Neyðarskilaboðum óvart úvarpað á Gvam Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Lífið á bandarísku eyjunni Gvam gengur sinn vanagang þrátt fyrir hótanir stjórnvalda í Norður-Kóreu og neyðarútsendingar útvarpsstöðva. vísir/afp Íbúum bandarísku eyjunnar Gvam brá væntanlega þegar tvær útvarpsstöðvar á eyjunni útvörpuðu neyðarskilaboðum vegna yfirvofandi árásar norðurkóreska hersins. Stöðvarnar tvær útvörpuðu korterslöngum skilaboðum aðfaranótt gærdagsins, en slíkum skilaboðum er einungis útvarpað þegar íbúar eru í bráðri hættu. Útsendingin reyndist hins vegar óþörf og gátu Gvambúar andað léttar þegar varnarmálayfirvöld í Gvam tilkynntu að um óheimilaða æfingu hafi verið að ræða. „Hin óheimilaða æfing var ekki tengd nokkurri neyð, ógn eða hættu,“ sagði í yfirlýsingu yfirvalda. Þá sagði jafnframt í henni að yfirvöld hefðu haft samband við umræddar stöðvar til að tryggja að slík mannleg mistök endurtaki sig ekki. Norður-Kóreumenn greindu frá því í síðustu viku að þeir hygðust gera árás á Gvam vegna þvingana sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu að beita einræðisríkið. Í gær greindi ríkissjónvarpið KCNA frá því að Kim Jong-un einræðisherra væri búinn að fara yfir áætlun hersins en hann hafi hins vegar ákveðið að bíða með árásina. Greinir BBC frá því að þrátt fyrir að Norður-Kórea sé tilbúin til þess að „umlykja Gvam eldi“ muni yfirvöld bíða og fylgjast með því hvað „hinir heimsku Kanar“ geri áður en endanleg ákvörðun er tekin. George Charfauros, yfirmaður varnarmála á Gvam, hvatti Gvambúa til þess að sýna stillingu þótt fjölmiðlar greindu frá því að árásaráætlun liggi fyrir. „Munið að viðbúnaðarstig hefur ekkert breyst. Við munum halda áfram eins og ekkert hafi í skorist og við vitum að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna er vel undirbúið,“ sagði Charfauros. Þá segir jafnframt í umfjöllun BBC að greiningaraðilar telji að með þessu sé Kim að kaupa sér tíma, norðurkóreski herinn sé í raun ekki nógu vel undirbúinn undir slíka árás. Því hefur einnig verið haldið fram að yfirvöld í Norður-Kóreu hræðist það hvernig Bandaríkin myndu svara slíkri árás. Áður en KCNA birti frétt sína sagði James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að árás gæti fljótt leitt til þess að stríð brjótist út. Sagði Mattis að ef Norður-Kóreumenn réðust á Gvam myndu „leikarnir hefjast“. Þá sagði Mattis jafnframt að bandaríski herinn myndi verja land sitt fyrir hvaða árás sem er, hvenær sem er og frá hverjum sem er. Mattis fullvissaði einnig Gvambúa um að yrði eldflaug skotið í átt að eyjunni myndi bandaríski herinn skjóta eldflaugina niður. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, réð Bandaríkjamönnum frá því í gær að svara mögulegum árásum án samráðs við Suður-Kóreu. „Enginn einn aðili má ákveða að grípa til hernaðaraðgerða án samþykkis okkar,“ sagði Moon. Vísaði hann þar með til varnarmálasamkomulags Bandaríkjanna og Suður-Kóreu en í því segir að ákveða verði í sameiningu hvernig beri að svara þegar öryggi annars hvors ríkisins er ógnað. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Kínverjar hvetja til stillingar á meðan Trump heldur hótunum áfram "Enginn elskar friðsamleg lausn eins og Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær um leið og hann hótaði Norður-Kóreu miklum vandræðum og hörðustu refsiaðgerðum sem til eru. 12. ágúst 2017 07:59 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Sjá meira
