Erlent

ESB viðurkennir ekki kosningarnar í Venesúela

Kjartan Kjartansson skrifar
Ófremdarástand hefur ríkt í Venesúela undanfarið. Andstæðingar stjórnvalda saka þau um einræðistilburði.
Ófremdarástand hefur ríkt í Venesúela undanfarið. Andstæðingar stjórnvalda saka þau um einræðistilburði. Vísir/AFP
Leiðtogar Evrópusambandsins ætla ekki að beita stjórnvöld í Venesúela refsiaðgerðum enn um sinn. Sambandið tilkynnti hins vegar í dag að það viðurkenndi ekki kosningar sem fóru fram í landinu á sunnudag.

Kosningar til nýs löggjafarþings sem getur tekið fram fyrir hendurnar á þjóðþingi landsins um helgina eru afar umdeildar. Þær eru sagðar tilburðir Nicolasar Maduro forseti til að herða tök sín á stjórnartaumunum.

Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn Maduro á mánudag og kallaði hann einræðisherra sem hunsaði vilja þjóðar sinnar.

Evrópusambandið gekk ekki eins langt í dag en varaði Maduro við að það væri reiðubúið að auka þrýstingin jafnt og þétt á hann ef forsetinn héldi áfram að grafa undan lýðræði í landinu, að því er segir í frétt Reuters.

Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, sagðist í dag íhuga aðgerðir eins og að frysta eignir og setja ferðabann á embættismenn í ríkisstjórn Venesúela, þar á meðal á Maduro.


Tengdar fréttir

Stjórnarandstöðuleiðtogar í Venesúela handteknir

Tveir áberandi leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Venesúela voru teknir höndum á heimilum sínum um miðja nótt. Andstæðingar Nicolasar Maduro forseta saka hann um einræðistilburði.

Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela

Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×