Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Einn lést þegar bíl var ekið inn í hóp fólks sem sýndi þjóðernissinnunum í Charlottesville andstöðu. vísir/epa Minnst einn lést og á fjórða tug er slasaður eftir átök milli þjóðernissinna og andstæðinga þeirra í Charlottesville í Virginíu um helgina. Ástandið í borginni er afar eldfimt. Forseti Bandaríkjanna liggur undir ámæli fyrir að hafa ekki fordæmt framgöngu þjóðernissinnanna nægilega. Frá því í apríl á þessu ári hafa nýnasistar, meðlimir Ku Klux Klan og annarra þjóðernishópa gengið reglulega í borginni til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna. Gengið var undir kvöld á föstudegi og laust fylkingunum þá saman. Hið sama gerðist á laugardag. Hóparnir hrópuðu meðal annars slagorð um að þeir yrðu ekki fjarlægðir auk þess að heilsa að nasistasið. Þá voru einhverjir sem höfðu orð á því að þeir væru að uppfylla kosningaloforð Donalds Trump. Einn lést þegar tvítugur hryðjuverkamaður, James Alex Fields, ók bíl sínum inn í hóp fólks sem hafði komið saman til að mótmæla framgöngu nasistanna, rasistanna og annarra þjóðernissinnaðra hópa. Sú sem lést hét Heather Heyer og starfaði á lögmannsstofu. Neyðarástandi var í kjölfarið lýst yfir í ríkinu og bann lagt við samkomum utandyra. „Til allra hvítra þjóðernissinna og nasista sem komu til Charlottesville í dag: Farið heim. Þið eruð ekki velkomnir hér í þessu mikla ríki,“ sagði Terry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, á blaðamannafundi sem haldinn var eftir voðaverkin. Skipuleggjandi göngu þjóðernissinnanna, Jason Kettler, hélt sjálfur blaðamannafund þar sem hann sagði að lögreglumenn borgarinnar hefðu ekki staðið sig í stykkinu við að koma í veg fyrir átökin. Hann náði ekki að klára að lesa yfirlýsingu sína eftir að almenningur gerði aðsúg að honum og hrópaði hann af sviðinu. Kröfðust menn þess meðal annars að Kettler yrði dreginn til ábyrgðar vegna handalögmálanna og fyrir að vera óbeint valdur að dauða áðurnefndrar Heyer. „Hatrinu og sundrunginni verður að linna ekki síðar en nú,“ sagði Donald Trump í ávarpi sínu. Hann fordæmdi einnig þessa birtingarmynd haturs, fordóma og ofbeldis „margra aðila“. Athygli vakti að forsetinn nefndi ekki sérstaklega rót átakanna, það er göngu þjóðernissinnanna. Stjórnmálamenn, bæði úr flokki Demókrata og Repúblikana, hafa sent forsetanum pillu fyrir að ganga ekki nægilega langt í yfirlýsingu sinni. „Hr. forseti – við verðum að kalla illsku sínu rétta nafni. Þetta voru hvítir þjóðernissinnar og þetta voru innlend hryðjuverk,“ sagði Cory Gardner, öldungardeildarþingmaður Repúblikana, meðal annars í tísti. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Minnst einn lést og á fjórða tug er slasaður eftir átök milli þjóðernissinna og andstæðinga þeirra í Charlottesville í Virginíu um helgina. Ástandið í borginni er afar eldfimt. Forseti Bandaríkjanna liggur undir ámæli fyrir að hafa ekki fordæmt framgöngu þjóðernissinnanna nægilega. Frá því í apríl á þessu ári hafa nýnasistar, meðlimir Ku Klux Klan og annarra þjóðernishópa gengið reglulega í borginni til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna. Gengið var undir kvöld á föstudegi og laust fylkingunum þá saman. Hið sama gerðist á laugardag. Hóparnir hrópuðu meðal annars slagorð um að þeir yrðu ekki fjarlægðir auk þess að heilsa að nasistasið. Þá voru einhverjir sem höfðu orð á því að þeir væru að uppfylla kosningaloforð Donalds Trump. Einn lést þegar tvítugur hryðjuverkamaður, James Alex Fields, ók bíl sínum inn í hóp fólks sem hafði komið saman til að mótmæla framgöngu nasistanna, rasistanna og annarra þjóðernissinnaðra hópa. Sú sem lést hét Heather Heyer og starfaði á lögmannsstofu. Neyðarástandi var í kjölfarið lýst yfir í ríkinu og bann lagt við samkomum utandyra. „Til allra hvítra þjóðernissinna og nasista sem komu til Charlottesville í dag: Farið heim. Þið eruð ekki velkomnir hér í þessu mikla ríki,“ sagði Terry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, á blaðamannafundi sem haldinn var eftir voðaverkin. Skipuleggjandi göngu þjóðernissinnanna, Jason Kettler, hélt sjálfur blaðamannafund þar sem hann sagði að lögreglumenn borgarinnar hefðu ekki staðið sig í stykkinu við að koma í veg fyrir átökin. Hann náði ekki að klára að lesa yfirlýsingu sína eftir að almenningur gerði aðsúg að honum og hrópaði hann af sviðinu. Kröfðust menn þess meðal annars að Kettler yrði dreginn til ábyrgðar vegna handalögmálanna og fyrir að vera óbeint valdur að dauða áðurnefndrar Heyer. „Hatrinu og sundrunginni verður að linna ekki síðar en nú,“ sagði Donald Trump í ávarpi sínu. Hann fordæmdi einnig þessa birtingarmynd haturs, fordóma og ofbeldis „margra aðila“. Athygli vakti að forsetinn nefndi ekki sérstaklega rót átakanna, það er göngu þjóðernissinnanna. Stjórnmálamenn, bæði úr flokki Demókrata og Repúblikana, hafa sent forsetanum pillu fyrir að ganga ekki nægilega langt í yfirlýsingu sinni. „Hr. forseti – við verðum að kalla illsku sínu rétta nafni. Þetta voru hvítir þjóðernissinnar og þetta voru innlend hryðjuverk,“ sagði Cory Gardner, öldungardeildarþingmaður Repúblikana, meðal annars í tísti.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga. 13. ágúst 2017 21:05
Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06