Willum Þór Þórsson: Í kvöld guggnaði dómarinn á því að dæma augljósa vítaspyrnu Smári Jökull Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 21:55 Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. Vísir/Anton Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var líklega sá þjálfari, í leik KR og Vals í Pepsi-deildinni í kvöld, sem var ósáttari við stigið sem liðin urðu að sætta sig við. En var þetta gott stig eða tvö töpuð stig? „Ég veit ekki hvað skal segja, við erum að spila á móti frábæru liði. Þetta var svona toppfótbolti eins og hann gerist bestur, bæði lið komu til leiks vel skipulögð og gáfu fá færi á sér. Við vildum auðvitað taka öll stigin og fannst við fá færi til þess og í svona leik þar sem lítið skilur í milli þá vill maður fá það sem maður á skilið“. Willum var svekktur að dómari leiksins hafi ekki dæmt víti í seinni hálfleik og var spurður í kjölfarið út í það hvort að KR hafi verið heppnir á móti að missa ekki mann af velli þegar Aron Bjarki Jósepsson braut harkalega á sér í fyrri hálfleik. „Í kvöld guggnaði dómarinn á því að dæma augljósa vítaspyrnu og það er bara dýrt. Mér fannst við ekki heppnir að missa ekki mann af velli í fyrri hálfleik, Haukur Páll straujaði svona sjö eða átta manns hérna í kvöld og það var alltaf verið að tala við hann en um leið og okkar maður fer í fyrsta brot og þá er beint sveiflað gula á hann. Það er algjörlega fáránlegt, það er maður sparkaður út úr leiknum hjá okkur og það var ekki einu sinni veitt viðtal. Þeir böðluðust á okkur út um allan völl. Mér fannst þetta bara ekki boðlegt“. Willum var spurður að því hvað stigið myndi gera fyrir KR. „Við erum bara á þeim stað að taka bara einn leik í einu og gefa allt í þann leik. Við höfum verið að spila mjög vel undanfarið og það er ekkert hægt að segja á móti jafnsterku liði og Val þegar niðurstaðan er jafntefli. Þetta eru tvö frábær lið og það mátti lítið á milli mæla og þetta er niðurstaðan og hún er líklega sanngjörn“. Að lokum var Willum spurður út í aðstæðurnar í dag en hann kvartaði undan þeim í seinustu umferð en í dag voru þær frábærar. „Aðstæðurnar í dag voru frábærar og mér fannst bæði liðin mjög vel skipulögð og ég hef alveg smekk fyrir svona fótbolta. Þar sem allir gefa allt í leikinn og liðin gefa fá færi á sér, þetta var kraftmikill fótboltaleikur þannig að mér fannst þetta flottur fótbolti hérna í dag hjá báðum liðum“. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var líklega sá þjálfari, í leik KR og Vals í Pepsi-deildinni í kvöld, sem var ósáttari við stigið sem liðin urðu að sætta sig við. En var þetta gott stig eða tvö töpuð stig? „Ég veit ekki hvað skal segja, við erum að spila á móti frábæru liði. Þetta var svona toppfótbolti eins og hann gerist bestur, bæði lið komu til leiks vel skipulögð og gáfu fá færi á sér. Við vildum auðvitað taka öll stigin og fannst við fá færi til þess og í svona leik þar sem lítið skilur í milli þá vill maður fá það sem maður á skilið“. Willum var svekktur að dómari leiksins hafi ekki dæmt víti í seinni hálfleik og var spurður í kjölfarið út í það hvort að KR hafi verið heppnir á móti að missa ekki mann af velli þegar Aron Bjarki Jósepsson braut harkalega á sér í fyrri hálfleik. „Í kvöld guggnaði dómarinn á því að dæma augljósa vítaspyrnu og það er bara dýrt. Mér fannst við ekki heppnir að missa ekki mann af velli í fyrri hálfleik, Haukur Páll straujaði svona sjö eða átta manns hérna í kvöld og það var alltaf verið að tala við hann en um leið og okkar maður fer í fyrsta brot og þá er beint sveiflað gula á hann. Það er algjörlega fáránlegt, það er maður sparkaður út úr leiknum hjá okkur og það var ekki einu sinni veitt viðtal. Þeir böðluðust á okkur út um allan völl. Mér fannst þetta bara ekki boðlegt“. Willum var spurður að því hvað stigið myndi gera fyrir KR. „Við erum bara á þeim stað að taka bara einn leik í einu og gefa allt í þann leik. Við höfum verið að spila mjög vel undanfarið og það er ekkert hægt að segja á móti jafnsterku liði og Val þegar niðurstaðan er jafntefli. Þetta eru tvö frábær lið og það mátti lítið á milli mæla og þetta er niðurstaðan og hún er líklega sanngjörn“. Að lokum var Willum spurður út í aðstæðurnar í dag en hann kvartaði undan þeim í seinustu umferð en í dag voru þær frábærar. „Aðstæðurnar í dag voru frábærar og mér fannst bæði liðin mjög vel skipulögð og ég hef alveg smekk fyrir svona fótbolta. Þar sem allir gefa allt í leikinn og liðin gefa fá færi á sér, þetta var kraftmikill fótboltaleikur þannig að mér fannst þetta flottur fótbolti hérna í dag hjá báðum liðum“.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn