Þingkona segir spurningar um barneignir óásættanlegar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 07:08 Jacinda Ardern, nýkjörinn leiðtogi nýsjálenska Verkamannaflokksins. Nýkjörinn leiðtogi stjórnarandstöðunnar á nýsjálenska þinginu segir óásættanlegt að konur á vinnumarkaði séu spurðar um barneignaráætlanir sínar. Hún var kosin í embætti í gær en hefur nú tvívegis verið spurð um fyrirhugaðar barneignir í spjallþáttum. BBC greinir frá. Jacinda Ardern var kjörin leiðtogi Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi í gær eftir að forveri hennar, Andrew Little, sagði af sér. Ardern er yngsti leiðtogi flokksins og önnur konan sem gegnir embættinu. Ardern var gestur nýsjálenska sjónvarpsþáttarins The Project örfáum klukkutímum eftir að hún náði kjöri. Stjórnandi þáttarins spurði hana hvort henni þætti hún þurfa að velja á milli starfsferils og barneigna. Áður en hann lét flakka sagði hann að starfsmenn þáttarins hefðu rætt það sín á milli „hvort hann mætti yfir höfuð spyrja hana að þessu.“ Í svari sínu sagðist Ardern ekki hafa neitt út á spurninguna að setja. Hún sagðist ætíð hafa talað opinskátt um vandamálið og að konur ættu líklega almennt erfitt með að takast á við það. Ardern var þó aftur krafin svara um efnið í viðtali í þættinum The AM Show í morgun. Þáttastjórnandinn spurði hvort „forsætisráðherrar gætu réttlætt það að taka sér fæðingarorlof í embætti,“ og bar þar saman réttindi vinnuveitenda gagnvart kvenkyns starfsmönnum sínum. Ardern brást ókvæða við. „Það er algjörlega óásættanlegt að árið 2017 skuli konur þurfa að svara þessari spurningu á vinnumarkaðnum. Það er óásættanlegt, það er óásættanlegt,“ ítrekaði Ardern og benti á að vinnuveitendur mættu ekki mismuna starfsmönnum sínum á grundvelli þess að þeir hygðust ef til vill eignast börn í framtíðinni. Mikil reiði hefur gripið um sig á Nýja Sjálandi vegna viðtalanna við Ardern. Gagnrýnendur hafa margir bent á að karlkyns stjórnmálamenn þurfi sjaldan að svara spurningum um barneignir. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Nýkjörinn leiðtogi stjórnarandstöðunnar á nýsjálenska þinginu segir óásættanlegt að konur á vinnumarkaði séu spurðar um barneignaráætlanir sínar. Hún var kosin í embætti í gær en hefur nú tvívegis verið spurð um fyrirhugaðar barneignir í spjallþáttum. BBC greinir frá. Jacinda Ardern var kjörin leiðtogi Verkamannaflokksins á Nýja Sjálandi í gær eftir að forveri hennar, Andrew Little, sagði af sér. Ardern er yngsti leiðtogi flokksins og önnur konan sem gegnir embættinu. Ardern var gestur nýsjálenska sjónvarpsþáttarins The Project örfáum klukkutímum eftir að hún náði kjöri. Stjórnandi þáttarins spurði hana hvort henni þætti hún þurfa að velja á milli starfsferils og barneigna. Áður en hann lét flakka sagði hann að starfsmenn þáttarins hefðu rætt það sín á milli „hvort hann mætti yfir höfuð spyrja hana að þessu.“ Í svari sínu sagðist Ardern ekki hafa neitt út á spurninguna að setja. Hún sagðist ætíð hafa talað opinskátt um vandamálið og að konur ættu líklega almennt erfitt með að takast á við það. Ardern var þó aftur krafin svara um efnið í viðtali í þættinum The AM Show í morgun. Þáttastjórnandinn spurði hvort „forsætisráðherrar gætu réttlætt það að taka sér fæðingarorlof í embætti,“ og bar þar saman réttindi vinnuveitenda gagnvart kvenkyns starfsmönnum sínum. Ardern brást ókvæða við. „Það er algjörlega óásættanlegt að árið 2017 skuli konur þurfa að svara þessari spurningu á vinnumarkaðnum. Það er óásættanlegt, það er óásættanlegt,“ ítrekaði Ardern og benti á að vinnuveitendur mættu ekki mismuna starfsmönnum sínum á grundvelli þess að þeir hygðust ef til vill eignast börn í framtíðinni. Mikil reiði hefur gripið um sig á Nýja Sjálandi vegna viðtalanna við Ardern. Gagnrýnendur hafa margir bent á að karlkyns stjórnmálamenn þurfi sjaldan að svara spurningum um barneignir.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira