Innlent

Fundi lokið í Valhöll: Kosið milli tveggja tillaga á morgun

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Óttarr Guðlaugsson formaður Varðar
Óttarr Guðlaugsson formaður Varðar
Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hefur samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að leggja fram tvær leiðir fyrir röðun á framboðslista í næstu borgarstjórnarkosningum. Kosið verður um leiðirnar tvær á morgun á fundi fulltrúaráðs.

Önnur leiðin er svokölluð blönduð leið. Þá er haldið leiðtogaprófkjör, fulltrúaráð raðar svo í nokkur næstu sæti og uppstillingarnefnd raðar svo afganginum.

Hin leiðin er prófkjör þar sem allir sem skráðir eru í Sjálfstæðisflokkinn taka þátt í valinu, en það er sú leið sem yfirleitt hefur verið farin.

Kosið verður um þessar tvær leiðir á fundi á morgun. Til þess að blandaða leiðin verði farin þurfa tveir þriðju fundamanna að samþykkja hana, þar sem sú leið er breyting. Aftur á móti þarf aðeins helmingur fundarmanna að samþykkja prófkjörsleiðina.

„Það hefur alltaf verið opið fyrir báðar leiðir og okkur finnst eðilegt að fulltrúaráð fái að velja um báðar leiðirnar,“ segir Óttarr Guðlaugsson formaður Varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×