Íbúum bandarísku eyjunnar Gvam brá væntanlega þegar tvær útvarpsstöðvar á eyjunni útvörpuðu neyðarskilaboðum vegna yfirvofandi árásar norðurkóreska hersins. Stöðvarnar tvær útvörpuðu korterslöngum skilaboðum aðfaranótt gærdagsins, en slíkum skilaboðum er einungis útvarpað þegar íbúar eru í bráðri hættu. Útsendingin reyndist hins vegar óþörf og gátu Gvambúar andað léttar þegar varnarmálayfirvöld í Gvam tilkynntu að um óheimilaða æfingu hafi verið að ræða. „Hin óheimilaða æfing var ekki tengd nokkurri neyð, ógn eða hættu,“ sagði í yfirlýsingu yfirvalda. Þá sagði jafnframt í henni að yfirvöld hefðu haft samband við umræddar stöðvar til að tryggja að slík mannleg mistök endurtaki sig ekki. Norður-Kóreumenn greindu frá því í síðustu viku að þeir hygðust gera árás á Gvam vegna þvingana sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu að beita einræðisríkið. Í gær greindi ríkissjónvarpið KCNA frá því að Kim Jong-un einræðisherra væri búinn að fara yfir áætlun hersins en hann hafi hins vegar ákveðið að bíða með árásina. Greinir BBC frá því að þrátt fyrir að Norður-Kórea sé tilbúin til þess að „umlykja Gvam eldi“ muni yfirvöld bíða og fylgjast með því hvað „hinir heimsku Kanar“ geri áður en endanleg ákvörðun er tekin. George Charfauros, yfirmaður varnarmála á Gvam, hvatti Gvambúa til þess að sýna stillingu þótt fjölmiðlar greindu frá því að árásaráætlun liggi fyrir. „Munið að viðbúnaðarstig hefur ekkert breyst. Við munum halda áfram eins og ekkert hafi í skorist og við vitum að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna er vel undirbúið,“ sagði Charfauros. Þá segir jafnframt í umfjöllun BBC að greiningaraðilar telji að með þessu sé Kim að kaupa sér tíma, norðurkóreski herinn sé í raun ekki nógu vel undirbúinn undir slíka árás. Því hefur einnig verið haldið fram að yfirvöld í Norður-Kóreu hræðist það hvernig Bandaríkin myndu svara slíkri árás. Áður en KCNA birti frétt sína sagði James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að árás gæti fljótt leitt til þess að stríð brjótist út. Sagði Mattis að ef Norður-Kóreumenn réðust á Gvam myndu „leikarnir hefjast“. Þá sagði Mattis jafnframt að bandaríski herinn myndi verja land sitt fyrir hvaða árás sem er, hvenær sem er og frá hverjum sem er. Mattis fullvissaði einnig Gvambúa um að yrði eldflaug skotið í átt að eyjunni myndi bandaríski herinn skjóta eldflaugina niður. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, réð Bandaríkjamönnum frá því í gær að svara mögulegum árásum án samráðs við Suður-Kóreu. „Enginn einn aðili má ákveða að grípa til hernaðaraðgerða án samþykkis okkar,“ sagði Moon. Vísaði hann þar með til varnarmálasamkomulags Bandaríkjanna og Suður-Kóreu en í því segir að ákveða verði í sameiningu hvernig beri að svara þegar öryggi annars hvors ríkisins er ógnað.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Kínverjar hvetja til stillingar á meðan Trump heldur hótunum áfram "Enginn elskar friðsamleg lausn eins og Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær um leið og hann hótaði Norður-Kóreu miklum vandræðum og hörðustu refsiaðgerðum sem til eru. 12. ágúst 2017 07:59 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Sjá meira
Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25
Kínverjar hvetja til stillingar á meðan Trump heldur hótunum áfram "Enginn elskar friðsamleg lausn eins og Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær um leið og hann hótaði Norður-Kóreu miklum vandræðum og hörðustu refsiaðgerðum sem til eru. 12. ágúst 2017 07:59
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33