Sorg í Finnlandi: Dóttir Silju varaði hana við árásinni í Turku Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 19. ágúst 2017 20:09 Talið er að hnífaárásin í Turku í Finnlandi í gær hafi verið beint sérstaklega að konum en tveir létust og minnst átta særðust þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Finnsk kona, sem búsett var hér á landi um árabil, segir að lögreglan hafi komið í veg fyrir frekari ódæðisverk - en að þjóðin sé í sárum vegna atburðanna. Árásin átti sér stað á Puutori markaðstorginu í miðbæ Turku um klukkan fjögur að staðartíma í Finnlandi í gær en torgið er vinsælt viðkomustaður ferða- og heimamanna.Hafði sótt um hæli Árásarmaðurinn er átján ára og innflytjandi í Finnlandi ættaður frá Marokkó réðst að fólki og stakk með hnífi en lögreglan náði honum á flótta skammt frá staðnum þar sem hann var skotinn í fætur. Þar var hann handtekinn. Árásarmaðurinn kom til landsins á síðasta ári og sótti um hæli. Tvær finnskar konur létust í árásinni, en átta aðrir sem slösuðust koma frá Bretlandi, Svíþjóð og Ítalíu og er aldur þeirra á bilinu 15 til 67 ára. Grunur leikur á að árásin hafi sérstaklega beinst að konum því sex af þeim átta sem urðu fyrir árás eru konur. Strax vaknaði grunur um að fleiri væru viðriðnir árásina og var viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka í Finnlandi hækkað. Lögreglan handtók fjóra í viðamiklum aðgerðum í nótt en talið er að þeir tengist árásinni á einn eða anna hátt. Lýst hefur verið eftir sjötta manninum sem talið er að hafi flúið land. Aðild þeirra að árásinni er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum.Óttast um ættingja og vini Finnsk kona sem búsett var hér á landi á níunda áratugnum býr í Turku, sem er friðsæll bær, svipaður að stærð og Reykjavík. Hún segir að fyrstu fréttir af atvikinu hafi verið óljósar. „Ég fékk að vita þetta frá dóttur minni, sem sendi mér sms og sagði: Í guðanna bænum ekki fara niður í bæ. Síðan hringdi ég í dóttur mína og hún var grátandi og sagði að það væri búið að stinga fólk með hníf niður í bæ,“ segir Silja Ketonen íbúi í Turku. Silja segir íbúa hafa óttast um ættingja sína og vini þegar fregnir bárust út. „Það eru allir mjög sorgmæddir og hafa verið hræddir um sitt eigið fólk,“ segir Silja og nefnir að fólk hafi lagt blóm og kerti við árásarstaðinn. Hún segir hryðjuverkin hafa vofað yfir en að lögreglan hafi náð að koma í veg fyrir fleiri árásir. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Talið er að hnífaárásin í Turku í Finnlandi í gær hafi verið beint sérstaklega að konum en tveir létust og minnst átta særðust þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Finnsk kona, sem búsett var hér á landi um árabil, segir að lögreglan hafi komið í veg fyrir frekari ódæðisverk - en að þjóðin sé í sárum vegna atburðanna. Árásin átti sér stað á Puutori markaðstorginu í miðbæ Turku um klukkan fjögur að staðartíma í Finnlandi í gær en torgið er vinsælt viðkomustaður ferða- og heimamanna.Hafði sótt um hæli Árásarmaðurinn er átján ára og innflytjandi í Finnlandi ættaður frá Marokkó réðst að fólki og stakk með hnífi en lögreglan náði honum á flótta skammt frá staðnum þar sem hann var skotinn í fætur. Þar var hann handtekinn. Árásarmaðurinn kom til landsins á síðasta ári og sótti um hæli. Tvær finnskar konur létust í árásinni, en átta aðrir sem slösuðust koma frá Bretlandi, Svíþjóð og Ítalíu og er aldur þeirra á bilinu 15 til 67 ára. Grunur leikur á að árásin hafi sérstaklega beinst að konum því sex af þeim átta sem urðu fyrir árás eru konur. Strax vaknaði grunur um að fleiri væru viðriðnir árásina og var viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka í Finnlandi hækkað. Lögreglan handtók fjóra í viðamiklum aðgerðum í nótt en talið er að þeir tengist árásinni á einn eða anna hátt. Lýst hefur verið eftir sjötta manninum sem talið er að hafi flúið land. Aðild þeirra að árásinni er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum.Óttast um ættingja og vini Finnsk kona sem búsett var hér á landi á níunda áratugnum býr í Turku, sem er friðsæll bær, svipaður að stærð og Reykjavík. Hún segir að fyrstu fréttir af atvikinu hafi verið óljósar. „Ég fékk að vita þetta frá dóttur minni, sem sendi mér sms og sagði: Í guðanna bænum ekki fara niður í bæ. Síðan hringdi ég í dóttur mína og hún var grátandi og sagði að það væri búið að stinga fólk með hníf niður í bæ,“ segir Silja Ketonen íbúi í Turku. Silja segir íbúa hafa óttast um ættingja sína og vini þegar fregnir bárust út. „Það eru allir mjög sorgmæddir og hafa verið hræddir um sitt eigið fólk,“ segir Silja og nefnir að fólk hafi lagt blóm og kerti við árásarstaðinn. Hún segir hryðjuverkin hafa vofað yfir en að lögreglan hafi náð að koma í veg fyrir fleiri árásir.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira