Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2017 07:58 Hvítir þjóðernissinnar og mótmælendur þeirra slógust á götum úti í Charlottesville í gær. Neyðarástandi var lýst yfir. Vísir/AFP Tvítugur karlmaður sem er grunaður um að hafa valdið dauða konu þegar hann ók í gegnum hóp andstæðinga hvítra þjóðernisöfgamanna í Charlottesville í gær er nú í haldi lögreglu. Ríkisstjóri Virginíuríki skipar hvítum þjóðernissinnum og nýnasistum að hafa sig á brott. Þrír eru látnir eftir að til harðra átaka kom á milli hvítra þjóðernissinna og mótmælenda þeirra í bænum Charlottesville í Virginíu í gær. Rúmlega þrítug kona lést þegar maðurinn sem er nú í haldi ók bíl sínum á mótmælendur í göngugötu. Þá fórust tveir ríkislögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðum í bænum í þyrluslysi. Nítján manns til viðbótar eru sagðir særðir eftir að maðurinn, sem hefur verið nafngreindur sem James Alex Fields yngri, ók niður götuna á miklum hraða og bakkaði svo aftur yfir fleira fólk. Washington Post hefur eftir vitnum að gatan hafi verið full af andstæðingum hvítu þjóðernissinnanna.James FIelds er ákærður fyrir manndráp, líkamstjón og fleiri brot. Hann er grunaður um að hafa ekið niður fólk sem mótmælti öfgamönnunum.Vísir/AFPFields hefur verið ákærður fyrir manndráp og fleiri brot. Aríkislögreglan FBI segist nú rannsaka málið sem brot á borgararéttindum. Slíkar rannsóknir FBI beinast meðal annars að hatursglæpum. Stærsti viðburður hvítra þjóðernissinna í áratugi Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað.Sumir öfgamannanna báru fánu nasista og Suðuríkjanna úr Þrælastríðinu.Vísir/AFPHvítir þjóðernissinnar og nasistar ekki velkomnir Terry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, lýsti yfir neyðarástandi vegna óeirðanna í gær. Á fréttamannafundi í gærkvöldi senda hann þau skilaboð til „allra hvítra þjóðernissinna og nasista sem komu til Charlottesville í dag: Farið heim. Þið eru ekki velkomnir í þessu mikla ríki.“ „Þið komuð hingað til að særa fólk og þið særðuð fólk. Mín skilaboð eru skýr: við erum sterkari en þið,“ sagði McAuliffe jafnframt. „Hatur kom til bæjarins okkar í dag á hátt sem við óttuðumst en við höfðum aldrei raunverulega leyft okkur að ímynda okkur að myndi gera,“ sagði Maurice Jones, framkvæmdastjóri Charlottesville í gær.Hundruð hvítra þjóðernissinna og mótmælenda þeirra söfnuðust saman í Charlottesville. Fljótlega sauð upp úr á milli þeirra.Vísir/AFPTrump vildi ekki fordæma öfgamenninaÞrátt fyrir að átökin hafi brotist út snemma dags í gær heyrðist ekkert frá Donald Trump forseta fyrr en kl. 13 eftir hádegi. Þá tísti hann um að hann fordæmdi hatur og ofbeldi. Á blaðamannafundi síðar um daginn nefndi Trump hvíta þjóðernissinna aldrei á nafn og og fordæmdi aðeins hatur, fordóma og ofbeldi „úr mörgum áttum“. Forsetinn svaraði ekki þegar hann var spurður hvort hann kærði sig um stuðning hvítra þjóðernissinna. Margir þeirra eru sagðar hafa klæðst derhúfum með slagorði Trump „Gerum Bandaríkin frábær aftur“.Öfgamennirnir báru sumir hverjir rauðar derhúfur með þekktasta slagorði Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPKalli það illa sínu rétta nafniTrump hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að fordæma ekki hvíta þjóðernissinna og skoðanir þeirra, þar á meðal frá þingmönnum eigin flokks. Öfgamennirnir eru sagðir hafa fagnað því að forsetinn hafi ekki talað gegn þeim. Fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins fordæmi hvíta þjóðernissinna í yfirlýsingum í gær. Cory Gardner, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Koloradó, setti ofan í við Trump á Twitter. „Herra forseti, við verðum að kalla það illa sínu raunverulega nafni. Þetta voru hvítir þjóðernissinnar og þetta voru innlend hryðjuverk,“ tísti þingmaðurinn.Mr. President - we must call evil by its name. These were white supremacists and this was domestic terrorism. https://t.co/PaPNiPPAoW— Cory Gardner (@SenCoryGardner) August 12, 2017 Víða hefur verið rifjað upp að Donald Trump neitaði að fordæma David Duke, fyrrverandi leiðtoga Ku Klux Klan, einna alræmdustu samtaka kynþáttahatara í sögu Bandaríkjanna, sem hafði þá lýst stuðningi við hann í kosningabaráttunni. Þóttist Trump ekki vita hver Duke var þegar gengið var á hann með stuðning hreyfingar hvítra þjóðernisöfgamanna við framboð hans.Verulega sá á bílnum sem var ekið á miklum hraða í gegnum hóp friðsamra mótmælenda.Vísir/AFP Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Tvítugur