þeirri málefnavinnu sem þar á að fara fram,“ segir Árni. Í Fréttablaðinu í síðustu viku var sagt frá því að heimildir hermdu að tveir núverandi aðstoðarmenn ráðherra, Borgar Þór Einarsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir, væru að velta fyrir sér framboði. Sömu sögu væri að segja af þremur sitjandi borgarfulltrúum. „Með leiðtogaprófkjörinu ferðu í „allt eða ekkert“ slag. Fólk sem vill leiða listann, en hefur ekki endilega áhuga á að taka neðri sæti, er líklegra til að bjóða sig fram,“ segir Árni. „Uppstillingarnefndin sér síðan til þess að listinn verði ekki of einsleitur og endurspegli þá flóru sem býr í borginni.“
Tengdar fréttir Sjallar í borginni efna til leiðtogavals Sjálfstæðismenn í borginni munu velja sér oddvita fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með svokölluðu leiðtogakjöri. 10. ágúst 2017 06:00 Fundi lokið í Valhöll: Kosið milli tveggja tillaga á morgun Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur samþykkt að leggja fram tvær leiðir fyrir röðun á framboðslista í næstu borgarstjórnarkosningum. Kosið verður um leiðirnar tvær á morgun. 18. september 2013 14:51 Sjálfstæðismenn samþykktu að halda prófkjör Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með almennu prófkjöri sem fram fer 16. nóvember næstkomandi. 19. september 2013 23:37 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Sjallar í borginni efna til leiðtogavals Sjálfstæðismenn í borginni munu velja sér oddvita fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með svokölluðu leiðtogakjöri. 10. ágúst 2017 06:00
Fundi lokið í Valhöll: Kosið milli tveggja tillaga á morgun Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur samþykkt að leggja fram tvær leiðir fyrir röðun á framboðslista í næstu borgarstjórnarkosningum. Kosið verður um leiðirnar tvær á morgun. 18. september 2013 14:51
Sjálfstæðismenn samþykktu að halda prófkjör Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu velja frambjóðendur sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor með almennu prófkjöri sem fram fer 16. nóvember næstkomandi. 19. september 2013 23:37