Enski boltinn

Klopp: Börsungar geta sparað sér ómakið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Philippe Coutinho í leiknum gegn Bayern München í gær.
Philippe Coutinho í leiknum gegn Bayern München í gær. vísir/getty
Eftir 3-0 sigur Liverpool á Bayern München á Audi Cup í gær ítrekaði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, að Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho væri ekki til sölu.

Barcelona hefur áhuga á Coutinho og vill fá hann til að fylla skarð landa síns, Neymars, sem er væntanlega á förum til Paris Saint-Germain.

„Ég skil að Coutinho sé mikils metinn en þeir geta sparað sér ómakið,“ sagði Klopp eftir leikinn gegn Bayern í gær.

Coutinho kom til Liverpool frá Inter í janúar 2013. Hann hefur skorað 42 mörk í 182 leikjum fyrir félagið.

Síðasta tímabil var það besta hjá Coutinho hvað markaskorun varðar en hann gerði 13 mörk í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×