karlmaður sem er grunaður um að hafa valdið dauða konu þegar hann ók í gegnum hóp andstæðinga hvítra þjóðernisöfgamanna í Charlottesville í gær er nú í haldi lögreglu. Ríkisstjóri Virginíuríki skipar hvítum þjóðernissinnum og nýnasistum að hafa sig á brott. Þrír eru látnir eftir að til harðra átaka kom á milli hvítra þjóðernissinna og mótmælenda þeirra í bænum Charlottesville í Virginíu í gær. Rúmlega þrítug kona lést þegar maðurinn sem er nú í haldi ók bíl sínum á mótmælendur í göngugötu. Þá fórust tveir ríkislögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðum í bænum í þyrluslysi. Nítján manns til viðbótar eru sagðir særðir eftir að maðurinn, sem hefur verið nafngreindur sem James Alex Fields yngri, ók niður götuna á miklum hraða og bakkaði svo aftur yfir fleira fólk. Washington Post hefur eftir vitnum að gatan hafi verið full af andstæðingum hvítu þjóðernissinnanna.James FIelds er ákærður fyrir manndráp, líkamstjón og fleiri brot. Hann er grunaður um að hafa ekið niður fólk sem mótmælti öfgamönnunum.Vísir/AFPFields hefur verið ákærður fyrir manndráp og fleiri brot. Aríkislögreglan FBI segist nú rannsaka málið sem brot á borgararéttindum. Slíkar rannsóknir FBI beinast meðal annars að hatursglæpum. Stærsti viðburður hvítra þjóðernissinna í áratugi Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað.Sumir öfgamannanna báru fánu nasista og Suðuríkjanna úr Þrælastríðinu.Vísir/AFPHvítir þjóðernissinnar og nasistar ekki velkomnir Terry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, lýsti yfir neyðarástandi vegna óeirðanna í gær. Á fréttamannafundi í gærkvöldi senda hann þau skilaboð til „allra hvítra þjóðernissinna og nasista sem komu til Charlottesville í dag: Farið heim. Þið eru ekki velkomnir í þessu mikla ríki.“ „Þið komuð hingað til að særa fólk og þið særðuð fólk. Mín skilaboð eru skýr: við erum sterkari en þið,“ sagði McAuliffe jafnframt. „Hatur kom til bæjarins okkar í dag á hátt sem við óttuðumst en við höfðum aldrei raunverulega leyft okkur að ímynda okkur að myndi gera,“ sagði Maurice Jones, framkvæmdastjóri Charlottesville í gær.Hundruð hvítra þjóðernissinna og mótmælenda þeirra söfnuðust saman í Charlottesville. Fljótlega sauð upp úr á milli þeirra.Vísir/AFPTrump vildi ekki fordæma öfgamenninaÞrátt fyrir að átökin hafi brotist út snemma dags í gær heyrðist ekkert frá Donald Trump forseta fyrr en kl. 13 eftir hádegi. Þá tísti hann um að hann fordæmdi hatur og ofbeldi. Á blaðamannafundi síðar um daginn nefndi Trump hvíta þjóðernissinna aldrei á nafn og og fordæmdi aðeins hatur, fordóma og ofbeldi „úr mörgum áttum“. Forsetinn svaraði ekki þegar hann var spurður hvort hann kærði sig um stuðning hvítra þjóðernissinna. Margir þeirra eru sagðar hafa klæðst derhúfum með slagorði Trump „Gerum Bandaríkin frábær aftur“.Öfgamennirnir báru sumir hverjir rauðar derhúfur með þekktasta slagorði Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPKalli það illa sínu rétta nafniTrump hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að fordæma ekki hvíta þjóðernissinna og skoðanir þeirra, þar á meðal frá þingmönnum eigin flokks. Öfgamennirnir eru sagðir hafa fagnað því að forsetinn hafi ekki talað gegn þeim. Fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins fordæmi hvíta þjóðernissinna í yfirlýsingum í gær. Cory Gardner, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Koloradó, setti ofan í við Trump á Twitter. „Herra forseti, við verðum að kalla það illa sínu raunverulega nafni. Þetta voru hvítir þjóðernissinnar og þetta voru innlend hryðjuverk,“ tísti þingmaðurinn.Mr. President - we must call evil by its name. These were white supremacists and this was domestic terrorism. https://t.co/PaPNiPPAoW— Cory Gardner (@SenCoryGardner) August 12, 2017 Víða hefur verið rifjað upp að Donald Trump neitaði að fordæma David Duke, fyrrverandi leiðtoga Ku Klux Klan, einna alræmdustu samtaka kynþáttahatara í sögu Bandaríkjanna, sem hafði þá lýst stuðningi við hann í kosningabaráttunni. Þóttist Trump ekki vita hver Duke var þegar gengið var á hann með stuðning hreyfingar hvítra þjóðernisöfgamanna við framboð hans.Verulega sá á bílnum sem var ekið á miklum hraða í gegnum hóp friðsamra mótmælenda.Vísir/AFP
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34
Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39
Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12
Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54