Þingkona segir spurningar um barneignir óásættanlegar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 07:08 Jacinda Ardern, nýkjörinn leiðtogi nýsjálenska Verkamannaflokksins. Nýkjörinn leiðtogi stjórnarandstöðunnar á nýsjálenska þinginu segir óásættanlegt að konur á vinnumarkaði séu spurðar um barneignaráætlanir sínar. Hún var kosin í embætti í gær en hefur nú tvívegis verið spurð um fyrirhugaðar barneignir í spjallþáttum. BBC greinir frá. Jacinda Ardern var kjörin leiðtogi Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi í gær eftir að forveri hennar, Andrew Little, sagði af sér. Ardern er yngsti leiðtogi flokksins og önnur konan sem gegnir embættinu. Ardern var gestur nýsjálenska sjónvarpsþáttarins The Project örfáum klukkutímum eftir að hún náði kjöri. Stjórnandi þáttarins spurði hana hvort henni þætti hún þurfa að velja á milli starfsferils og barneigna. Áður en hann lét flakka sagði hann að starfsmenn þáttarins hefðu rætt það sín á milli „hvort hann mætti yfir höfuð spyrja hana að þessu.“ Í svari sínu sagðist Ardern ekki hafa neitt út á spurninguna að setja. Hún sagðist ætíð hafa talað opinskátt um vandamálið og að konur ættu líklega almennt erfitt með að takast á við það. Ardern var þó aftur krafin svara um efnið í viðtali í þættinum The AM Show í morgun. Þáttastjórnandinn spurði hvort „forsætisráðherrar gætu réttlætt það að taka sér fæðingarorlof í embætti,“ og bar þar saman réttindi vinnuveitenda gagnvart kvenkyns starfsmönnum sínum. Ardern brást ókvæða við. „Það er algjörlega óásættanlegt að árið 2017 skuli konur þurfa að svara þessari spurningu á vinnumarkaðnum. Það er óásættanlegt, það er óásættanlegt,“ ítrekaði Ardern og benti á að vinnuveitendur mættu ekki mismuna starfsmönnum sínum á grundvelli þess að þeir hygðust ef til vill eignast börn í framtíðinni. Mikil reiði hefur gripið um sig á Nýja Sjálandi vegna viðtalanna við Ardern. Gagnrýnendur hafa margir bent á að karlkyns stjórnmálamenn þurfi sjaldan að svara spurningum um barneignir. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Nýkjörinn leiðtogi stjórnarandstöðunnar á nýsjálenska þinginu segir óásættanlegt að konur á vinnumarkaði séu spurðar um barneignaráætlanir sínar. Hún var kosin í embætti í gær en hefur nú tvívegis verið spurð um fyrirhugaðar barneignir í spjallþáttum. BBC greinir frá. Jacinda Ardern var kjörin leiðtogi Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi í gær eftir að forveri hennar, Andrew Little, sagði af sér. Ardern er yngsti leiðtogi flokksins og önnur konan sem gegnir embættinu. Ardern var gestur nýsjálenska sjónvarpsþáttarins The Project örfáum klukkutímum eftir að hún náði kjöri. Stjórnandi þáttarins spurði hana hvort henni þætti hún þurfa að velja á milli starfsferils og barneigna. Áður en hann lét flakka sagði hann að starfsmenn þáttarins hefðu rætt það sín á milli „hvort hann mætti yfir höfuð spyrja hana að þessu.“ Í svari sínu sagðist Ardern ekki hafa neitt út á spurninguna að setja. Hún sagðist ætíð hafa talað opinskátt um vandamálið og að konur ættu líklega almennt erfitt með að takast á við það. Ardern var þó aftur krafin svara um efnið í viðtali í þættinum The AM Show í morgun. Þáttastjórnandinn spurði hvort „forsætisráðherrar gætu réttlætt það að taka sér fæðingarorlof í embætti,“ og bar þar saman réttindi vinnuveitenda gagnvart kvenkyns starfsmönnum sínum. Ardern brást ókvæða við. „Það er algjörlega óásættanlegt að árið 2017 skuli konur þurfa að svara þessari spurningu á vinnumarkaðnum. Það er óásættanlegt, það er óásættanlegt,“ ítrekaði Ardern og benti á að vinnuveitendur mættu ekki mismuna starfsmönnum sínum á grundvelli þess að þeir hygðust ef til vill eignast börn í framtíðinni. Mikil reiði hefur gripið um sig á Nýja Sjálandi vegna viðtalanna við Ardern. Gagnrýnendur hafa margir bent á að karlkyns stjórnmálamenn þurfi sjaldan að svara spurningum um barneignir.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira